Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 12:27 Bassi Maraj var í raunveruleikaþáttunum Æði auk þess sem hann gefur út tónlist. Vísir/Vilhelm Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj hefur verið sakfelldur fyrir líkamsáras á leigubílstjóra. Atvikið átti sér stað fyrir rúmum tveimur árum. Greint var frá í lok maí að Bassi, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefði verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra fyrir utan heimilið sitt 11. febrúar árið 2023. DV greinir frá að Bassi hafi verið sakfelldur fyrir líkamsárás og dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þurfti að greiða bílstjóranum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá greiddi hann rúmlega 167 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti leigubílstjórinn Bassa í febrúar 2023 auk tveggja annara seint að kvöldi til í miðbæ Reykjavíkur. Einn farþegi fór út í Skeifunni án þess að borga að sögn bílstjórans en svo var förinni heitið í Bryggjuhverfið að heimili Bassa. Hann krafðist greiðslu upp á fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn. Bassi neitaði að greiða og yfirgaf bílinn samkvæmt bílstjóranum en í yfirheyrslu lögreglu segist Bassi hafa ætlað að ná í vin sinn til að borga. Bílstjórinn elti Bassa og tók af honum símann en stjarnan brást illa við því. Í ákærunni segir að hann hafi bitið í hnakka og öxl bílstjórans, kýlt hann í ennið, tekið hann kverkataki og vafið greiðslupokasnúru um háls hans. Samkvæmt dómnum hlaut brotaþoli mar, bitför og aðra yfirborðsáverka vegna árásarinnar. Hann hafi óttast um líf sitt. Þá segir að Bassi hafi verið í miklu uppnámi þar sem að bílstjórinn hafi tekið af honum símann og ætlað að aka burt með hann. „Allt hans líf sé í símanum, en hann noti ekki öryggisnúmer til að komast inn í símann og því væri auðvelt fyrir aðra að komast í viðkvæm gögn ákærða. Síminn hafi verið nýlegur og kostað yfir 300 þúsund krónur,“ segir í dómnum. Dómarinn taldi að þar sem að átökin snerust um símann hafi Bassi ekki ætlað sér að meiða bílstjórann heldur einungis endurheimta símann. Bassi var því, líkt og áður kom fram, sakfelldur fyrir líkamsárás en sýknaður af því að hafa kýlt brotaþola og hert snúruna að hálsi hans. Að auki fundust 0,08 grömm af amfetamíni í poka í vasa Bassa. Hann sagðist ekki kannast við efnin sem lögregla fór með til eyðingar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Greint var frá í lok maí að Bassi, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefði verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra fyrir utan heimilið sitt 11. febrúar árið 2023. DV greinir frá að Bassi hafi verið sakfelldur fyrir líkamsárás og dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þurfti að greiða bílstjóranum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá greiddi hann rúmlega 167 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti leigubílstjórinn Bassa í febrúar 2023 auk tveggja annara seint að kvöldi til í miðbæ Reykjavíkur. Einn farþegi fór út í Skeifunni án þess að borga að sögn bílstjórans en svo var förinni heitið í Bryggjuhverfið að heimili Bassa. Hann krafðist greiðslu upp á fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn. Bassi neitaði að greiða og yfirgaf bílinn samkvæmt bílstjóranum en í yfirheyrslu lögreglu segist Bassi hafa ætlað að ná í vin sinn til að borga. Bílstjórinn elti Bassa og tók af honum símann en stjarnan brást illa við því. Í ákærunni segir að hann hafi bitið í hnakka og öxl bílstjórans, kýlt hann í ennið, tekið hann kverkataki og vafið greiðslupokasnúru um háls hans. Samkvæmt dómnum hlaut brotaþoli mar, bitför og aðra yfirborðsáverka vegna árásarinnar. Hann hafi óttast um líf sitt. Þá segir að Bassi hafi verið í miklu uppnámi þar sem að bílstjórinn hafi tekið af honum símann og ætlað að aka burt með hann. „Allt hans líf sé í símanum, en hann noti ekki öryggisnúmer til að komast inn í símann og því væri auðvelt fyrir aðra að komast í viðkvæm gögn ákærða. Síminn hafi verið nýlegur og kostað yfir 300 þúsund krónur,“ segir í dómnum. Dómarinn taldi að þar sem að átökin snerust um símann hafi Bassi ekki ætlað sér að meiða bílstjórann heldur einungis endurheimta símann. Bassi var því, líkt og áður kom fram, sakfelldur fyrir líkamsárás en sýknaður af því að hafa kýlt brotaþola og hert snúruna að hálsi hans. Að auki fundust 0,08 grömm af amfetamíni í poka í vasa Bassa. Hann sagðist ekki kannast við efnin sem lögregla fór með til eyðingar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira