Man Utd var stofnað árið 1878 og fagnar því 150 ára afmæli eftir aðeins þrjú ár. Berrada vill halda upp á afmælið með því að koma félaginu aftur á toppinn í enskum fótbolta og að bæði karla- og kvennalið félagsins verði Englandsmeistari í tilefni stórafmælisins.
Berrada kynnti þessar háleitu hugmyndir sínar, sem bera nafnið „Verkefni 150“ (e. „Project 150“) fyrst fyrir starfsfólki félagsins í september á síðasta ári.

Ef háleit markmið Berrada eiga að ganga eftir þarf ýmislegt þó að batna hjá Man Utd. Í það minnsta hjá karlaliði félagsins.
Rauðu djöflarnir enduðu í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, sem er þeirra versti árangur í deildarkeppni síðan tímabilið 1973-1974.
Kvennalið félagsins er mun nær því að ná þessu markmiði Berrada, en liðið hafnaði í þriðja sæti ensku Ofurdeildarinnar á síðasta tímabili. Stelpurnar í rauða hluta Manchester-borgar enduðu þó 16 stigum á eftir ósigruðu Chelsea-liði sem hefur nú unnið deildina þrjú ár í röð.