Sky Sports reiknaði þetta allt saman út frá meðalsæti mótherja liðanna í deildinni á síðustu leiktíð.
Arsenal og Manchester United mætast í fyrstu umferðinni og þau eru líka þau tvö lið sem eiga erfiðustu byrjunina á 2025-26 tímabilinu.
Mótherjar þeirra í fyrstu sex leikjum enduðu að meðaltali í sæti 8,67.
United mætir ekki Englandsmeisturum Liverpool en spilar aftur á móti við liðin sem enduðu í öðru til fjórða sæti, eða Arsenal, Manchester City og Chelsea.
Arsenal byrjar á móti Manchester United eins og áður sagði en mætir síðan Liverpool í þriðju umferð, Manchester City í fimmtu umferð og Newcastle í sjöttu umferð.
Ekkert annað lið er með mótherja að meðaltali undir níunda sæti en Newcastle er með þriðju erfiðustu byrjunina því andstæðingar liðsins enduðu að meðaltali í sæti 9,17.
Auðveldustu byrjunina samkvæmt sömu útreiknum á lið Nottingham Forest en mótherjar þeirra í fyrstu sex leikjunum enduðu að meðaltali í fjórtánda sæti.
Forest mætir reyndar Arsenal í fjórðu umferð en allir aðrir mótherjar liðsins enduðu í tíunda sæti eða neðar þar af eru tveir af nýliðum deildarinnar.
Manchester City (13,33) á næstauðveldustu byrjunina en svo koma lið West Ham (12,83) og Aston Villa (12,50).
City spilar við bæði Arsenal (2. sæti) og Brighton (varð í 8. sæti) en hinir andstæðingar liðsins í fyrstu sex leikjunum urðu í fimmtánda sæti eða neðar.
Englandsmeistarar Liverpool eiga fjórtándu erfiðustu byrjunina en mótherja liðsins í fyrstu sex leikjunum enduðu að meðaltali í sæti 10,50.
Það má sjá hversu erfiða byrjun liðin eiga með því að fletta hér fyrir neðan.