Jón Daði þakkar fyrir sig og flytur heim til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 11:35 Jón Daði Böðvarsson virðist hafa spilað sinn síðasta leik í enska boltanum. Getty/James Baylis Fótboltamaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur nú tekið endanlega ákvörðun um það að flytja með fjölskyldu sinni heim til Íslands eftir hartnær áratug í enska boltanum. Jón Daði virðist því hafa lokið sínum atvinnumannaferli erlendis en það gerði hann með liði Burton Albion sem hann spilaði með síðasta hálfa árið. Í kveðju til stuðningsmanna Burton kveðst Selfyssingurinn hafa viljað ljúka tíma sínum á Englandi á góðum nótum og það tókst því Jón Daði skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Burton. Ekkert annað en fall virtist blasa við liðinu þegar Jón Daði kom en á endanum hélt Burton sér í ensku C-deildinni, stigi frá fallsæti. Jón Daði lék áður með Wrexham, Bolton, Millwall, Reading og Wolves á Englandi, eftir að hafa spilað með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi en hann hóf meistaraflokksferil sinn heima á Selfossi. Ljóst er að Jón Daði, sem er 33 ára og á að baki 64 A-landsleiki, ætlar að halda áfram að spila fótbolta en nú á Íslandi. Í kveðju sinni skrifar hann: „Takk Burton Albion fyrir stuttan en samt eftirminnilegan tíma. Það var alltaf sú hugsun í höfðinu á mér að áður en ég flytti endanlega heim þá myndi ég geta kvatt með jákvæðum hætti hvað fótboltann varðar, og ég vona að mér hafi tekist það á einhvern hátt. Þótt ég hefði viljað vera áfram þá tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig og fjölskyldu mína að flytja heim til Íslands, eftir að hafa búið í næstum 10 ár í Englandi og alls 13 ár erlendis. Ég vona að þið skiljið ákvörðun mína. Ferðalag mitt mun halda áfram, bara ekki lengur erlendis.“ Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Jón Daði virðist því hafa lokið sínum atvinnumannaferli erlendis en það gerði hann með liði Burton Albion sem hann spilaði með síðasta hálfa árið. Í kveðju til stuðningsmanna Burton kveðst Selfyssingurinn hafa viljað ljúka tíma sínum á Englandi á góðum nótum og það tókst því Jón Daði skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Burton. Ekkert annað en fall virtist blasa við liðinu þegar Jón Daði kom en á endanum hélt Burton sér í ensku C-deildinni, stigi frá fallsæti. Jón Daði lék áður með Wrexham, Bolton, Millwall, Reading og Wolves á Englandi, eftir að hafa spilað með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi en hann hóf meistaraflokksferil sinn heima á Selfossi. Ljóst er að Jón Daði, sem er 33 ára og á að baki 64 A-landsleiki, ætlar að halda áfram að spila fótbolta en nú á Íslandi. Í kveðju sinni skrifar hann: „Takk Burton Albion fyrir stuttan en samt eftirminnilegan tíma. Það var alltaf sú hugsun í höfðinu á mér að áður en ég flytti endanlega heim þá myndi ég geta kvatt með jákvæðum hætti hvað fótboltann varðar, og ég vona að mér hafi tekist það á einhvern hátt. Þótt ég hefði viljað vera áfram þá tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig og fjölskyldu mína að flytja heim til Íslands, eftir að hafa búið í næstum 10 ár í Englandi og alls 13 ár erlendis. Ég vona að þið skiljið ákvörðun mína. Ferðalag mitt mun halda áfram, bara ekki lengur erlendis.“
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira