Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar voru á því að Þróttarinn Þórdís Elva Ágústsdóttir hafi verið besti leikmaður fyrri umferðarinnar.
Þórdís Elva kom heim úr atvinnumennsku og fór í Þrótt. Hún er með þrjú mörk og eina stoðsendingu í fyrstu níu leikjum tímabilsins, hefur verið mikil orkubolti á miðju liðsins og Þróttaraliðið er í titilbaráttunni.
Besti þjálfarinn var valinn Guðni Eiríksson, þjálfari FH. FH-konur hafa komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu sinni en liðið er með 22 stig á toppnum ásamt Breiðabliki og Þrótti.
Þórdís Elva er að sjálfsögðu í úrvalsliðinu en leikmennirnir í því koma úr fjórum félögum eða Þrótti (4), Breiðabliki (4), FH (2) og Þór/KA . Það má sjá úrvalsliðið hér fyrir neðan.
