Hefur leit að nýjum saksóknara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2025 13:12 Þorbjörg Sigríður segir gott að botn sé kominn í mál Helga Magnúsar. Staða vararíkissaksóknara verður brátt auglýst laus til umsóknar. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður. Greint var frá því í gær að Helgi Magnús Gunnarsson fráfarandi vararíkissaksóknari hefði hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann muni því láta af embætti. Nokkuð hefur gustað um Helga vegna tjáningar hans á opinberum vettvangi. Hann var frá störfum síðan síðasta sumar, að kröfu ríkissaksóknara. Þegar hann sneri aftur í desember fékk hann hins vegar engin verkefni og var ekki hleypt inn á tölvukerfi embættisins, þrátt fyrir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði í september síðastliðnum tekið ákvörðun um að veita honum ekki lausn frá embætti, en ríkissaksóknari hafði óskað eftir því. Viðbrögð Guðrúnar hafi flækt málið Dómsmálaráðherra segir skipta máli að tekist hafa að ljúka málinu, sem hún hafi fengið í arf frá forvera sínum. „Það er lagalega flókið og á þessu máli eru ýmsir angar. Ég reyndi að vinna þetta faglega, og af virðingu við alla aðila og öll sjónarmið. Nú liggur þetta fyrir svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Niðurstaða Guðrúnar hafi verið á skjön við röksemdarfærslu hennar. Meðal þeirra sem töldu að Guðrún hefði átt að víkja Helga úr embætti á sínum tíma var Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverand forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. „[Ákvörðun Guðrúnar] flækti málið töluvert, en ég ætla ekkert að vera að hengja mig í það, því þetta er flókið mál.“ Fær full eftirlaun Helgi Magnús, sem er 61 árs, verður á fullum eftirlaunum líkt og hann hafi unnið til sjötugs, en sá réttur hans byggir á ákvæðum laga og stjórnarskrár. „Rými ráðherrans til að hreyfa sig í málum æviskipaðra embættismanna er, samkvæmt stjórnarskrá mjög takmarkað,“ segir Þorbjörg Sigríður. Næst á dagskrá sé að auglýsa stöðu vararíkissaksóknara eins og lög kveða á um. „Dómsmálaráðherra fer auðvitað að lögum, þannig að það er þá næsta skref í þessu máli.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Helga Magnúsi í dag eða í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira
Greint var frá því í gær að Helgi Magnús Gunnarsson fráfarandi vararíkissaksóknari hefði hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann muni því láta af embætti. Nokkuð hefur gustað um Helga vegna tjáningar hans á opinberum vettvangi. Hann var frá störfum síðan síðasta sumar, að kröfu ríkissaksóknara. Þegar hann sneri aftur í desember fékk hann hins vegar engin verkefni og var ekki hleypt inn á tölvukerfi embættisins, þrátt fyrir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði í september síðastliðnum tekið ákvörðun um að veita honum ekki lausn frá embætti, en ríkissaksóknari hafði óskað eftir því. Viðbrögð Guðrúnar hafi flækt málið Dómsmálaráðherra segir skipta máli að tekist hafa að ljúka málinu, sem hún hafi fengið í arf frá forvera sínum. „Það er lagalega flókið og á þessu máli eru ýmsir angar. Ég reyndi að vinna þetta faglega, og af virðingu við alla aðila og öll sjónarmið. Nú liggur þetta fyrir svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Niðurstaða Guðrúnar hafi verið á skjön við röksemdarfærslu hennar. Meðal þeirra sem töldu að Guðrún hefði átt að víkja Helga úr embætti á sínum tíma var Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverand forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. „[Ákvörðun Guðrúnar] flækti málið töluvert, en ég ætla ekkert að vera að hengja mig í það, því þetta er flókið mál.“ Fær full eftirlaun Helgi Magnús, sem er 61 árs, verður á fullum eftirlaunum líkt og hann hafi unnið til sjötugs, en sá réttur hans byggir á ákvæðum laga og stjórnarskrár. „Rými ráðherrans til að hreyfa sig í málum æviskipaðra embættismanna er, samkvæmt stjórnarskrá mjög takmarkað,“ segir Þorbjörg Sigríður. Næst á dagskrá sé að auglýsa stöðu vararíkissaksóknara eins og lög kveða á um. „Dómsmálaráðherra fer auðvitað að lögum, þannig að það er þá næsta skref í þessu máli.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Helga Magnúsi í dag eða í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira
Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32