Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 09:43 Íslensku strákarnir urðu að sætta sig við afar svekkjandi jafntefli í dag. IHF Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta lék í dag sinn annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Póllandi og varð að sætta sig við jafntefli, 35-35, gegn frændum okkar frá Færeyjum. Eftir að Færeyingar höfðu haft yfirhöndina mestallan leikinn tókst íslensku strákunum með mikilli þrautseigju að komast yfir á lokakaflanum. Það var ekki síst vegna algjörs stórleiks Eyjamannsins Elmars Erlingssonar sem endaði á að skora sautján mörk í dag. Þá átti Breki Hrafn Árnason afar mikilvægar markvörslur á lokakaflanum. Íslendingar voru 35-34 yfir og með boltann á lokamínútunni. Þeir reyndu að spila út leiktímann en Birkir Snær Steinsson átti svo skot framhjá þegar um tíu sekúndur voru eftir. Færeyingar geystust fram og braut Össur Haraldsson af sér á miðjunni. Dómararnir sýndu honum rautt spjald og gáfu Færeyingum vítakast, við mikla óánægju Íslendinganna, og úr vítinu skoraði Óli Mittún jöfnunarmarkið. Óli átti stórleik fyrir Færeyjar og skoraði ellefu mörk en þó sex mörkum minna en Elmar. Verða að vinna N-Makedóníu og vona það besta Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið, ekki síst eftir óvænt tap á móti Rúmenum í fyrsta leiknum í gær en Færeyingar höfðu unnið fimm marka sigur gegn Norður-Makedóníu. Tvö lið komast upp úr riðlinum og nú er ljóst að Ísland verður að vinna Norður-Makedóníu í lokaumferðinni á morgun og treysta á að Færeyjar tapi þá gegn Rúmeníu, eða á að Norður-Makedónía vinni Rúmeníu á eftir. Leikur Íslands og Færeyja í dag var í beinni útsendingu sem horfa mátti á hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RiY6w9NOBGY">watch on YouTube</a> Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 - Ísak Steinsson, Drammen 16 - Breki Hrafn Árnason, Fram Aðrir leikmenn: 3 - Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar 5 - Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan 6 - Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur 8 - Andri Fannar Elísson , Haukum 9 - Haukur Ingi Hauksson, HK 10 - Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen 11 - Birkir Snær Steinsson, Haukum 13 - Eiður Rafn Valsson, Fram 14 - Össur Haraldsson, Haukar 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar 18 - Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur 19 - Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar 22 - Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV 32 - Bjarki Jóhannsson, Aalborg Handbold Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon. Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Eftir að Færeyingar höfðu haft yfirhöndina mestallan leikinn tókst íslensku strákunum með mikilli þrautseigju að komast yfir á lokakaflanum. Það var ekki síst vegna algjörs stórleiks Eyjamannsins Elmars Erlingssonar sem endaði á að skora sautján mörk í dag. Þá átti Breki Hrafn Árnason afar mikilvægar markvörslur á lokakaflanum. Íslendingar voru 35-34 yfir og með boltann á lokamínútunni. Þeir reyndu að spila út leiktímann en Birkir Snær Steinsson átti svo skot framhjá þegar um tíu sekúndur voru eftir. Færeyingar geystust fram og braut Össur Haraldsson af sér á miðjunni. Dómararnir sýndu honum rautt spjald og gáfu Færeyingum vítakast, við mikla óánægju Íslendinganna, og úr vítinu skoraði Óli Mittún jöfnunarmarkið. Óli átti stórleik fyrir Færeyjar og skoraði ellefu mörk en þó sex mörkum minna en Elmar. Verða að vinna N-Makedóníu og vona það besta Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið, ekki síst eftir óvænt tap á móti Rúmenum í fyrsta leiknum í gær en Færeyingar höfðu unnið fimm marka sigur gegn Norður-Makedóníu. Tvö lið komast upp úr riðlinum og nú er ljóst að Ísland verður að vinna Norður-Makedóníu í lokaumferðinni á morgun og treysta á að Færeyjar tapi þá gegn Rúmeníu, eða á að Norður-Makedónía vinni Rúmeníu á eftir. Leikur Íslands og Færeyja í dag var í beinni útsendingu sem horfa mátti á hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RiY6w9NOBGY">watch on YouTube</a> Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 - Ísak Steinsson, Drammen 16 - Breki Hrafn Árnason, Fram Aðrir leikmenn: 3 - Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar 5 - Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan 6 - Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur 8 - Andri Fannar Elísson , Haukum 9 - Haukur Ingi Hauksson, HK 10 - Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen 11 - Birkir Snær Steinsson, Haukum 13 - Eiður Rafn Valsson, Fram 14 - Össur Haraldsson, Haukar 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar 18 - Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur 19 - Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar 22 - Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV 32 - Bjarki Jóhannsson, Aalborg Handbold Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon.
Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 - Ísak Steinsson, Drammen 16 - Breki Hrafn Árnason, Fram Aðrir leikmenn: 3 - Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar 5 - Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan 6 - Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur 8 - Andri Fannar Elísson , Haukum 9 - Haukur Ingi Hauksson, HK 10 - Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen 11 - Birkir Snær Steinsson, Haukum 13 - Eiður Rafn Valsson, Fram 14 - Össur Haraldsson, Haukar 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar 18 - Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur 19 - Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar 22 - Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV 32 - Bjarki Jóhannsson, Aalborg Handbold Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon.
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni