Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth sem virðist vera á leið til Liverpool, Dean Huijsen, miðvörður Bournemouth sem skipti nýlega til Real Madrid, og Morgan Rogers, miðjumaður Aston Villa, voru einnig tilnefndir til verðlaunanna.

Liam Delap þykir líklegur til að hreppa hnossið eftir að hafa skorað tólf mörk fyrir nýliða Ipswich í fallbaráttunni. Hann var keyptur af Chelsea eftir tímabilið.
Verðlaunin fyrir besta unga leikmanninn eru veitt af leikmannasamtökunum á Englandi, þar sem leikmenn eru tilnefndir af öðrum leikmönnum.

Einnig voru tilkynntar tilnefningar til verðlauna fyrir besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar.
Langlíklegast þykir að Mohamed Salah vinni þau verðlaun eftir að hafa orðið bæði marka- og stoðsendingahæstur allra í deildinni, á leið Liverpool að Englandsmeistaratitlinum. Salah hefur þegar verið valinn besti leikmaðurinn af blaðamönnum.
Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Alexis Mac Allister, var einnig tilnefndur. Ásamt Bruno Fernandes hjá Manchester United, Alexander Isak hjá Newcastle, Cole Palmer hjá Chelsea og Declan Rice hjá Arsenal.