Hólavallagarður friðlýstur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 13:13 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,-orku- og loftslagsráðherra, undirritar friðlýsinguna. Vísir/Anton Brink Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,-orku- og loftslagsráðherra, staðfesti í dag friðlýsingu vegna Hólavallagarðs við Suðurgötu. Friðlýsingin tekur til Hólavallagarðs í heild; veggjar umhverfis garðinn, heildarskipulags hans, klukknaports, minningarmarka og ásýndar garðsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Hólavallagarður sé meðal merkustu kirkjugarða landsins, og hann endurspegli á einstakan hátt skipulagssögu og uppbyggingu kirkjugarða á 19. og 20. öld. „Skráð byggingarár garðsins er 1838 og var hann stækkaður í nokkrum áföngum sem hafði áhrif á þróun hans, m.a. skipulag grafa og gatna milli grafaraða. Í Hólavallagarði hefur varðveist eitt merkasta og heillegasta safn af minningarmörkum á Íslandi sem hafa mikið gildi fyrir listasögu, táknfræði og stílgerð.“ „Í garðinum, sem er um þrír hektarar að stærð, er auk þess að finna fjölbreyttan blóma- og trjágróður sem bera sínum samtíma vitni, auk fágætra mosa- og sveppategunda,“ segir í tilkynningunni. Hólavallagarður við Suðurgötu.Vísir/Anton Brink Jóhann Páll sagði viðeigandi að Hólavallagarður hafi verið friðlýstur á kvenréttindadeginum. „Hér hvíla merkar konur sem eiga stóran sess í sögu kvenréttindabaráttunnar á Íslandi, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Ingibjörg H. Bjarnason, Katrín Thoroddsen og áfram mætti telja. Með friðlýsingunni er einstakt gildi Hólavallagarðs á ólíkum sviðum undirstrikað.“ „Mér er því ljúft að staðfesta þessa friðlýsingu, en garðurinn er mörgum kær og með honum hefur varðveist svo margt í okkar sögu, hvort sem það tengist minningarmörkum, skipulagi, eða plöntutegundum sem margar hverjar finnast aðeins þar,” er haft eftir Jóhanni Páli ráðherra. Að lokinni friðlýsingu.Vísir/Anton Brink Fram kemur að friðlýsingin sé gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og sé í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Viðstaddir friðlýsinguna voru auk ráðherra, fulltrúar Kirkjugarða Reykjavíkur og Minjaverndar Íslands, sem friðlýsingin var unnin í góðu samráði við, sem og fulltrúar Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra landslagsarkitekta. „Friðlýsing mun ekki hafa áhrif á umhirðu og daglegan rekstur kirkjugarðsins og áfram verður heimilt að jarðsetja duftker og halda við leiðum í samráði við Kirkjugarða Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu. Á ferð um Hólavallagarð.Vísir/Anton Brink Oddur Ævar fréttamaður Sýnar ræðir við Jóhann.Vísir/Anton Brink Hægt er að lesa meira um Hólavallagarð á síðunni kirkjugardar.is Kirkjugarðar Reykjavík Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Hólavallagarður sé meðal merkustu kirkjugarða landsins, og hann endurspegli á einstakan hátt skipulagssögu og uppbyggingu kirkjugarða á 19. og 20. öld. „Skráð byggingarár garðsins er 1838 og var hann stækkaður í nokkrum áföngum sem hafði áhrif á þróun hans, m.a. skipulag grafa og gatna milli grafaraða. Í Hólavallagarði hefur varðveist eitt merkasta og heillegasta safn af minningarmörkum á Íslandi sem hafa mikið gildi fyrir listasögu, táknfræði og stílgerð.“ „Í garðinum, sem er um þrír hektarar að stærð, er auk þess að finna fjölbreyttan blóma- og trjágróður sem bera sínum samtíma vitni, auk fágætra mosa- og sveppategunda,“ segir í tilkynningunni. Hólavallagarður við Suðurgötu.Vísir/Anton Brink Jóhann Páll sagði viðeigandi að Hólavallagarður hafi verið friðlýstur á kvenréttindadeginum. „Hér hvíla merkar konur sem eiga stóran sess í sögu kvenréttindabaráttunnar á Íslandi, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Ingibjörg H. Bjarnason, Katrín Thoroddsen og áfram mætti telja. Með friðlýsingunni er einstakt gildi Hólavallagarðs á ólíkum sviðum undirstrikað.“ „Mér er því ljúft að staðfesta þessa friðlýsingu, en garðurinn er mörgum kær og með honum hefur varðveist svo margt í okkar sögu, hvort sem það tengist minningarmörkum, skipulagi, eða plöntutegundum sem margar hverjar finnast aðeins þar,” er haft eftir Jóhanni Páli ráðherra. Að lokinni friðlýsingu.Vísir/Anton Brink Fram kemur að friðlýsingin sé gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og sé í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Viðstaddir friðlýsinguna voru auk ráðherra, fulltrúar Kirkjugarða Reykjavíkur og Minjaverndar Íslands, sem friðlýsingin var unnin í góðu samráði við, sem og fulltrúar Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra landslagsarkitekta. „Friðlýsing mun ekki hafa áhrif á umhirðu og daglegan rekstur kirkjugarðsins og áfram verður heimilt að jarðsetja duftker og halda við leiðum í samráði við Kirkjugarða Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu. Á ferð um Hólavallagarð.Vísir/Anton Brink Oddur Ævar fréttamaður Sýnar ræðir við Jóhann.Vísir/Anton Brink Hægt er að lesa meira um Hólavallagarð á síðunni kirkjugardar.is
Kirkjugarðar Reykjavík Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent