Þetta kemur fram í dagbók Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu en alls gista fjórir í fangageymslu lögreglunnar eftir nóttina.
Á öllu höfuðborgarsvæðinu sinnti lögregla umferðareftirliti en fjöldi manns voru stöðvuð grunuð um akstur undir áhrifum eða hraðakstur.
Í öðru umdæmi lögreglunnar sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes var ökumaður stöðvaður grunaður um áhrif akstur undir áhrifum vímuefna og áfengis. Í ljós kom að maðurinn var sviptur ökuréttindum.
Þá var ökumaður í fyrsta umdæmi lögreglunnar, sem sér um útköll í Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og á Seltjarnarnesi, stöðvaður í akstri grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna.