Pacers byrjuðu leikinn illa á sínum heimavelli og voru fljótlega lentir 10-2 undir, en unnu sig strax aftur inn í leikinn og leiddu eftir fyrsta leikhlutann 28-25.
Indiana COOKING in Game 6 and Reggie Miller is loving it 🍿 pic.twitter.com/E92jTCrIcV
— ESPN (@espn) June 20, 2025
Heimamenn gáfu svo enn frekar í þegar komið var út í annan leikhluta, enduðu hálfleikinn síðan á stolnum bolta og troðslu til að stækka forystuna í 64-42 þegar flautað var til hlés.
HALI FOR THREE 🎯
— ESPN (@espn) June 20, 2025
Pacers are cooking early in Game 6 on ABC 👀 pic.twitter.com/UZqfdupQkB
Gestirnir fundu engar lausnir þegar líða fór á leikinn og leyfðu stórstjörnum liðsins að hvíla sig þegar munurinn var orðinn meiri en þrjátíu stig í fjórða leikhluta.
BEN SHEPPARD PUTS INDY UP 30 AT THE 3Q BUZZER ON ABC 🚨 pic.twitter.com/2ZBdYpzhJb
— ESPN (@espn) June 20, 2025
Lokatölur urðu síðan 109-91 í öruggum heimasigri Pacers.
Obi Toppin var stigahæsti maður Pacers með 20 stig og greip 6 fráköst að auki. Pascal Siakam átti stórleik með 16 stig og 13 fráköst. Tyrese Haliburton skoraði 14 stig og gaf 5 stoðsendingar.
Shai Gilgeous-Alexander struggled in Game 6. pic.twitter.com/NIvS7UOpPM
— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 20, 2025
Framundan er fyrsti oddaleikur í úrslitaeinvígi NBA síðan 2016 og ljóst er að OKC gæti lyft titli í fyrsta sinn síðan félagið fluttist til Oklahoma og Pacers gætu lyft fyrsta titli í sögu félagsins.