Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 11:00 Declan Rice hjá Arsenal svekkir sig eftir að færi fór forgörðum hjá Arsenal mönnum í leik Manchester United og Arsenal á Old Trafford í mars. Liðin mætast á sama stað í fyrstu umferðinni í haust. Getty/Michael Regan Liðin í ensku úrvalsdeildinni fengu að sjá leikjadagskrá næsta tímabils í gær og Sky Sports skoðaði þá nánar hvaða lið eiga erfiðustu og auðveldustu byrjunina á komandi tímabili. Sky Sports reiknaði þetta allt saman út frá meðalsæti mótherja liðanna í deildinni á síðustu leiktíð. Arsenal og Manchester United mætast í fyrstu umferðinni og þau eru líka þau tvö lið sem eiga erfiðustu byrjunina á 2025-26 tímabilinu. Mótherjar þeirra í fyrstu sex leikjum enduðu að meðaltali í sæti 8,67. United mætir ekki Englandsmeisturum Liverpool en spilar aftur á móti við liðin sem enduðu í öðru til fjórða sæti, eða Arsenal, Manchester City og Chelsea. Arsenal byrjar á móti Manchester United eins og áður sagði en mætir síðan Liverpool í þriðju umferð, Manchester City í fimmtu umferð og Newcastle í sjöttu umferð. Ekkert annað lið er með mótherja að meðaltali undir níunda sæti en Newcastle er með þriðju erfiðustu byrjunina því andstæðingar liðsins enduðu að meðaltali í sæti 9,17. Auðveldustu byrjunina samkvæmt sömu útreiknum á lið Nottingham Forest en mótherjar þeirra í fyrstu sex leikjunum enduðu að meðaltali í fjórtánda sæti. Forest mætir reyndar Arsenal í fjórðu umferð en allir aðrir mótherjar liðsins enduðu í tíunda sæti eða neðar þar af eru tveir af nýliðum deildarinnar. Manchester City (13,33) á næstauðveldustu byrjunina en svo koma lið West Ham (12,83) og Aston Villa (12,50). City spilar við bæði Arsenal (2. sæti) og Brighton (varð í 8. sæti) en hinir andstæðingar liðsins í fyrstu sex leikjunum urðu í fimmtánda sæti eða neðar. Englandsmeistarar Liverpool eiga fjórtándu erfiðustu byrjunina en mótherja liðsins í fyrstu sex leikjunum enduðu að meðaltali í sæti 10,50. Það má sjá hversu erfiða byrjun liðin eiga með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Sky Sports reiknaði þetta allt saman út frá meðalsæti mótherja liðanna í deildinni á síðustu leiktíð. Arsenal og Manchester United mætast í fyrstu umferðinni og þau eru líka þau tvö lið sem eiga erfiðustu byrjunina á 2025-26 tímabilinu. Mótherjar þeirra í fyrstu sex leikjum enduðu að meðaltali í sæti 8,67. United mætir ekki Englandsmeisturum Liverpool en spilar aftur á móti við liðin sem enduðu í öðru til fjórða sæti, eða Arsenal, Manchester City og Chelsea. Arsenal byrjar á móti Manchester United eins og áður sagði en mætir síðan Liverpool í þriðju umferð, Manchester City í fimmtu umferð og Newcastle í sjöttu umferð. Ekkert annað lið er með mótherja að meðaltali undir níunda sæti en Newcastle er með þriðju erfiðustu byrjunina því andstæðingar liðsins enduðu að meðaltali í sæti 9,17. Auðveldustu byrjunina samkvæmt sömu útreiknum á lið Nottingham Forest en mótherjar þeirra í fyrstu sex leikjunum enduðu að meðaltali í fjórtánda sæti. Forest mætir reyndar Arsenal í fjórðu umferð en allir aðrir mótherjar liðsins enduðu í tíunda sæti eða neðar þar af eru tveir af nýliðum deildarinnar. Manchester City (13,33) á næstauðveldustu byrjunina en svo koma lið West Ham (12,83) og Aston Villa (12,50). City spilar við bæði Arsenal (2. sæti) og Brighton (varð í 8. sæti) en hinir andstæðingar liðsins í fyrstu sex leikjunum urðu í fimmtánda sæti eða neðar. Englandsmeistarar Liverpool eiga fjórtándu erfiðustu byrjunina en mótherja liðsins í fyrstu sex leikjunum enduðu að meðaltali í sæti 10,50. Það má sjá hversu erfiða byrjun liðin eiga með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira