Danskur ráðherra kann ekki að meta auglýsingar Meta Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 10:28 Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna mála í Danmörku, var ekki hlátur í huga þegar hún sá auiglýsingaherferð Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Ráðherra stafrænna málefna í Danmörku segist bálreiður yfir auglýsingaherferð tæknirisans Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Fyrirtækið ætti frekar að nota digra sjóði sína til að grípa sjálft til aðgerða til að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum samfélagsmiðlanotkunar. Fjöldi Evrópuríkja hefur áhuga á að setja takmarkanir eða jafnvel banna samfélagsmiðlanotkun barna í þágu geðheilsu þeirra undanfarin misseri. Áströlsk stjórnvöld hafa þegar sett slíkar reglur. Meta, móðurfélag Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðla, hefur brugðist við með auglýsingaherferð þar sem fyrirtækið talar fyrir sameiginlegum evrópskum reglum um aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Það eigi þó ekki að vera samfélagmiðlafyrirtækjanna að bera ábyrgð á því heldur eigenda snjallforritaverslana eða jafnvel stýrikerfa snjalltækja. Auglýsingaherferðin fer þvert ofan í Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna málefna í Danmörku. Olsen segist komin með upp í kok af innantómum orðum. „Ég verð að vera hreinskilin, ég varð brjáluð þegar ég sá þessa auglýsingu. Ég vildi að þau hefðu eytt peningunum í að búa til tæknilausn á aldursstaðfestingu frekar en í auglýsingaherferð um hvað þau láta sig þetta miklu varða,“ segir Olsen. Meta sé einn auðugasta fyrirtæki í heimi og græði á tá og fingri á því að safna persónuupplýsingum bæði fullorðinna og barna. „Þau ættu að verja fénu í að verja börnin okkar frekar en að búa til auglýsingar,“ segir Olsen. Danir taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins á næstunni og stjórnvöld þar hafa þegar boðað að þau ætli að setja öryggi barna á netinu í forgang. Þróa hugbúnað til að staðfesta aldur fyrir bann í Ástralíu Áróðursherferð Meta gengur út á að það sé einfaldara að innleiða aldursstaðfestingu í snjallforritaverslunum þar sem notendur sækja samfélagsmiðlaforritin eða í stýrikerfum þar sem þá næði hún til allra samfélagsmiðla í einu, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. Eigendur útbreiddustu stýrikerfanna og forritaverslananna, Apple og Google, segja á móti að samfélagsmiðlarnir sjálfir ættu að staðfesta aldur notenda sinna. Hugmyndir Meta um aldursstaðfestingu í forritaverslunum gangi ekki upp fyrir borðtölvur og önnur tæki sem heilu fjölskyldurnar nota saman. Samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en sextán ára tekur gildi í Ástralíu seint á þessu ári. Þar hefur staðið yfir tilraunaverkefni með hugbúnað til þess að staðfesta aldur notenda. Forstjóri bresks fyrirtækis sem var falið að stjórna verkefninu segir hægt að að staðfesta aldur með áreiðanlegum hætti. Engin lausn virki þó undantekningalaust og þá sé sú hætta fyrir hendi að slíkur hugbúnaður safni of miklum persónuupplýsingum um notendur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Danmörk Meta Samfélagsmiðlar Ástralía Evrópusambandið Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja hefur áhuga á að setja takmarkanir eða jafnvel banna samfélagsmiðlanotkun barna í þágu geðheilsu þeirra undanfarin misseri. Áströlsk stjórnvöld hafa þegar sett slíkar reglur. Meta, móðurfélag Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðla, hefur brugðist við með auglýsingaherferð þar sem fyrirtækið talar fyrir sameiginlegum evrópskum reglum um aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Það eigi þó ekki að vera samfélagmiðlafyrirtækjanna að bera ábyrgð á því heldur eigenda snjallforritaverslana eða jafnvel stýrikerfa snjalltækja. Auglýsingaherferðin fer þvert ofan í Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna málefna í Danmörku. Olsen segist komin með upp í kok af innantómum orðum. „Ég verð að vera hreinskilin, ég varð brjáluð þegar ég sá þessa auglýsingu. Ég vildi að þau hefðu eytt peningunum í að búa til tæknilausn á aldursstaðfestingu frekar en í auglýsingaherferð um hvað þau láta sig þetta miklu varða,“ segir Olsen. Meta sé einn auðugasta fyrirtæki í heimi og græði á tá og fingri á því að safna persónuupplýsingum bæði fullorðinna og barna. „Þau ættu að verja fénu í að verja börnin okkar frekar en að búa til auglýsingar,“ segir Olsen. Danir taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins á næstunni og stjórnvöld þar hafa þegar boðað að þau ætli að setja öryggi barna á netinu í forgang. Þróa hugbúnað til að staðfesta aldur fyrir bann í Ástralíu Áróðursherferð Meta gengur út á að það sé einfaldara að innleiða aldursstaðfestingu í snjallforritaverslunum þar sem notendur sækja samfélagsmiðlaforritin eða í stýrikerfum þar sem þá næði hún til allra samfélagsmiðla í einu, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. Eigendur útbreiddustu stýrikerfanna og forritaverslananna, Apple og Google, segja á móti að samfélagsmiðlarnir sjálfir ættu að staðfesta aldur notenda sinna. Hugmyndir Meta um aldursstaðfestingu í forritaverslunum gangi ekki upp fyrir borðtölvur og önnur tæki sem heilu fjölskyldurnar nota saman. Samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en sextán ára tekur gildi í Ástralíu seint á þessu ári. Þar hefur staðið yfir tilraunaverkefni með hugbúnað til þess að staðfesta aldur notenda. Forstjóri bresks fyrirtækis sem var falið að stjórna verkefninu segir hægt að að staðfesta aldur með áreiðanlegum hætti. Engin lausn virki þó undantekningalaust og þá sé sú hætta fyrir hendi að slíkur hugbúnaður safni of miklum persónuupplýsingum um notendur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Danmörk Meta Samfélagsmiðlar Ástralía Evrópusambandið Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira