Samkvæmt nýjustu fréttum að utan þá gengu skipti hennar í gegn 31. maí síðastliðinn.
Það er bara eitt stórt vandamál. Frjálsíþróttasamband Nígeríu segist ekkert hafa frétt af því að hún hafi skipt um landslið.
Nígeríumenn halda því fram að hafa ekki fengið nein formleg gögn um landsliðsskiptin hjá Ofili.
Ofili hefur ekki góða sögu að segja af samskiptum sínum við nígeríska sambandið og það er skýringin fyrir því að hún vill ekki keppa lengur fyrir Nígeríu.
Tyrkir eru tilbúnir að gera miklu meira fyrir hana og hjálpa henni til að ná afreka meira inn á frjálsíþróttavellinum.
Ofili er enn bara 22 ára gömlu en hún á Nígeríumetið í 200 metra hlaupi utanhúss (21,96 sekúndur) og Afríkumetið í 200 metra hlaupi innanhúss (22,11 sekúndur).
Favour Ofili var með Nígeríu á Ólympíuleikunum í París og varð þá í sjötta sæti í 200 metra hlaupinu.
Hún hefði einnig að öllu eðlilegu keppt í 100 metra hlaupi á leikunum en nígeríska sambandið klikkaði á því að skrá hana til leiks sem var mikið svekkelsi fyrir hlaupakonuna.
Nígeríska frjálsíþróttasambandið sakaða hana líka um að vera stjórnlausan íþróttamann eftir að það fréttist af því að hún vildi keppa fyrir Tyrkland.