Hvorki „allt lokað“ né „allt opið“ Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 18. júní 2025 20:04 Það er dálítið sérstakt en í senn lýsandi fyrir þá stefnu sem ný ríkisstjórn hefur markað, að tveir hópar sem ekki gætu verið ólíkari í hugsjón og málflutningi skuli sameinast í mótmælum gegn sömu ríkisstjórn. Annar kallar eftir því að landið verði meira og minna lokað; hinn vill að það verði opnað algjörlega. Þarna standa þeir, hvor sínum megin við skynsemina: annars vegar „Ísland, þvert á flokka“, sem kallar eftir harðari aðgerðum gegn innflytjendum, takmörkuðum búsetuúrræðum fyrir útlendinga og hertri landamæravörslu, og hins vegar No Borders, sem vill í raun afnema öll mörk, siðferðileg, stjórnsýsluleg og landfræðileg í nafni óhefts flæðis fólks. Það sem er bæði áhugavert og áhyggjuefni er hversu báðir hópar tala af yfirvegunarlausri fullvissu, eins og þeirra skoðun sé ekki bara sú eina rétta heldur sú eina sem má ræða. Hvorugur virðist þola gagnrýni eða venjulega umræðu sem dregur í efa forsendur málstaðarins. Báðir afneita þeir þeim vanda sem blasir við: við búum í flóknu samfélagi þar sem jafnvægi milli mannúðar og ábyrgðar er ekki valkostur heldur nauðsyn. Það jafnvægi er hvorki merki um veikleika né málamiðlun, heldur forsenda réttláts samfélags sem stendur af sér bæði innri þrýsting og ytri áskoranir. Hópurinn Ísland, þvert á flokka, reynir að stílisera ótta í orðræðu um þjóðaröryggi og forgangsröðun. Það væri ekkert athugavert við slíkt, ef staðreyndir styddu þá frásögn. En það gera þær ekki. Þeir tala um menningarvernd eins og íslenskt samfélag sé svo brothætt að það hrynji við tilvist fólks af öðrum uppruna. Þeir varpa upp hugmyndum um að Ísland sé að fyllast af fólki sem einungis komi hingað til að misnota kerfið, en engin haldbær gögn styðja þá alhæfingu. Vissulega má finna einstök dæmi um kerfisbrot, en þau finnast í öllum málaflokkum og réttlæta hvorki útilokun né útskúfun. Þegar fólk lýsir heilu trúarhópunum sem öryggisógn og vísar í samsæriskenningar sem eiga rætur í öfgahyggju, þá hefur umræðan farið út fyrir ramma siðferðilegrar ábyrgðar og yfir á svið þar sem rök og staðreyndir eru undirskipuð tilfinningalegri hræðslu. No Borders stendur því miður ekki betur. Sá hópur, sem boðar opið Ísland án skilyrða, virðist jafnframt hafna því alfarið að ræða hversu mikilvæg kerfi samfélagsins eru – og hvernig þau haldast uppi. Það eru engin svör við spurningunum: Hvernig munu þjónustukerfin halda? Hvernig eiga sveitarfélög að ráða við þessi verkefni? Hvernig á húsnæðiskerfið að mæta aukinni aðsókn án þess að það komi niður á þeim sem þegar búa hér? Að halda því fram að allar reglur og mörk séu kúgun í dulargervi er ekki siðferðileg yfirburðastaða. Það er einföldun sem dregur úr getu okkar til að hugsa í lausnum og ábyrgu skipulagi. Í þessu suði ólíkra kröfuhópa hefur svo birst tillaga sem tekur öfgarnar alla leið: krafa þess efnis að utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, verði kærð fyrir landráð – fyrir það eitt að leggja fram frumvarp um innleiðingu Bókunar 35. Samtökin Þjóðfrelsi halda því fram að stjórnin sé að framselja landið til Brussel gegn viðskiptalegum ábata. Slík framsetning án stoðar í lögfræði, stjórnskipun eða staðreyndum og er ekki bara undarleg heldur er hún hættuleg. Bókun 35 snýst ekki um framsal valds. Hún snýst um réttaröryggi. Þegar EES-regla og íslensk lög rekast á, ber dómstólum að meta hvort skuli gilda. Það hefur alltaf verið þannig. Bókunin tryggir að íslenskir dómstólar geti leitað samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar sem Alþingi hefur þegar samþykkt með lögum. Það felur ekki í sér neitt framsal, enga sjálfstæð ákvarðanatöku ESB gagnvart íslenskum lögum heldur eykur skýrleika í lagalegri túlkun á því sem Ísland hefur þegar samþykkt sem aðili að EES. Að halda öðru fram er annaðhvort vísvitandi blekking eða algjör misskilningur;líklega bæði. Þegar einhver fer fram á að kjörinn ráðherra verði dreginn fyrir dóm fyrir að fylgja skuldbindingum sem Alþingi hefur samþykkt, þá höfum við stigið út úr heimi pólitískrar gagnrýni og inn í sviðsmynd þjóðernisofstækis. Slík kröfugerð er ekki í þágu lýðræðis. Hún er árás á það. Það er vissulega ekki í fyrsta skipti sem málefnalaus hræðsluáróður nær athygli en við megum ekki láta hann stýra stefnumótun. Við verðum að standa föst í þeirri trú að réttlát stefna í útlendingamálum krefst þess að við tökum bæði tillit til þeirra sem sækja um vernd og þeirra sem þegar búa hér. Það er ekkert veiklynd við þá afstöðu. Hún krefst meiri greiningar, meiri útsjónarsemi og meiri hugrekkis en hvorki „allt lokað“ né „allt opið“ nálgunin býður upp á. Þegar öfgarnar ráða ferðinni verður skynsemin að hækka róminn. Og stundum þarf hún að vera óumbeðin og skýr: Nei, það er ekki landráð að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sem Alþingi hefur samþykkt. Nei, það er ekki mannúð að afnema öll mörk án þess að spyrja hvernig þjónustukerfi samfélagsins eigi að bera slíkt. Og nei, þetta er ekki bardagi milli góðs og ills heldur milli þeirra sem vilja stjórna með ábyrgð og þeirra sem forðast öll skoðanaskipti sem ógna eigin fyrirfram mótuðum hugmyndum. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er dálítið sérstakt en í senn lýsandi fyrir þá stefnu sem ný ríkisstjórn hefur markað, að tveir hópar sem ekki gætu verið ólíkari í hugsjón og málflutningi skuli sameinast í mótmælum gegn sömu ríkisstjórn. Annar kallar eftir því að landið verði meira og minna lokað; hinn vill að það verði opnað algjörlega. Þarna standa þeir, hvor sínum megin við skynsemina: annars vegar „Ísland, þvert á flokka“, sem kallar eftir harðari aðgerðum gegn innflytjendum, takmörkuðum búsetuúrræðum fyrir útlendinga og hertri landamæravörslu, og hins vegar No Borders, sem vill í raun afnema öll mörk, siðferðileg, stjórnsýsluleg og landfræðileg í nafni óhefts flæðis fólks. Það sem er bæði áhugavert og áhyggjuefni er hversu báðir hópar tala af yfirvegunarlausri fullvissu, eins og þeirra skoðun sé ekki bara sú eina rétta heldur sú eina sem má ræða. Hvorugur virðist þola gagnrýni eða venjulega umræðu sem dregur í efa forsendur málstaðarins. Báðir afneita þeir þeim vanda sem blasir við: við búum í flóknu samfélagi þar sem jafnvægi milli mannúðar og ábyrgðar er ekki valkostur heldur nauðsyn. Það jafnvægi er hvorki merki um veikleika né málamiðlun, heldur forsenda réttláts samfélags sem stendur af sér bæði innri þrýsting og ytri áskoranir. Hópurinn Ísland, þvert á flokka, reynir að stílisera ótta í orðræðu um þjóðaröryggi og forgangsröðun. Það væri ekkert athugavert við slíkt, ef staðreyndir styddu þá frásögn. En það gera þær ekki. Þeir tala um menningarvernd eins og íslenskt samfélag sé svo brothætt að það hrynji við tilvist fólks af öðrum uppruna. Þeir varpa upp hugmyndum um að Ísland sé að fyllast af fólki sem einungis komi hingað til að misnota kerfið, en engin haldbær gögn styðja þá alhæfingu. Vissulega má finna einstök dæmi um kerfisbrot, en þau finnast í öllum málaflokkum og réttlæta hvorki útilokun né útskúfun. Þegar fólk lýsir heilu trúarhópunum sem öryggisógn og vísar í samsæriskenningar sem eiga rætur í öfgahyggju, þá hefur umræðan farið út fyrir ramma siðferðilegrar ábyrgðar og yfir á svið þar sem rök og staðreyndir eru undirskipuð tilfinningalegri hræðslu. No Borders stendur því miður ekki betur. Sá hópur, sem boðar opið Ísland án skilyrða, virðist jafnframt hafna því alfarið að ræða hversu mikilvæg kerfi samfélagsins eru – og hvernig þau haldast uppi. Það eru engin svör við spurningunum: Hvernig munu þjónustukerfin halda? Hvernig eiga sveitarfélög að ráða við þessi verkefni? Hvernig á húsnæðiskerfið að mæta aukinni aðsókn án þess að það komi niður á þeim sem þegar búa hér? Að halda því fram að allar reglur og mörk séu kúgun í dulargervi er ekki siðferðileg yfirburðastaða. Það er einföldun sem dregur úr getu okkar til að hugsa í lausnum og ábyrgu skipulagi. Í þessu suði ólíkra kröfuhópa hefur svo birst tillaga sem tekur öfgarnar alla leið: krafa þess efnis að utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, verði kærð fyrir landráð – fyrir það eitt að leggja fram frumvarp um innleiðingu Bókunar 35. Samtökin Þjóðfrelsi halda því fram að stjórnin sé að framselja landið til Brussel gegn viðskiptalegum ábata. Slík framsetning án stoðar í lögfræði, stjórnskipun eða staðreyndum og er ekki bara undarleg heldur er hún hættuleg. Bókun 35 snýst ekki um framsal valds. Hún snýst um réttaröryggi. Þegar EES-regla og íslensk lög rekast á, ber dómstólum að meta hvort skuli gilda. Það hefur alltaf verið þannig. Bókunin tryggir að íslenskir dómstólar geti leitað samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar sem Alþingi hefur þegar samþykkt með lögum. Það felur ekki í sér neitt framsal, enga sjálfstæð ákvarðanatöku ESB gagnvart íslenskum lögum heldur eykur skýrleika í lagalegri túlkun á því sem Ísland hefur þegar samþykkt sem aðili að EES. Að halda öðru fram er annaðhvort vísvitandi blekking eða algjör misskilningur;líklega bæði. Þegar einhver fer fram á að kjörinn ráðherra verði dreginn fyrir dóm fyrir að fylgja skuldbindingum sem Alþingi hefur samþykkt, þá höfum við stigið út úr heimi pólitískrar gagnrýni og inn í sviðsmynd þjóðernisofstækis. Slík kröfugerð er ekki í þágu lýðræðis. Hún er árás á það. Það er vissulega ekki í fyrsta skipti sem málefnalaus hræðsluáróður nær athygli en við megum ekki láta hann stýra stefnumótun. Við verðum að standa föst í þeirri trú að réttlát stefna í útlendingamálum krefst þess að við tökum bæði tillit til þeirra sem sækja um vernd og þeirra sem þegar búa hér. Það er ekkert veiklynd við þá afstöðu. Hún krefst meiri greiningar, meiri útsjónarsemi og meiri hugrekkis en hvorki „allt lokað“ né „allt opið“ nálgunin býður upp á. Þegar öfgarnar ráða ferðinni verður skynsemin að hækka róminn. Og stundum þarf hún að vera óumbeðin og skýr: Nei, það er ekki landráð að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sem Alþingi hefur samþykkt. Nei, það er ekki mannúð að afnema öll mörk án þess að spyrja hvernig þjónustukerfi samfélagsins eigi að bera slíkt. Og nei, þetta er ekki bardagi milli góðs og ills heldur milli þeirra sem vilja stjórna með ábyrgð og þeirra sem forðast öll skoðanaskipti sem ógna eigin fyrirfram mótuðum hugmyndum. Höfundur er háskólanemi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun