Aðgerðasinninn látinn laus en Hvíta húsið hyggst brottvísa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 09:17 Khalil útskrifaðist með meistaragráðu frá háskólanum og eignaðist son meðan hann sat inni. AP Mahmoud Khalil aðgerðasinni og forsprakki mótmæla fyrir Palestínu í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur verið látinn laus eftir að hafa setið í fangelsi í þrjá mánuði. Ríkisstjórn Trump segist hafa beint spjótum sínum að „rangri manneskju“ í tengslum við mótmæli háskólanema þar í landi. Khalil var handtekinn í byrjun mars og sakaður um gyðingaandúð vegna mótmæla sem hann stóð fyrir. Til stendur að vísa honum úr landi, þrátt fyrir að hann sé með varanlegt dvalarleyfi, eða svokallað „grænt kort“. Khalil hefur höfðað mál og sagt brotið á tjáningarfrelsi sínu. Í úrskurði Michael Farbiarz héraðsdómara frá því í gær segir að Khalil sé ekki hættulegur umhverfi sínu og því sé engin ástæða til að halda honum lengur í varðhaldi. Hann verður áfram á skilorði. „Réttlæti hefur verið náð, en það tók allt of langan tíma,“ sagði Khalil við blaðamenn fyrir utan fangelsið í Louisiana í gær eftir að honum var sleppt eftir 104 daga í varðhaldi. Þá gagnrýndi hann ríkisstjórn Trump fyrir að hafa vegið að tjáningarfrelsi hans með þessum hætti. „Það ætti enginn að þurfa að sitja inni fyrir að mótmæla þjóðarmorði.“ Í yfirlýsingu vegna málsins sakaði Abigail Jackson, talskona Hvíta hússins, Khalil um svik og rógburð auk þess að skaða hagsmuni Bandaríkjanna í utanríkismálum. Þá kom fram að Michael Farbiarz dómari hefði ekki valdheimildir til að fyrirskipa að Khalil yrði látinn laus. „Við gerum ráð fyrir að úrskurðinum verði snúið við eftir áfrýjun, og hlökkum til að brottvísa Khalil úr Bandaríkjunum.“ Háskólar Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Khalil var handtekinn í byrjun mars og sakaður um gyðingaandúð vegna mótmæla sem hann stóð fyrir. Til stendur að vísa honum úr landi, þrátt fyrir að hann sé með varanlegt dvalarleyfi, eða svokallað „grænt kort“. Khalil hefur höfðað mál og sagt brotið á tjáningarfrelsi sínu. Í úrskurði Michael Farbiarz héraðsdómara frá því í gær segir að Khalil sé ekki hættulegur umhverfi sínu og því sé engin ástæða til að halda honum lengur í varðhaldi. Hann verður áfram á skilorði. „Réttlæti hefur verið náð, en það tók allt of langan tíma,“ sagði Khalil við blaðamenn fyrir utan fangelsið í Louisiana í gær eftir að honum var sleppt eftir 104 daga í varðhaldi. Þá gagnrýndi hann ríkisstjórn Trump fyrir að hafa vegið að tjáningarfrelsi hans með þessum hætti. „Það ætti enginn að þurfa að sitja inni fyrir að mótmæla þjóðarmorði.“ Í yfirlýsingu vegna málsins sakaði Abigail Jackson, talskona Hvíta hússins, Khalil um svik og rógburð auk þess að skaða hagsmuni Bandaríkjanna í utanríkismálum. Þá kom fram að Michael Farbiarz dómari hefði ekki valdheimildir til að fyrirskipa að Khalil yrði látinn laus. „Við gerum ráð fyrir að úrskurðinum verði snúið við eftir áfrýjun, og hlökkum til að brottvísa Khalil úr Bandaríkjunum.“
Háskólar Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49