Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2025 10:00 Frá útskrift við Harvard. EPA/CJ GUNTHER Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær (miðvikudag) segir að þeir sem sækja um vegabréfsáritun í Bandaríkjunum verði beðnir um að veita aðgang að samfélagsmiðlum sínum og að það sé skilyrði fyrir veitingu áritunar og dvalarleyfis. Samkvæmt frétt New York Times mun þetta eiga við allar umsóknir námsmanna og fræðimanna um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi í framtíðinni en lokað hefur verið á þessar umsóknir í tæpan mánuð. Til stendur að opna á þær aftur á næstunni og hefur starfsmönnum sendiráða og ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna í heiminum verið skipað að skima eftir „fjandskap í garð Bandaríkjamanna, bandarískrar menningar, stjórnvalda, stofnanna og grunngilda“. Utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um hvernig fjandskapur er skilgreindur. Í áðurnefndri tilkynningu segir þó að hver veiting vegabréfsáritunar snúi að þjóðaröryggi Bandaríkjanna og þörf sé á árvekni í þessum efnum. Tryggja þurfi að fólk sem sæki um vegabréfsáritun ætli sér ekki að skaða Bandaríkjamenn eða hagsmuni þeirra. Í hart gegn menntastofnunum Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur farið í hart gegn mörgum menntastofnunum í Bandaríkjunum en deilur ríkisstjórnarinnar við Harvard eru líklega þær sem hafa vakið mesta athygli á heimsvísu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Harvard hefur verið meinað að taka við nemendum erlendis og hefur ríkisstjórnin fryst opinberar fjárveitingar til skólans. Dómari kom þó í veg fyrir að Harvard mætti ekki taka við erlendum nemendum fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Erlendur nemendur háskóla Bandaríkjanna hafa lengi borgað stærri hluta skólagjalda og hafa þannig verið mikilvæg tekjulind fyrir skólana. Þessi nýju viðmið utanríkisráðuneytisins þykja líkleg til að draga úr vilja námsmanna og fræðimanna til að sækjast eftir námi í Bandaríkjunum. Þá segir í grein NYT að samfélagsmiðlaskoðunin hafi strax verið harðlega gagnrýnd á þeim grundvelli að hún fari gegn málfrelsi í Bandaríkjunum. Skoðuninni og óljósum viðmiðum sé ætlað að ritskoða erlenda nemendur í Bandaríkjunum og láta þá gangast einhvers konar próf varðandi stjórnmálaskoðanir þeirra. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær (miðvikudag) segir að þeir sem sækja um vegabréfsáritun í Bandaríkjunum verði beðnir um að veita aðgang að samfélagsmiðlum sínum og að það sé skilyrði fyrir veitingu áritunar og dvalarleyfis. Samkvæmt frétt New York Times mun þetta eiga við allar umsóknir námsmanna og fræðimanna um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi í framtíðinni en lokað hefur verið á þessar umsóknir í tæpan mánuð. Til stendur að opna á þær aftur á næstunni og hefur starfsmönnum sendiráða og ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna í heiminum verið skipað að skima eftir „fjandskap í garð Bandaríkjamanna, bandarískrar menningar, stjórnvalda, stofnanna og grunngilda“. Utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um hvernig fjandskapur er skilgreindur. Í áðurnefndri tilkynningu segir þó að hver veiting vegabréfsáritunar snúi að þjóðaröryggi Bandaríkjanna og þörf sé á árvekni í þessum efnum. Tryggja þurfi að fólk sem sæki um vegabréfsáritun ætli sér ekki að skaða Bandaríkjamenn eða hagsmuni þeirra. Í hart gegn menntastofnunum Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur farið í hart gegn mörgum menntastofnunum í Bandaríkjunum en deilur ríkisstjórnarinnar við Harvard eru líklega þær sem hafa vakið mesta athygli á heimsvísu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Harvard hefur verið meinað að taka við nemendum erlendis og hefur ríkisstjórnin fryst opinberar fjárveitingar til skólans. Dómari kom þó í veg fyrir að Harvard mætti ekki taka við erlendum nemendum fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Erlendur nemendur háskóla Bandaríkjanna hafa lengi borgað stærri hluta skólagjalda og hafa þannig verið mikilvæg tekjulind fyrir skólana. Þessi nýju viðmið utanríkisráðuneytisins þykja líkleg til að draga úr vilja námsmanna og fræðimanna til að sækjast eftir námi í Bandaríkjunum. Þá segir í grein NYT að samfélagsmiðlaskoðunin hafi strax verið harðlega gagnrýnd á þeim grundvelli að hún fari gegn málfrelsi í Bandaríkjunum. Skoðuninni og óljósum viðmiðum sé ætlað að ritskoða erlenda nemendur í Bandaríkjunum og láta þá gangast einhvers konar próf varðandi stjórnmálaskoðanir þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira