Sá leikur sem færist til er leikur landsliðsmarkvarðarins Hákons Rafns Valdimarssonar og félaga hans í Brentford.
Brentford mætir Nottingham Forest á útivelli í fyrstu umferðinni og leikurinn var settur á laugardaginn 16. ágúst.
Nú hefur hann hins vegar verið færður yfir á sunnudaginn 17. ágúst. Brentford sagði frá þessu á heimasíðu sinni.
Ástæðan fyrir þessari breytingu er krikketmótið The Hundred.
The Hundred mótið fer þó ekki fram á heimavelli Nottingham Forest, City Ground, heldur á Trent Bridge sem er krikketleikvangur í nágrenninu.
Til að forðast það að svona tveir stórir viðburðir fari fram á sama tíma, á nánast sama stað, var tekin sú ákvörðun að færa fótboltaleikinn aftur um einn dag.
Frá Trent Bridge krikket leikvanginum eru aðeins 350 metrar yfir á City Ground leikvanginn.