Morten er 28 ára gamall, örvhentur og getur spilað bæði hægri skyttustöðuna og hægra horn. Hann hefur verið í stóru hlutverki hjá Fjellhammer liðinu sem hann kemur frá.
Fjellhammer endaði síðasta tímabil í 10. sæti af 14 liðum í efstu deild Noregs.
„Það er ljóst að koma Mortens mun styrkja vel við okkar lið sem verður að mestu byggt upp af ungum KA strákum og er það von okkar að Morten muni aðstoða okkur í þróun þeirra auk þess að taka mikla ábyrgð í spili liðsins. Við erum afar spennt fyrir komu hans norður og væntum mikils af þessum öfluga kappa,“ er skrifað í fréttatilkynningu KA.