Átak til að stytta biðlista barna eftir sérfræðiaðstoð Helga Þórðardóttir skrifar 23. júní 2025 12:31 Eitt að mikilvægum baráttumálum Flokks fólksins í borgarstjórn er í höfn eftir að samþykkt var að fjölga stöðugildum sérfræðinga hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að stytta bið barna eftir faglegri aðstoð sérfræðinga. Bið barna eftir nauðsynlegri sérfræðiþjónustu getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar. Ef ekki er gripið snemma inn í ýmis vandamál getur það haft víðtæk og neikvæð áhrif á líðan og námsframvindu barna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú er byrjað að vinna eftir áætlun um að stytta bið eftir aðstoð sálfræðinga og talmeinafræðinga. Á sameiginlegum fundi velferðarráðs og skóla-og frístundaráðs hinn 18.júní var samþykkt tillaga um að fjölga stöðugildum sálfræðinga. Mikilvæg fjölgun sérfræðinga Tillagan felur í sér að fjögur ný stöðugildi verða til í skóla- og frístundaþjónustu. Um er að ræða a.m.k. fjögur stöðugildi talmeinafræðinga og eitt stöðugildi sérfræðings. Þörfin mikil, sérstaklega í tengslum við málþroskavanda sem oft liggur að baki öðrum greiningum. Fjölgað verði um fjögur stöðugildi sálfræðinga til að styrkja snemmtæka íhlutun, svara ákalli heilbrigðisgeirans eftir frumgreiningum og auka viðveru í skólum. Tveir sérfræðingar hefji störf þegar frá hausti 2025. Fræðsla fyrir foreldra og kennara verður styrkt með reglubundnum, stuttum og aðgengilegum námskeiðum sem Keðjan mun hafa milligöng um, t.d. um uppeldistækni, málþroska og líðan. Námskeiðin hefjast strax í haust. Ein af mörgum úrbótatillögum Flokkur fólksins er nú loks að uppskera eins og hann hefur sáð í þessum efnum og fagnar því að þessi áætlun er loksins komin til framkvæmda. Sérfæðingum verður fjölgað og viðvera þeirra í skólum aukin. Það er brýnt að byggja upp samfellda og aðgengilega þjónustu þar sem snemmtækri íhlutun og stuðningi er beitt í samræmi við markmið Betri borgar fyrir börn og farsældarlögin. Efling þessarar þjónustu var eitt af megin áherslum Flokks fólksins í samstarfssáttmála við myndun nýs meirihluta í borgarstjórn. Þessi tillaga er ein af mörgum sem ætlað er að bæta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Eitt að mikilvægum baráttumálum Flokks fólksins í borgarstjórn er í höfn eftir að samþykkt var að fjölga stöðugildum sérfræðinga hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að stytta bið barna eftir faglegri aðstoð sérfræðinga. Bið barna eftir nauðsynlegri sérfræðiþjónustu getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar. Ef ekki er gripið snemma inn í ýmis vandamál getur það haft víðtæk og neikvæð áhrif á líðan og námsframvindu barna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú er byrjað að vinna eftir áætlun um að stytta bið eftir aðstoð sálfræðinga og talmeinafræðinga. Á sameiginlegum fundi velferðarráðs og skóla-og frístundaráðs hinn 18.júní var samþykkt tillaga um að fjölga stöðugildum sálfræðinga. Mikilvæg fjölgun sérfræðinga Tillagan felur í sér að fjögur ný stöðugildi verða til í skóla- og frístundaþjónustu. Um er að ræða a.m.k. fjögur stöðugildi talmeinafræðinga og eitt stöðugildi sérfræðings. Þörfin mikil, sérstaklega í tengslum við málþroskavanda sem oft liggur að baki öðrum greiningum. Fjölgað verði um fjögur stöðugildi sálfræðinga til að styrkja snemmtæka íhlutun, svara ákalli heilbrigðisgeirans eftir frumgreiningum og auka viðveru í skólum. Tveir sérfræðingar hefji störf þegar frá hausti 2025. Fræðsla fyrir foreldra og kennara verður styrkt með reglubundnum, stuttum og aðgengilegum námskeiðum sem Keðjan mun hafa milligöng um, t.d. um uppeldistækni, málþroska og líðan. Námskeiðin hefjast strax í haust. Ein af mörgum úrbótatillögum Flokkur fólksins er nú loks að uppskera eins og hann hefur sáð í þessum efnum og fagnar því að þessi áætlun er loksins komin til framkvæmda. Sérfæðingum verður fjölgað og viðvera þeirra í skólum aukin. Það er brýnt að byggja upp samfellda og aðgengilega þjónustu þar sem snemmtækri íhlutun og stuðningi er beitt í samræmi við markmið Betri borgar fyrir börn og farsældarlögin. Efling þessarar þjónustu var eitt af megin áherslum Flokks fólksins í samstarfssáttmála við myndun nýs meirihluta í borgarstjórn. Þessi tillaga er ein af mörgum sem ætlað er að bæta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun