Fjalla um stórt tap mótherja Íslands í leynileik við U15-strákalið Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 10:36 Alayah Pilgrim skoraði eina mark Sviss gegn Luzern-strákunum. Getty/Daniela Porcelli Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta, sem mætir Íslandi á heimavelli á EM 6. júlí, hefur meðal annars undirbúið sig með leikjum við U15-lið karla hjá svissneskum félagsliðum. Myndband frá 7-1 tapi gegn U15-liði Luzern vakti talsverða athygli. Þó að aldrei hafi staðið til að gera úrslit leiksins opinber þá hefur talsvert verið rætt og ritað í svissneskum miðlum um 7-1 tapið gegn Luzern. Stórir miðlar á borð við Blick benda á að leikir við strákalið segi lítið til um stöðu kvennalandsliðsins nú þegar styttist í mót. Fótbolti karla og kvenna sé eins og sitt hvor íþróttin einfaldlega vegna munar á líkamlegu atgervi kynjanna, og tapið eigi því ekki að auka á svartsýni fyrir EM. Eða eins og hin 19 ára Leila Wandeler orðaði það: „Þessi úrslit skipta ekki máli. Við vitum að konur og karlar eru ekki jafnokar.“ Þó að leikið hafi verið fyrir luktum dyrum fór myndband frá leiknum í dreifingu á TikTok og höfðu yfir 70.000 manns séð það áður en því var eytt, samkvæmt frétt Blick. Þriðji markvörður í marki strákanna Alayah Pilgrim, leikmaður Roma, skoraði eina mark Sviss í leiknum en til marks um það að þjálfarinn reynslumikli Pia Sundhage nýtti leikinn til að prófa ýmsa hluti þá tóku 26 leikmenn þátt. Þá var Nadine Böhi, þriðji markvörður Sviss, þriðjung leiksins í marki Luzern strákanna. Svissneskir miðlar segja að áður hafi svissneska liðið verið búið að spila tvo aðra æfingaleiki, við U15-lið FC Solothurn og FC Biel, og tapað þeim fyrri 2-1 en unnið þann seinni 2-1. Algengt í undirbúningi stórmóta „Svona æfingaleikir hafa verið skipulagðir í aðdraganda stórmóta í gegnum tíðina. Þar sem þetta eru ekki opinberir leikir þá hafa ekki verið veittar neinar upplýsingar um þá,“ sagði Sven Micossé, fjölmiðlafulltrúi svissneska liðsins. „Það er ekki óalgengt í fótbolta kvenna að spilað sé við yngri lið. Markmiðið var að fá meira keppnisyfirbragð yfir æfingarnar. Á þessu stigi undirbúningsins er fókusinn á líkamlega þáttinn. Burtséð frá úrslitunum þá eru þessir æfingaleikir mjög líkir landsleikjum hvað varðar ákefð og hlaup,“ sagði Micossé. Sviss og Ísland mættust tvívegis í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, og gerðu jafntefli í báðum leikjunum, 0-0 í Sviss en 3-3 í Laugardal. Ljóst er að leikur liðanna 6. júlí gæti orðið algjör lykilleikur upp á að komast í 8-liða úrslit EM. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Þó að aldrei hafi staðið til að gera úrslit leiksins opinber þá hefur talsvert verið rætt og ritað í svissneskum miðlum um 7-1 tapið gegn Luzern. Stórir miðlar á borð við Blick benda á að leikir við strákalið segi lítið til um stöðu kvennalandsliðsins nú þegar styttist í mót. Fótbolti karla og kvenna sé eins og sitt hvor íþróttin einfaldlega vegna munar á líkamlegu atgervi kynjanna, og tapið eigi því ekki að auka á svartsýni fyrir EM. Eða eins og hin 19 ára Leila Wandeler orðaði það: „Þessi úrslit skipta ekki máli. Við vitum að konur og karlar eru ekki jafnokar.“ Þó að leikið hafi verið fyrir luktum dyrum fór myndband frá leiknum í dreifingu á TikTok og höfðu yfir 70.000 manns séð það áður en því var eytt, samkvæmt frétt Blick. Þriðji markvörður í marki strákanna Alayah Pilgrim, leikmaður Roma, skoraði eina mark Sviss í leiknum en til marks um það að þjálfarinn reynslumikli Pia Sundhage nýtti leikinn til að prófa ýmsa hluti þá tóku 26 leikmenn þátt. Þá var Nadine Böhi, þriðji markvörður Sviss, þriðjung leiksins í marki Luzern strákanna. Svissneskir miðlar segja að áður hafi svissneska liðið verið búið að spila tvo aðra æfingaleiki, við U15-lið FC Solothurn og FC Biel, og tapað þeim fyrri 2-1 en unnið þann seinni 2-1. Algengt í undirbúningi stórmóta „Svona æfingaleikir hafa verið skipulagðir í aðdraganda stórmóta í gegnum tíðina. Þar sem þetta eru ekki opinberir leikir þá hafa ekki verið veittar neinar upplýsingar um þá,“ sagði Sven Micossé, fjölmiðlafulltrúi svissneska liðsins. „Það er ekki óalgengt í fótbolta kvenna að spilað sé við yngri lið. Markmiðið var að fá meira keppnisyfirbragð yfir æfingarnar. Á þessu stigi undirbúningsins er fókusinn á líkamlega þáttinn. Burtséð frá úrslitunum þá eru þessir æfingaleikir mjög líkir landsleikjum hvað varðar ákefð og hlaup,“ sagði Micossé. Sviss og Ísland mættust tvívegis í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, og gerðu jafntefli í báðum leikjunum, 0-0 í Sviss en 3-3 í Laugardal. Ljóst er að leikur liðanna 6. júlí gæti orðið algjör lykilleikur upp á að komast í 8-liða úrslit EM.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira