Í tilkynningu frá lögreglunni segir að kviknað hafi í bíl sem notaður var við málningarvinnu á Norðanfjarðarvegi. Töluvert sé af olíu í bílnum og sé verið að tæma hann.
Ekki er vitað hvenær hægt verður að opna veginn en tilkynningin barst klukkna 17:38 og var þá búist við því að lokunin yrði í allavega klukkutíma í viðbót.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að eldur kviknaði í bíl við gangamunnan. Á ljósmynd sem barst fréttastofu sést að bíllinn er rétt fyrir utan göngin Norðfjarðarmegin. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða vegamálningabíl verktaka á vegum Vegagerðarinnar.
Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Fréttin hefur verið uppfærð.