„Ísland hentar okkur vel“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 16:30 Natalia Kuikka verður með Finnum á EM eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Getty/Srdjan Stevanovic Finnar hafa nú valið EM-hópinn sem fer til Sviss og mætir þar Íslandi í fyrsta leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta 2. júlí. Marko Saloranta landsliðsþjálfari Finnlands segir liðið hafa glímt við einstaklega mikið meiðslavandræði í vor og sumar en er vongóður um sigur gegn Íslandi. Það verður gríðarlega mikið undir fyrir Ísland í leiknum við Finna í Thun 2. júlí. Sigur er nánast lífsnauðsynlegur því mikilvægt er að hafa þrjú stig með í farteskinu fyrir baráttuna við Sviss og Noreg um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum. Þangað stefnir Ísland. Finnar eru aftur á móti lægst skrifaða lið riðilsins og hafa ekki unnið leik á Evrópumóti síðan á heimavelli árið 2009. Finnska liðið lék í B-deild Þjóðadeildarinnar nú í vor og endaði fyrir neðan Serbíu í sínum riðli, í baráttu um sæti í A-deild. Serbar verða einmitt mótherjar Íslands í vináttulandsleik 27. júní, áður en EM hefst. „Ísland hentar okkur vel. Við spiluðum góðan leik gegn þeim fyrir næstum tveimur árum og þær eru nánast með sama hóp núna. Noregur er öðruvísi, sennilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Breiddin þar er meiri en hjá hinum liðunum. En við getum komist áfram með tveimur sigrum,“ sagði Saloranta eftir að hafa kynnt EM-hópinn sinn í dag. Finnar unnu 2-1 sigur í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sumarið 2023. Mikið meiðslabras: „Þetta er mjög sjaldgæft“ Á meðal leikmanna í finnska hópnum sem hafa verið að glíma við meiðsli en eru samt í EM-hópnum eru varnarmaðurinn Natalia Kuikka, kantmaðurinn Emma Koivisto og framherjinn Jutta Rantala. View this post on Instagram A post shared by Helmarit (@helmaritfi) Kuikka er leikmaður Chicago Stars í Bandaríkjunum og sneri nýverið aftur til keppni eftir að hafa meiðst í landsleik geng Serbíu í febrúar. Kovistio hefur verið að gíma við kálfameiðsli en er á batavegi og ætti að geta spilað á EM, en Rantala hefur ekki spilað með liði sínu Leicester síðan síðasta haust. Þá er Elli Pikkujämsä, leikmaður Racing Louisville, meidd og missir af EM. „Staðan hefur alltaf verið að breytast. Þetta hefur verið mjög erfitt. Það er búið að vera svo mikið um meiðsli. Þetta er mjög sjaldgæft,“ sagði Saloranta í dag. „Auðvitað hefur þetta áhrif á liðið og það hefur sést í okkar spilamennsku. En ég er stoltur af leikmönnunum fyrir að leggja allt í sölurnar til að spila á háu stigi, jafnvel þó að það sé mjög erfitt að hafa sterka leikmenn utan vallar,“ sagði Saloranta. EM 2025 í Sviss Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Sjá meira
Það verður gríðarlega mikið undir fyrir Ísland í leiknum við Finna í Thun 2. júlí. Sigur er nánast lífsnauðsynlegur því mikilvægt er að hafa þrjú stig með í farteskinu fyrir baráttuna við Sviss og Noreg um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum. Þangað stefnir Ísland. Finnar eru aftur á móti lægst skrifaða lið riðilsins og hafa ekki unnið leik á Evrópumóti síðan á heimavelli árið 2009. Finnska liðið lék í B-deild Þjóðadeildarinnar nú í vor og endaði fyrir neðan Serbíu í sínum riðli, í baráttu um sæti í A-deild. Serbar verða einmitt mótherjar Íslands í vináttulandsleik 27. júní, áður en EM hefst. „Ísland hentar okkur vel. Við spiluðum góðan leik gegn þeim fyrir næstum tveimur árum og þær eru nánast með sama hóp núna. Noregur er öðruvísi, sennilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Breiddin þar er meiri en hjá hinum liðunum. En við getum komist áfram með tveimur sigrum,“ sagði Saloranta eftir að hafa kynnt EM-hópinn sinn í dag. Finnar unnu 2-1 sigur í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sumarið 2023. Mikið meiðslabras: „Þetta er mjög sjaldgæft“ Á meðal leikmanna í finnska hópnum sem hafa verið að glíma við meiðsli en eru samt í EM-hópnum eru varnarmaðurinn Natalia Kuikka, kantmaðurinn Emma Koivisto og framherjinn Jutta Rantala. View this post on Instagram A post shared by Helmarit (@helmaritfi) Kuikka er leikmaður Chicago Stars í Bandaríkjunum og sneri nýverið aftur til keppni eftir að hafa meiðst í landsleik geng Serbíu í febrúar. Kovistio hefur verið að gíma við kálfameiðsli en er á batavegi og ætti að geta spilað á EM, en Rantala hefur ekki spilað með liði sínu Leicester síðan síðasta haust. Þá er Elli Pikkujämsä, leikmaður Racing Louisville, meidd og missir af EM. „Staðan hefur alltaf verið að breytast. Þetta hefur verið mjög erfitt. Það er búið að vera svo mikið um meiðsli. Þetta er mjög sjaldgæft,“ sagði Saloranta í dag. „Auðvitað hefur þetta áhrif á liðið og það hefur sést í okkar spilamennsku. En ég er stoltur af leikmönnunum fyrir að leggja allt í sölurnar til að spila á háu stigi, jafnvel þó að það sé mjög erfitt að hafa sterka leikmenn utan vallar,“ sagði Saloranta.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn