Hélt fætinum, stöðvaði gjaldþrot félagsins og kom því fertugur í La Liga Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 12:26 Ef gærdagurinn var ekki tilefni fyrir koss þá er aldrei tilefni. Santi Cazorla og frú fögnuðu því vel að Real Oviedo fengi sæti í efstu deild Spánar eftir langa bið. Getty/Juan Manuel Serrano Hinn fertugi Santi Cazorla, fyrrverandi miðjumaður Arsenal, átti sinn þátt í því að koma uppeldisfélagi sínu Real Oviedo upp í efstu deild Spánar í gær, eftir 24 ára bið. Óttast var að ferli Cazorla, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Spáni, væri lokið og að hann væri hreinlega heppinn að geta gengið eftir afar langvinn meiðsli fyrir átta árum. Hann meiddist í hásin og endaði á að fara í ellefu aðgerðir vegna meiðslanna, og einni aðgerðinni fylgdi sýking sem gerði að verkum að hætta var á að Cazorla myndi missa annan fótinn. Hann náði hins vegar með mikilli þrautseigju að halda ferlinum áfram, lék tvær leiktíðir með Villarreal á Spáni og svo þrjár með Al Sadd í Sádi-Arabíu áður en hann ákvað að ljúka ferlinum með Real Oviedo, félaginu sem hann kvaddi árið 2003 eftir að hafa alist þar upp. Santi Cazorla could have retired comfortably but instead chose to return to his boyhood club Real Oviedo at 38 on a minimum wage contract. Now 40, he's just helped guide them back to La Liga for the first time in 24 years, scoring in both the playoff semi-final and final 💙 pic.twitter.com/g0VVMMsgSG— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 22, 2025 Oviedo endaði í 4. sæti næstefstu deildar Spánar í vetur en komst þar með í fjögurra liða umspil. Eftir að hafa slegið út Racing Santander mætti liðið Mirandés í úrslitaeinvígi og vann Mirandés fyrri leikinn 1-0. Í seinni leiknum í gær skoraði Cazorla úr vítaspyrnu og jafnaði metin í 1-1 í þeim leik. Oviedo komst svo í 2-1 snemma í seinni hálfleik og einvígið þar með jafnt. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar skoraði Oviedo undir lok fyrri hálfleiks það sem reyndist sigurmark einvígisins. Cazorla hefur ekki aðeins hjálpað Oviedo innan vallar því hann var í hópi stuðningsmanna sem keyptu hlut í félaginu fyrir rúmum áratug, til að bjarga því úr fjárhagsvandræðum. Spænski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Í beinni: Levante - Real Madrid | Nýliðarnir reyna að stöðva toppliðið Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Sjá meira
Óttast var að ferli Cazorla, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Spáni, væri lokið og að hann væri hreinlega heppinn að geta gengið eftir afar langvinn meiðsli fyrir átta árum. Hann meiddist í hásin og endaði á að fara í ellefu aðgerðir vegna meiðslanna, og einni aðgerðinni fylgdi sýking sem gerði að verkum að hætta var á að Cazorla myndi missa annan fótinn. Hann náði hins vegar með mikilli þrautseigju að halda ferlinum áfram, lék tvær leiktíðir með Villarreal á Spáni og svo þrjár með Al Sadd í Sádi-Arabíu áður en hann ákvað að ljúka ferlinum með Real Oviedo, félaginu sem hann kvaddi árið 2003 eftir að hafa alist þar upp. Santi Cazorla could have retired comfortably but instead chose to return to his boyhood club Real Oviedo at 38 on a minimum wage contract. Now 40, he's just helped guide them back to La Liga for the first time in 24 years, scoring in both the playoff semi-final and final 💙 pic.twitter.com/g0VVMMsgSG— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 22, 2025 Oviedo endaði í 4. sæti næstefstu deildar Spánar í vetur en komst þar með í fjögurra liða umspil. Eftir að hafa slegið út Racing Santander mætti liðið Mirandés í úrslitaeinvígi og vann Mirandés fyrri leikinn 1-0. Í seinni leiknum í gær skoraði Cazorla úr vítaspyrnu og jafnaði metin í 1-1 í þeim leik. Oviedo komst svo í 2-1 snemma í seinni hálfleik og einvígið þar með jafnt. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar skoraði Oviedo undir lok fyrri hálfleiks það sem reyndist sigurmark einvígisins. Cazorla hefur ekki aðeins hjálpað Oviedo innan vallar því hann var í hópi stuðningsmanna sem keyptu hlut í félaginu fyrir rúmum áratug, til að bjarga því úr fjárhagsvandræðum.
Spænski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Í beinni: Levante - Real Madrid | Nýliðarnir reyna að stöðva toppliðið Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Sjá meira