Söng bandaríska þjóðsönginn á spænsku fyrir Dodgers leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 12:36 Nezza sést hér eftir að hún söng bandaríska þjóðsönginn á spænsku. Getty/ Kevork Djansezian Rómanska söngkonan Nezza hristi vel upp í hlutunum á hafnaboltaleik í Los Angeles á dögunum. Eins og vaninn er fyrir alla leiki í stóru atvinnumannadeildunum þá er bandaríski þjóðsöngurinn sunginn fyrir alla leiki. Nezza var fengin til að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir leik Los Angeles Dodgers og San Francisco Giants á Dodger Stadium í MLB hafnaboltadeildinni um helgina. Nezza kom öllum á óvart með því að syngja þjóðsönginn á spænsku en ekki á ensku. Hún flutti allan „The Star-Spangled Banner“ þjóðsönginn en notaði spænska þýðingu á honum. Nezza sagðist vera mjög stolt af því sem hún gerði og sér ekki eftir neinu. Forráðamenn Los Angeles Dodgers hafa verið gagnrýndir fyrir að styðja lítið við bakið á innflytjendum sem standa í ströngu í Kaliforníu þessar vikurnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er í herferð gegn innflytjendum og með sérsveit sem leitar uppi þá sem hafa komið ólöglega inn í landið. Nezza Says Dodgers Told Her She’s No Longer ‘Welcome’ After Singing National Anthem in Spanish https://t.co/W79wPTMjEq— billboard latin (@billboardlatin) June 18, 2025 Þar er engum sýnd miskunn og kappið svo mikið að fullgildir bandarískir borgarar eru stundum gripnir í leiðinni. „Þetta var tækifærið mitt til að sýna öllum að ég stend með þeim og við höfum rödd í öllu því sem er að gerast. Ég er rosalega stolt og það er engin eftirsjá af minni hálfu,“ sagði hin þrítuga Nezza við Associated Press. Nezza ákvað það ekki hvort hún myndi syngja þjóðsönginn á ensku eða spænsku fyrr en hún labbaði út á völlinn til að syngja. Hún söng „El Pendón Estrellado“ sem er opinbera þýðingin á „The Star-Spangled Banner“. „Þetta var bara mín leið til að sýna hvað það er mikil kraftur í rómanska samfélaginu í Los Angeles. Við verðum að láta í okkur heyra,“ sagði Nezza. Forráðmenn Los Angeles Dodgers hafa tilkynnt henni að hún er ekki lengur velkomin á leiki liðsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-edgZe1x6xc">watch on YouTube</a> Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
Eins og vaninn er fyrir alla leiki í stóru atvinnumannadeildunum þá er bandaríski þjóðsöngurinn sunginn fyrir alla leiki. Nezza var fengin til að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir leik Los Angeles Dodgers og San Francisco Giants á Dodger Stadium í MLB hafnaboltadeildinni um helgina. Nezza kom öllum á óvart með því að syngja þjóðsönginn á spænsku en ekki á ensku. Hún flutti allan „The Star-Spangled Banner“ þjóðsönginn en notaði spænska þýðingu á honum. Nezza sagðist vera mjög stolt af því sem hún gerði og sér ekki eftir neinu. Forráðamenn Los Angeles Dodgers hafa verið gagnrýndir fyrir að styðja lítið við bakið á innflytjendum sem standa í ströngu í Kaliforníu þessar vikurnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er í herferð gegn innflytjendum og með sérsveit sem leitar uppi þá sem hafa komið ólöglega inn í landið. Nezza Says Dodgers Told Her She’s No Longer ‘Welcome’ After Singing National Anthem in Spanish https://t.co/W79wPTMjEq— billboard latin (@billboardlatin) June 18, 2025 Þar er engum sýnd miskunn og kappið svo mikið að fullgildir bandarískir borgarar eru stundum gripnir í leiðinni. „Þetta var tækifærið mitt til að sýna öllum að ég stend með þeim og við höfum rödd í öllu því sem er að gerast. Ég er rosalega stolt og það er engin eftirsjá af minni hálfu,“ sagði hin þrítuga Nezza við Associated Press. Nezza ákvað það ekki hvort hún myndi syngja þjóðsönginn á ensku eða spænsku fyrr en hún labbaði út á völlinn til að syngja. Hún söng „El Pendón Estrellado“ sem er opinbera þýðingin á „The Star-Spangled Banner“. „Þetta var bara mín leið til að sýna hvað það er mikil kraftur í rómanska samfélaginu í Los Angeles. Við verðum að láta í okkur heyra,“ sagði Nezza. Forráðmenn Los Angeles Dodgers hafa tilkynnt henni að hún er ekki lengur velkomin á leiki liðsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-edgZe1x6xc">watch on YouTube</a>
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira