Ósýnileg veikindi hafi ekki minna vægi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2025 20:02 Manuela Ósk vill opna umræðuna um ósýnileg veikindi. „Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, sem fékk heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Eins og fjallað hefur verið um hér á Lífinu, var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið reið yfir þann 21. desember 2022. Frænkan bjargaði lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. Síðan þá hefur hún glímt við afleiðingar krónískra veikinda sem hafa djúpstæð áhrif á daglegt líf hennar. Sjá: Í endurhæfingu og erfðarannsókn vegna heilablóðfalls Í samtali við Vísi segir Manuela að markmið hennar sé að opna umræðuna um ósýnileg veikindi og auka skilning samfélagsins á þeim áskorunum sem fylgja langvarandi heilsuvanda. „Það sem ég vil vekja athygli á er að þegar maður glímir við krónísk veikindi þarf maður að skammta orkuna sína. Ég þarf að vanda valið á því hvað ég eyði orkunni minni í. Ég get ekki gert það sama og áður en ég veiktist. Til dæmis geta ferðalög erlendis haft slæm áhrif á heilsuna í marga daga á eftir. Þetta á við um langflest sem ég geri. Ég er mjög viðkvæm fyrir áreiti, hvort sem það er að fara á tónleika erlendis eða á viðburði hér heima, dagarnir á eftir eru oft mjög erfiðir,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Þakklát fyrir það fallega sem lífið býður upp á Manuela birti færslu í hringrásinni (e.story) á Instagram í gær í kjölfar þess að hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún sótti tónleika poppdívunnar Beyoncé, þar sem segist enn vera að ná upp orku eftir ferðalagið. „Á sama tíma og ég er óendanlega þakklát fyrir lífið og að hafa sloppið vel frá heilablóðfalli og slagi, og eiga möguleikana á að njóta þess og upplifa það fallega og skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða þá er lífið með krónísk veikindi oft svo sárt. Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir. Miklir verkir, ég á t.d. mjög erfitt með gang í dag, engin orka og kvíði eru dæmi um það sem það kostar að njóta lífsins fyrir fólk eins og mig. Ég er ekki að skrifa þetta í neinni sjálfsvorkunn heldur til þess eins að minna á að ósýnileg veikindi hafa ekki minna vægi en þau sem við sjáum utan á fólki.“ Heilsa Heilbrigðismál Ástin og lífið Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um hér á Lífinu, var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið reið yfir þann 21. desember 2022. Frænkan bjargaði lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. Síðan þá hefur hún glímt við afleiðingar krónískra veikinda sem hafa djúpstæð áhrif á daglegt líf hennar. Sjá: Í endurhæfingu og erfðarannsókn vegna heilablóðfalls Í samtali við Vísi segir Manuela að markmið hennar sé að opna umræðuna um ósýnileg veikindi og auka skilning samfélagsins á þeim áskorunum sem fylgja langvarandi heilsuvanda. „Það sem ég vil vekja athygli á er að þegar maður glímir við krónísk veikindi þarf maður að skammta orkuna sína. Ég þarf að vanda valið á því hvað ég eyði orkunni minni í. Ég get ekki gert það sama og áður en ég veiktist. Til dæmis geta ferðalög erlendis haft slæm áhrif á heilsuna í marga daga á eftir. Þetta á við um langflest sem ég geri. Ég er mjög viðkvæm fyrir áreiti, hvort sem það er að fara á tónleika erlendis eða á viðburði hér heima, dagarnir á eftir eru oft mjög erfiðir,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Þakklát fyrir það fallega sem lífið býður upp á Manuela birti færslu í hringrásinni (e.story) á Instagram í gær í kjölfar þess að hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún sótti tónleika poppdívunnar Beyoncé, þar sem segist enn vera að ná upp orku eftir ferðalagið. „Á sama tíma og ég er óendanlega þakklát fyrir lífið og að hafa sloppið vel frá heilablóðfalli og slagi, og eiga möguleikana á að njóta þess og upplifa það fallega og skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða þá er lífið með krónísk veikindi oft svo sárt. Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir. Miklir verkir, ég á t.d. mjög erfitt með gang í dag, engin orka og kvíði eru dæmi um það sem það kostar að njóta lífsins fyrir fólk eins og mig. Ég er ekki að skrifa þetta í neinni sjálfsvorkunn heldur til þess eins að minna á að ósýnileg veikindi hafa ekki minna vægi en þau sem við sjáum utan á fólki.“
Heilsa Heilbrigðismál Ástin og lífið Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira