Elísabet svekkt út í sjálfa sig eftir fimm marka skell fyrir EM Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 15:00 Elísabet Gunnarsdóttir tók við Belgíu í janúar. Nú styttist óðum í að hún stýri liðinu á Evrópumótinu í Sviss þar sem Ísland verður einnig meðal þátttökuþjóða. Liðin gætu mögulega mæst í 8-liða úrslitum. PA-EFE/OLIVIER MATTHYS Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur í belgíska landsliðinu í fótbolta máttu þola 5-0 skell gegn Frökkum í gærkvöld í vináttulandsleik nú þegar stutt er í að Evrópumótið hefjist í Sviss. Elísabet, eða Beta, segir að þrátt fyrir tapið stóra sé hægt að læra margt af leiknum við hið sterka lið Frakka sem Ísland tapaði einnig fyrir fyrr í þessum mánuði, í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli, 2-0. Franska liðið sé hins vegar mjög ólíkt fyrsta mótherja Belgíu á EM, Ítalíu, en liðin mætast 3. júlí. Í B-riðlinum eru einnig Spánn og Portúgal en tvö efstu liðin úr þessum riðli mæta efstu liðum A-riðils Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Lærði mikið af leiknum „Úrslitin skipta ekki máli en frammistaðan okkar gerir það. Ég lærði mikið sem þjálfari af þessum leik,“ sagði Elísabet við belgíska fjölmiðla eftir tapið í gær. „Í fyrri hálfleik virkaði varnarskipulagið okkar ekki, við vorum of passívar og það er eitthvað sem mér líkaði alls ekki að sjá. Ég held að hvað mig varðar þá verði ég að láta þetta virka miklu betur. Ég get ekki horft upp á svona frammistöðu og ég tek ábyrgð á henni,“ sagði Elísabet. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Frakkar voru 2-0 yfir í hálfleik og Elísabet gerði þá þrjár skiptingar. Þrátt fyrir að Frakkar næðu að bæta við þremur mörkum í seinni hálfleik líkaði henni betur við það sem hún sá þar: „Í seinni hálfleiknum breyttum við vörninni okkar. Við gáfum leikmönnum betri leiðbeiningar um til hvers við ætluðumst. Að sama skapi þá æfðum við aðallega það að halda betur í boltann í þessari viku, en ekki að verjast. Ég var mun ánægðari með það sem ég sá í seinni hálfleiknum því við reyndum erfiða hluti, þó að það sé auðveldara fyrir mig að sjá en ykkur. Við áttum góða spilkafla,“ sagði Elísabet. Minnst átta eins fljótar og okkar bestu Hún kvaðst ánægð með hugarfarið í sínu liði sem hefði aldrei gefist upp. Franska liðið er auðvitað eitt það besta í heimi: „Þær eru með eitt af tíu bestu liðum heims. Munurinn á að mæta Frakklandi eða öðrum liðum er að við reiðum okkur vanalega á hraða. En þær eru með að minnsta kosti átta leikmenn sem eru eins fljótir og okkar bestu. Það verður allt öðruvísi að mæta Ítalíu, við þurfum að einbeita okkur að öðrum hlutum leiksins,“ sagði Elísabet. „Ég er handviss um að við gerum betur á EM. Ég hef alveg jafnmikla trú á liðinu mínu og fyrir þennan leik. Tvær vikur eru hellingur af tíma,“ bætti hún við. Belgía á eftir að mæta Grikklandi á heimavelli næsta fimmtudag, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið. EM 2025 í Sviss Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira
Elísabet, eða Beta, segir að þrátt fyrir tapið stóra sé hægt að læra margt af leiknum við hið sterka lið Frakka sem Ísland tapaði einnig fyrir fyrr í þessum mánuði, í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli, 2-0. Franska liðið sé hins vegar mjög ólíkt fyrsta mótherja Belgíu á EM, Ítalíu, en liðin mætast 3. júlí. Í B-riðlinum eru einnig Spánn og Portúgal en tvö efstu liðin úr þessum riðli mæta efstu liðum A-riðils Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Lærði mikið af leiknum „Úrslitin skipta ekki máli en frammistaðan okkar gerir það. Ég lærði mikið sem þjálfari af þessum leik,“ sagði Elísabet við belgíska fjölmiðla eftir tapið í gær. „Í fyrri hálfleik virkaði varnarskipulagið okkar ekki, við vorum of passívar og það er eitthvað sem mér líkaði alls ekki að sjá. Ég held að hvað mig varðar þá verði ég að láta þetta virka miklu betur. Ég get ekki horft upp á svona frammistöðu og ég tek ábyrgð á henni,“ sagði Elísabet. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Frakkar voru 2-0 yfir í hálfleik og Elísabet gerði þá þrjár skiptingar. Þrátt fyrir að Frakkar næðu að bæta við þremur mörkum í seinni hálfleik líkaði henni betur við það sem hún sá þar: „Í seinni hálfleiknum breyttum við vörninni okkar. Við gáfum leikmönnum betri leiðbeiningar um til hvers við ætluðumst. Að sama skapi þá æfðum við aðallega það að halda betur í boltann í þessari viku, en ekki að verjast. Ég var mun ánægðari með það sem ég sá í seinni hálfleiknum því við reyndum erfiða hluti, þó að það sé auðveldara fyrir mig að sjá en ykkur. Við áttum góða spilkafla,“ sagði Elísabet. Minnst átta eins fljótar og okkar bestu Hún kvaðst ánægð með hugarfarið í sínu liði sem hefði aldrei gefist upp. Franska liðið er auðvitað eitt það besta í heimi: „Þær eru með eitt af tíu bestu liðum heims. Munurinn á að mæta Frakklandi eða öðrum liðum er að við reiðum okkur vanalega á hraða. En þær eru með að minnsta kosti átta leikmenn sem eru eins fljótir og okkar bestu. Það verður allt öðruvísi að mæta Ítalíu, við þurfum að einbeita okkur að öðrum hlutum leiksins,“ sagði Elísabet. „Ég er handviss um að við gerum betur á EM. Ég hef alveg jafnmikla trú á liðinu mínu og fyrir þennan leik. Tvær vikur eru hellingur af tíma,“ bætti hún við. Belgía á eftir að mæta Grikklandi á heimavelli næsta fimmtudag, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira