„Annars værum við ekki að leggja í þessar miklu aðgerðir“ Árni Sæberg og Smári Jökull Jónsson skrifa 23. júní 2025 12:25 Eiríkur Valberg fer fyrir hópi tíu íslenskra lögreglumanna sem vinna með írskum kollegum í vikunni. Vísir Íslenskir og írskir lögreglumenn stefna á að taka skýrslur af 45 einstaklingum í vikunni vegna rannsóknar á hvarfi Jón Þrastar Jónssonar í Dyflinni árið 2019. Að sögn Eiríks Valberg hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru fimm írskir lögreglumenn komnir til landsins sem munu vinna með tíu manna hópi íslenskra lögreglumanna í vikunni. Þeir stefni á að taka skýrslur af 45 einstaklingum. Lögreglan á Írlandi hafi haft frumkvæði að skýrslutökunum, sem hafi hafist í morgun. Slá ekkert út af borðinu Á föstudag var greint frá því að fjölskylda Jóns Þrastar væri með tilgátu um að leigumorðingi hafi farið mannavillt og drepið hann í staðinn fyrir annan Íslending. Eiríkur segir að hann geti ómögulega rætt einstaka tilgátur en að ekkert hafi enn verið útilokað. „Í rauninni er allt möguleiki,“ segir hann. Íslendingar stýra ferðinni Hann segir að allar skýrslutökur verði undir stjórn og á ábyrgð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en að farið sé að mestu að tillögum Íranna hvað það varðar við hverja verður rætt. Stefnt sé að því að ljúka skýrslutökum yfir öllum 45 í vikunni. Þá muni Írarnir hafa tækifæri til að spyrja spurninga. Hann kveðst ekki vilja velta því upp hvernig fyrirkomulag handtaka yrði ef til þeirra kæmi. Loks segir hann að lögreglan sé í sjálfu sér alltaf bjartsýn og að vonast sé til þess að skýrslutökurnar muni leiða til upplýsinga og vísbendinga um hvarf Jóns Þrastar. „Annars værum við ekki að leggja í þessa miklu aðgerðir.“ Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Tengdar fréttir Írskir lögreglumenn til Íslands vegna máls Jóns Þrastar Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019. 19. júní 2025 17:03 Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. 20. júní 2025 20:56 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Að sögn Eiríks Valberg hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru fimm írskir lögreglumenn komnir til landsins sem munu vinna með tíu manna hópi íslenskra lögreglumanna í vikunni. Þeir stefni á að taka skýrslur af 45 einstaklingum. Lögreglan á Írlandi hafi haft frumkvæði að skýrslutökunum, sem hafi hafist í morgun. Slá ekkert út af borðinu Á föstudag var greint frá því að fjölskylda Jóns Þrastar væri með tilgátu um að leigumorðingi hafi farið mannavillt og drepið hann í staðinn fyrir annan Íslending. Eiríkur segir að hann geti ómögulega rætt einstaka tilgátur en að ekkert hafi enn verið útilokað. „Í rauninni er allt möguleiki,“ segir hann. Íslendingar stýra ferðinni Hann segir að allar skýrslutökur verði undir stjórn og á ábyrgð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en að farið sé að mestu að tillögum Íranna hvað það varðar við hverja verður rætt. Stefnt sé að því að ljúka skýrslutökum yfir öllum 45 í vikunni. Þá muni Írarnir hafa tækifæri til að spyrja spurninga. Hann kveðst ekki vilja velta því upp hvernig fyrirkomulag handtaka yrði ef til þeirra kæmi. Loks segir hann að lögreglan sé í sjálfu sér alltaf bjartsýn og að vonast sé til þess að skýrslutökurnar muni leiða til upplýsinga og vísbendinga um hvarf Jóns Þrastar. „Annars værum við ekki að leggja í þessa miklu aðgerðir.“
Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Tengdar fréttir Írskir lögreglumenn til Íslands vegna máls Jóns Þrastar Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019. 19. júní 2025 17:03 Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. 20. júní 2025 20:56 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Írskir lögreglumenn til Íslands vegna máls Jóns Þrastar Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019. 19. júní 2025 17:03
Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. 20. júní 2025 20:56