Óskar Hrafn: Lítið gagn af því að tryllast Árni Jóhannsson skrifar 16. júní 2025 22:08 Óskar furðu lostinn. Mögulega yfir litinu á spjaldinu sem Karl Friðleifur fékk. Vísir / Diego Þjálfari KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, hafði blendnar tilfinningar þegar hann kom í viðtal við Gunnlaug Jónsson eftir tap sinna manna fyrir Víking. Hann gat verið stoltur þrátt fyrir tap en gat ekki leyft sér að brjálast yfir dómgæslunni. KR tapaði 3-2 fyrir Víking í 11. umferð Bestu deildar karla. „Auðvitað eru þetta blendnar tilfinningar þegar þú tapar leik sem mér fannst við vera töluvert betri aðilinn í. Ég verða að vera heiðarlegur með það þegar ég set mín gleraugu á þetta“, sagði Óskar þegar hann var beðinn um að meta leikinn. „Mér fannst við vera frábærir að mörgu leyti. Það vantaði örlítið upp á síðustu sendinguna, nákvæmnina þar, en ég er rosalega stoltur af liðinu. Hvernig við nálguðumst þennan leik og hvernig við komum inn í hann. Ég hef spilað marga leiki hérna á þessum velli. Við höfum unnið og við höfum tapað en ég hef aldrei farið af vellinum með jafn góða tilfinningu fyrir að liðið mitt hafi verið að spila. Liðið mitt sem voru trúir því sem við stöndum fyrir.“ Það varð að spyrja Óskar út í vítaspyrnudóminn þegar KR fékk víti. Karl Friðleifur varði þá með hendi og var þjálfarinn beðinn um sitt mat á þessu atviki. „Það horfir bara þannig við mér að þetta er bara víti og rautt. Þeirra útskýring er sú að Ingvar Jónsson hafi verið fyrir aftan Karl og hefði getað varið skotið og þá hafi þetta bara verið gult. Þá er Karl ekki síðasti maður eða eitthvað svoleiðis. Ég hef ekki heyrt um þessa reglu en ég skal svo sem viðurkenna það að ég hef ekki lús lesið knattspyrnulögin upp á síðkastið. Það má vel vera að þeir hafi laumð þessari reglu inn í einhverri reglugerðarbreytingu á síðustu árum en ég hef ekki heyrt um þetta.“ „Ég get samt ekki staðið hér og dregið Jóhann og hans menn í efa. Þeir sjá þetta svona og dæma þetta svona og halda að þetta sé rétt og þá bara verður það að vera þannig þangað til einhver annar segir mér að þetta sé ekki rétt. Það er samt voða lítið sem ég get gert við þær upplýsingar og ég gat ekki farið að tryllast í leiknum en það hefði ekki verið mikið gagn fyrir mína menn að ég hafði verið trylltur í einhverjar 20 mínútur yfir rauðu spjaldi eða ekki.“ KR Besta deild karla Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjá meira
„Auðvitað eru þetta blendnar tilfinningar þegar þú tapar leik sem mér fannst við vera töluvert betri aðilinn í. Ég verða að vera heiðarlegur með það þegar ég set mín gleraugu á þetta“, sagði Óskar þegar hann var beðinn um að meta leikinn. „Mér fannst við vera frábærir að mörgu leyti. Það vantaði örlítið upp á síðustu sendinguna, nákvæmnina þar, en ég er rosalega stoltur af liðinu. Hvernig við nálguðumst þennan leik og hvernig við komum inn í hann. Ég hef spilað marga leiki hérna á þessum velli. Við höfum unnið og við höfum tapað en ég hef aldrei farið af vellinum með jafn góða tilfinningu fyrir að liðið mitt hafi verið að spila. Liðið mitt sem voru trúir því sem við stöndum fyrir.“ Það varð að spyrja Óskar út í vítaspyrnudóminn þegar KR fékk víti. Karl Friðleifur varði þá með hendi og var þjálfarinn beðinn um sitt mat á þessu atviki. „Það horfir bara þannig við mér að þetta er bara víti og rautt. Þeirra útskýring er sú að Ingvar Jónsson hafi verið fyrir aftan Karl og hefði getað varið skotið og þá hafi þetta bara verið gult. Þá er Karl ekki síðasti maður eða eitthvað svoleiðis. Ég hef ekki heyrt um þessa reglu en ég skal svo sem viðurkenna það að ég hef ekki lús lesið knattspyrnulögin upp á síðkastið. Það má vel vera að þeir hafi laumð þessari reglu inn í einhverri reglugerðarbreytingu á síðustu árum en ég hef ekki heyrt um þetta.“ „Ég get samt ekki staðið hér og dregið Jóhann og hans menn í efa. Þeir sjá þetta svona og dæma þetta svona og halda að þetta sé rétt og þá bara verður það að vera þannig þangað til einhver annar segir mér að þetta sé ekki rétt. Það er samt voða lítið sem ég get gert við þær upplýsingar og ég gat ekki farið að tryllast í leiknum en það hefði ekki verið mikið gagn fyrir mína menn að ég hafði verið trylltur í einhverjar 20 mínútur yfir rauðu spjaldi eða ekki.“
KR Besta deild karla Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjá meira