Þegar bráðamóttakan drepur þig hraðar Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir skrifar 25. júní 2025 15:32 Það er eitthvað mikið að menningu heilbrigðiskerfisins þegar einstaklingur stendur frammi fyrir því vali að þjást vegna áverka eða alvarlegra veikinda eða setja sig í lífshættu með því að leita aðstoðar á bráðamóttöku Landspítala. Ég er þannig einstaklingur og get ekki orða bundist lengur. Ég hef verið langveik lengi. Ég greindist með POTS og ónæmiskerfisvanda 20 ára gömul. Ég hef oft lent illa í kvefpestum, fengið bakteríusýkingar sem þurftu sýklalyf. Ég fæ oft ofnæmisviðbrögð, þarf að taka ofnæmislyf daglega til að halda þeim niðri og er með EpiPenna nálægt öllum stundum. Í október síðastliðinn lenti ég í því að ég var að bíða á rauðu ljósi þegar var keyrt ansi harkalega aftan á mig. Ég hlaut whiplash áverka í háls, allan hrygginn niður í rófubein og tognaði á rifbeinum. Mikill sársauki tók við næstu mánuði, ég átti oft erfitt með að ganga og hreyfa mig og á endanum leiddi röntgenmynd í ljós að rófubeinið á mér hafði færst til í slysinu með fyrrnefndum afleiðingum. Ég er í sjúkraþjálfun en innan við 6 mánuðum síðar var ég aftur að bíða á umferðarljósum þegar var aftur keyrt aftan á mig með þeim afleiðingum að ég tognaði (aftur) á baki. Já og í millitíðinni lenti ég í aðstæðum þar sem mikið af reykingafólki var í kringum mig og ég fékk astmaköst sem afleiðingu af því. Ég er núna á astmapústum daglega. Nú í gærkvöldi lenti ég í því að fá skyndileg ofnæmisviðbrögð við kvöldmat sem ég borðaði. Ég fékk útbrot á hendur og fann astmaeinkenni koma fram (er með ofnæmistengdan astma), magaverki og mikla þreytu. Ég vissi að mögulega væri skynsamlegt að nota EpiPenna og fara á bráðamóttöku, allavega ef þetta versnaði. En svo mundi ég að ég get ekki notað EpiPennann lengur og farið á bráðamóttöku, þó ég lendi í slæmu ofnæmiskasti eða astmakasti, vegna þess að bráðamóttakan mun drepa mig hraðar. Það er skynsamlegra fyrir mig að skríða bara upp í rúm, reyna að sofna og vona það besta. Hvers vegna? Vegna þess að allra versti ofnæmisvaldurinn minn er sígarettureykur. Ég hef sjálf aldrei reykt og aldrei veipað. Borða vegan fæði og reyni að lifa skynsamlegum lífsstíl með öll mín heilsuvandamál. Sígarettureykur frá öðrum er sterkasti og versti ofnæmisvaldurinn minn fyrir astmaköstum. Ég er ekki ein um það. Sígarettureykur og annar reykur líka, reykur frá báli, flugeldum, mikil umhverfismengun eru þekktir triggerar fyrir astmaköst hjá fólki með astma. Það er kannski ekki skrítið heldur, þegar við munum eftir því að það eru 7000 mismunandi eiturefni í sígarettureyk einum sér (American Lung Association, 2024). Þessi reykur er afar hættulegur lungunum mínum. Þegar einhver sem hefur nýlega reykt kemur nálægt mér eða ég lendi í sígarettureyk frá reykjandi manneskju, þá innan nokkurra sekúndna lendi ég í astmakasti. Ég finn þrengsli í brjóstkassa. Það verður erfiðara að anda frá mér. Astmi er oft eins og maður sé að anda í gegnum rör. Ég reyni að taka litla andardrætti á meðan ég flýti mér eins hratt og ég get í burtu. Ef ég kemst ekki í burtu og neyðist til að vera í reyknum áfram (t.d. í apóteki að bíða eftir lyfjunum mínum), þá verður astmakastið enn verra og ég upplifi líka versnun í astma yfirhöfuð dagana á eftir. Mögulega verður skaði sem ekki verður aftur tekinn. Versnun í astma sem er komin til að vera ef mengunin var mikil. Ekki halda að astmi sé meinlaus sjúkdómur. Fyrir rúmum mánuði kom fram á samélagsmiðlum World Health Organization að á hverjum einasta degi deyja1000 manns vegna astma. WHO óskar eftir því að astmi sé tekinn alvarlega. Þá hafa samtökin einnig verið að minna á skaðsemi tóbaks og sígaretta undanfarið á samfélagsmiðlum. Svo ekki gleyma því að astmi drepur. Það er hægt að veita meðferð við astma. Það eru til púst og lyf sem hjálpa. Ég tek sjálf tvö mismunandi meðferðarpúst daglega og er einnig með bráðapúst alltaf á mér. En bráðapústið er skammvirkt og mun ekki bjarga mér í aðstæðum þar sem er mikil reykmengun og ég kemst ekki burt. Áhrifaríkasta meðferðin við astma er talin vera að forðast triggera, alveg eins og besta meðferðin við bráðaofnæmi fyrir hnetum er að borða ekki hnetur. Ef sígarettureykur veldur astmakasti, er sniðugt að sleppa því að reykja. Vera ekki nálægt einhverjum sem reykti nýlega. Forðast reykinn frá fólki sem er að reykja. Svo ég reyki ekki og hef aldrei gert. Veipi ekki og hef aldrei gert. Vinir mínir reykja ekki. Flestir í mínu nánasta umhverfi reykja ekki. En ég er ekki Palli sem er einn í heiminum. Ég deili umhverfi mínu með fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt. Úti á götum, á almenningsstöðum á borð við verslanir, verslanamiðstöðvar, apótek og jú, læknastofum og sjúkrahúsum. Ég þarf stundum að fara til læknis og á sjúkrastofnanir að leita aðstoðar vegna þess að ég er með nokkra langvinna sjúkdóma, POTS, astma, ónæmiskerfisvanda og ég lenti í tveimur bílslysum á innan við hálfu ári og hlaut áverka sem ég er enn að glíma við. Sem betur fer eru til lög og reglur um tóbaksvarnir og reykingar sem fjalla um þetta. Annars vegar eru Lög um tóbaksvarnir sem finna má á vef Alþingis og voru yfirfarin 2023. Reglur eru nánar útfærðar af Heilbrigðisráðuneytinu í Reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum (326/2007). Markmið þessara laga eru útlistuð í 1. grein: [Markmið laga þessara er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks og tengdra vara, m.a. með því að minnka tóbaksneyslu og vernda þannig fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks. Sérstaklega skal unnið gegn tóbaksneyslu barna og ungs fólks og takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til þeirra.] Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra. Samkvæmt lögum þessum eru reykingar með öllu óheimilar á heilsugæslum, læknastofum og öðrum stöðum þar sem veitt er heilbrigðisþjónusta. Reykingar eru með öllu óheimilar á sjúkrahúsum en í einhverjum undantekningum má heimila reykingar sjúklinga í sérstökum reykingaafdrepum. Ég veit að t.d. er sjúklingum leyft að reykja inni á geðdeildum Landspítala í reykingaherbergi. Ég hef þurft að nýta mér geðheilbrigðisþjónustu á slíkri deild tímabundið eftir að hafa lent í mörgum og alvarlegum áföllum (t.d. bílslys) með þeim afleiðingum að ég fékk PTSD eða áfallastreituröskun. Það var mikilvæg lífsreynsla og ég lærði margt af verunni þar. Margt starfsfólkið var yndislegt, skilningsríkt og hjálpuðu mér mikið á þessum tíma þar sem áföllin voru orðin mér ofviða og ég orðin alveg ringluð og ráðvillt í veröldinni. En því miður fór það svo að vegna þess að reykingar eru leyfðar inni á deildinni í reykingaherbergi,sem mér var sagt að sé gluggalaust og loftræsting léleg (en ég hef augljóslega aldrei farið þar inn og sá það ekki sjálf), þá barst sígarettureykurinn fram á almennan gang og einnig kom fólk úr herberginu nýbúið að reykja. Stofur eru tvímannaðar, það er sjaldan hægt að hafa einstaklingsherbergi og ef slíkt herbergi fæst, þá eru rúmin yfirleitt ekki venjuleg sjúkrarúm. Ég var með ógreindan astma sem hefur varið í mörg ár. En þar sem ég lenti sjaldan í mengun af þessu tagi og ef það kom fyrir, hafði ég yfirleitt möguleikann á að færa mig annað ef ég fann fyrir óþægindum, þá náði ég að forðast slæm astmaköst árum saman og vissi því ekki að ég væri með astma. Áhrifaríkasta forvörnin er eins ég nefndi áður, að forðast triggera og ég náði að gera það í mörg ár. En þarna, þegar mörg áföll, missir, sorg, bílslys og gríðarlegur líkamlegur sársauki í kjölfarið og hreyfiskerðing var að dynja á mér með því offorsi að ég var orðin alveg ringluð, þá var mér veitt geðheilbrigðisþjónusta á deild þar sem var reykt inni á deildinni, einstaklingsherbergi ekki í boði og ég fékk fyrstu astmaköstin. Ég fór til læknis, greindist og fékk púst sem minnkuðu einkennin eitthvað en skaðinn var skeður. Nú er orðið frekar langt síðan þetta var en ég er komin með astma á því alvarleikastigi að þurfa að taka púst þrisvar á dag og hafa bráðapúst með mér öllum stundum. Ég fæ astmaköst ef ég lendi í reyk, reyk frá báli, útiarin, miklum bílreyk, en allra versti reykurinn er ávallt sígarettureykur. Á þessari deild er löglegt að reykja inni á sjúkrahúsi. En það þýðir ekki að það sé skaðlaust að leyfa reykingar inni á deild sjúkrahúss. Fyrir mig er skaðinn skeður og líklega varanlegur. En að öðru leyti er það ólöglegt og fram kemur í Reglugerð Heilbrigðisráðuneytis (326/2007), 3. grein, þá er bannað að reykja í húsakynnum slíkra stofnana og í og við anddyri þeirra. Semsagt, það er bannað að reykja í anddyri þessara stofnana og það er bannað að reykja nálægt anddyri þeirra. Þetta er mikilvæg og góð regla. Því er miður að henni er ekki fylgt eftir. Það er siður margra sem sækja þjónustu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi að reykja beint fyrir utan innganginn. Reykurinn verður mikill og sterkur þar fyrir utan og getur borist inn um dyrnar. Ég hef farið til stuðnings vinkonu með henni á bráðamóttökuna og fékk astmakast á leiðinni inn um dyrnar vegna þessa. Var snarlega dregin inn fyrir, skellt á mig armbandi og meðhöndluð.Ég fékk ofnæmisviðbrögð í gær sem voru þannig að ég velti fyrir mér hvort ég þyrfti að nota EpiPennann. Ég tók sénsinn að gera það ekki. Sem betur fer slapp það til, en jafnvel þó upp komi tilvik þar sem það sleppur ekki til, verð ég samt að hika við að nota EpiPennann og fara á bráðamóttöku. Því ef ég fer á bráðamóttöku, þá er hætta á að ég verði látin sitja í biðstofunni. Í biðstofunni eru harðir plaststólar og áverkinn í rófubeininu er þess eðlis að ég get ekki setið á slíkum stólum án þess að fá mikla verki, sársauka, náladofa niður í fótleggi og erfiðleika með að ganga. Ég er of slösuð til að þola biðstofuna. Ef ég fer á bráðamóttöku, þá eru miklar líkur á að fólk sé að reykja fyrir utan innganginn og komi síðan beint inn á biðstofuna. Þá lendi ég í astmakasti. Ef ég lendi í astmakasti er líklegt að það verði ekki hægt að bjóða mér að færa mig annað vegna skorts á herbergjum. Þá get ég ekki farið úr aðstæðum sem leiðir til versnunar. Ef ég er nú þegar í ofnæmiskasti er hætta á að ég þoli reykinn enn verr. Ef ég slasast, veikist illa, fæ slæmt ofnæmiskast eða astmakast, þá er kannski bara betra fyrir mig að leggja mig heima og vona það besta frekar en að sækja bráðaþjónustu á Landspítala. Kannski dey ég einhvern tíma vegna veikindanna en hey, kannski ekki, vona það besta. Hinsvegar óttast ég að bráðamóttaka Landsðítala drepi mig frekar og þá töluvert hraðar. Höfundur er með B.S. í sálfræði frá Háskóla Íslands Heimildir: American Lung Association, What’s In a Cigarette? (uppfært 2024, 12. nóvember). https://www.lung.org/quit-smoking/smoking-facts/whats-in-a-cigarette Lög um tóbaksvarnir, yfirfarnar 2023: https://www.althingi.is/altext/stjt/2023.110.html Reglugerð Heilbrigðisráðuneytis um takmarkanir á tóbaksreykingum (326/2007) https://island.is/reglugerdir/nr/0326-2007 World Health Organization, 6. Maí 2025 - https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1121683946657661&set=pb.100064481988528.-2207520000&type=3 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Tóbak Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að menningu heilbrigðiskerfisins þegar einstaklingur stendur frammi fyrir því vali að þjást vegna áverka eða alvarlegra veikinda eða setja sig í lífshættu með því að leita aðstoðar á bráðamóttöku Landspítala. Ég er þannig einstaklingur og get ekki orða bundist lengur. Ég hef verið langveik lengi. Ég greindist með POTS og ónæmiskerfisvanda 20 ára gömul. Ég hef oft lent illa í kvefpestum, fengið bakteríusýkingar sem þurftu sýklalyf. Ég fæ oft ofnæmisviðbrögð, þarf að taka ofnæmislyf daglega til að halda þeim niðri og er með EpiPenna nálægt öllum stundum. Í október síðastliðinn lenti ég í því að ég var að bíða á rauðu ljósi þegar var keyrt ansi harkalega aftan á mig. Ég hlaut whiplash áverka í háls, allan hrygginn niður í rófubein og tognaði á rifbeinum. Mikill sársauki tók við næstu mánuði, ég átti oft erfitt með að ganga og hreyfa mig og á endanum leiddi röntgenmynd í ljós að rófubeinið á mér hafði færst til í slysinu með fyrrnefndum afleiðingum. Ég er í sjúkraþjálfun en innan við 6 mánuðum síðar var ég aftur að bíða á umferðarljósum þegar var aftur keyrt aftan á mig með þeim afleiðingum að ég tognaði (aftur) á baki. Já og í millitíðinni lenti ég í aðstæðum þar sem mikið af reykingafólki var í kringum mig og ég fékk astmaköst sem afleiðingu af því. Ég er núna á astmapústum daglega. Nú í gærkvöldi lenti ég í því að fá skyndileg ofnæmisviðbrögð við kvöldmat sem ég borðaði. Ég fékk útbrot á hendur og fann astmaeinkenni koma fram (er með ofnæmistengdan astma), magaverki og mikla þreytu. Ég vissi að mögulega væri skynsamlegt að nota EpiPenna og fara á bráðamóttöku, allavega ef þetta versnaði. En svo mundi ég að ég get ekki notað EpiPennann lengur og farið á bráðamóttöku, þó ég lendi í slæmu ofnæmiskasti eða astmakasti, vegna þess að bráðamóttakan mun drepa mig hraðar. Það er skynsamlegra fyrir mig að skríða bara upp í rúm, reyna að sofna og vona það besta. Hvers vegna? Vegna þess að allra versti ofnæmisvaldurinn minn er sígarettureykur. Ég hef sjálf aldrei reykt og aldrei veipað. Borða vegan fæði og reyni að lifa skynsamlegum lífsstíl með öll mín heilsuvandamál. Sígarettureykur frá öðrum er sterkasti og versti ofnæmisvaldurinn minn fyrir astmaköstum. Ég er ekki ein um það. Sígarettureykur og annar reykur líka, reykur frá báli, flugeldum, mikil umhverfismengun eru þekktir triggerar fyrir astmaköst hjá fólki með astma. Það er kannski ekki skrítið heldur, þegar við munum eftir því að það eru 7000 mismunandi eiturefni í sígarettureyk einum sér (American Lung Association, 2024). Þessi reykur er afar hættulegur lungunum mínum. Þegar einhver sem hefur nýlega reykt kemur nálægt mér eða ég lendi í sígarettureyk frá reykjandi manneskju, þá innan nokkurra sekúndna lendi ég í astmakasti. Ég finn þrengsli í brjóstkassa. Það verður erfiðara að anda frá mér. Astmi er oft eins og maður sé að anda í gegnum rör. Ég reyni að taka litla andardrætti á meðan ég flýti mér eins hratt og ég get í burtu. Ef ég kemst ekki í burtu og neyðist til að vera í reyknum áfram (t.d. í apóteki að bíða eftir lyfjunum mínum), þá verður astmakastið enn verra og ég upplifi líka versnun í astma yfirhöfuð dagana á eftir. Mögulega verður skaði sem ekki verður aftur tekinn. Versnun í astma sem er komin til að vera ef mengunin var mikil. Ekki halda að astmi sé meinlaus sjúkdómur. Fyrir rúmum mánuði kom fram á samélagsmiðlum World Health Organization að á hverjum einasta degi deyja1000 manns vegna astma. WHO óskar eftir því að astmi sé tekinn alvarlega. Þá hafa samtökin einnig verið að minna á skaðsemi tóbaks og sígaretta undanfarið á samfélagsmiðlum. Svo ekki gleyma því að astmi drepur. Það er hægt að veita meðferð við astma. Það eru til púst og lyf sem hjálpa. Ég tek sjálf tvö mismunandi meðferðarpúst daglega og er einnig með bráðapúst alltaf á mér. En bráðapústið er skammvirkt og mun ekki bjarga mér í aðstæðum þar sem er mikil reykmengun og ég kemst ekki burt. Áhrifaríkasta meðferðin við astma er talin vera að forðast triggera, alveg eins og besta meðferðin við bráðaofnæmi fyrir hnetum er að borða ekki hnetur. Ef sígarettureykur veldur astmakasti, er sniðugt að sleppa því að reykja. Vera ekki nálægt einhverjum sem reykti nýlega. Forðast reykinn frá fólki sem er að reykja. Svo ég reyki ekki og hef aldrei gert. Veipi ekki og hef aldrei gert. Vinir mínir reykja ekki. Flestir í mínu nánasta umhverfi reykja ekki. En ég er ekki Palli sem er einn í heiminum. Ég deili umhverfi mínu með fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt. Úti á götum, á almenningsstöðum á borð við verslanir, verslanamiðstöðvar, apótek og jú, læknastofum og sjúkrahúsum. Ég þarf stundum að fara til læknis og á sjúkrastofnanir að leita aðstoðar vegna þess að ég er með nokkra langvinna sjúkdóma, POTS, astma, ónæmiskerfisvanda og ég lenti í tveimur bílslysum á innan við hálfu ári og hlaut áverka sem ég er enn að glíma við. Sem betur fer eru til lög og reglur um tóbaksvarnir og reykingar sem fjalla um þetta. Annars vegar eru Lög um tóbaksvarnir sem finna má á vef Alþingis og voru yfirfarin 2023. Reglur eru nánar útfærðar af Heilbrigðisráðuneytinu í Reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum (326/2007). Markmið þessara laga eru útlistuð í 1. grein: [Markmið laga þessara er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks og tengdra vara, m.a. með því að minnka tóbaksneyslu og vernda þannig fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks. Sérstaklega skal unnið gegn tóbaksneyslu barna og ungs fólks og takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til þeirra.] Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra. Samkvæmt lögum þessum eru reykingar með öllu óheimilar á heilsugæslum, læknastofum og öðrum stöðum þar sem veitt er heilbrigðisþjónusta. Reykingar eru með öllu óheimilar á sjúkrahúsum en í einhverjum undantekningum má heimila reykingar sjúklinga í sérstökum reykingaafdrepum. Ég veit að t.d. er sjúklingum leyft að reykja inni á geðdeildum Landspítala í reykingaherbergi. Ég hef þurft að nýta mér geðheilbrigðisþjónustu á slíkri deild tímabundið eftir að hafa lent í mörgum og alvarlegum áföllum (t.d. bílslys) með þeim afleiðingum að ég fékk PTSD eða áfallastreituröskun. Það var mikilvæg lífsreynsla og ég lærði margt af verunni þar. Margt starfsfólkið var yndislegt, skilningsríkt og hjálpuðu mér mikið á þessum tíma þar sem áföllin voru orðin mér ofviða og ég orðin alveg ringluð og ráðvillt í veröldinni. En því miður fór það svo að vegna þess að reykingar eru leyfðar inni á deildinni í reykingaherbergi,sem mér var sagt að sé gluggalaust og loftræsting léleg (en ég hef augljóslega aldrei farið þar inn og sá það ekki sjálf), þá barst sígarettureykurinn fram á almennan gang og einnig kom fólk úr herberginu nýbúið að reykja. Stofur eru tvímannaðar, það er sjaldan hægt að hafa einstaklingsherbergi og ef slíkt herbergi fæst, þá eru rúmin yfirleitt ekki venjuleg sjúkrarúm. Ég var með ógreindan astma sem hefur varið í mörg ár. En þar sem ég lenti sjaldan í mengun af þessu tagi og ef það kom fyrir, hafði ég yfirleitt möguleikann á að færa mig annað ef ég fann fyrir óþægindum, þá náði ég að forðast slæm astmaköst árum saman og vissi því ekki að ég væri með astma. Áhrifaríkasta forvörnin er eins ég nefndi áður, að forðast triggera og ég náði að gera það í mörg ár. En þarna, þegar mörg áföll, missir, sorg, bílslys og gríðarlegur líkamlegur sársauki í kjölfarið og hreyfiskerðing var að dynja á mér með því offorsi að ég var orðin alveg ringluð, þá var mér veitt geðheilbrigðisþjónusta á deild þar sem var reykt inni á deildinni, einstaklingsherbergi ekki í boði og ég fékk fyrstu astmaköstin. Ég fór til læknis, greindist og fékk púst sem minnkuðu einkennin eitthvað en skaðinn var skeður. Nú er orðið frekar langt síðan þetta var en ég er komin með astma á því alvarleikastigi að þurfa að taka púst þrisvar á dag og hafa bráðapúst með mér öllum stundum. Ég fæ astmaköst ef ég lendi í reyk, reyk frá báli, útiarin, miklum bílreyk, en allra versti reykurinn er ávallt sígarettureykur. Á þessari deild er löglegt að reykja inni á sjúkrahúsi. En það þýðir ekki að það sé skaðlaust að leyfa reykingar inni á deild sjúkrahúss. Fyrir mig er skaðinn skeður og líklega varanlegur. En að öðru leyti er það ólöglegt og fram kemur í Reglugerð Heilbrigðisráðuneytis (326/2007), 3. grein, þá er bannað að reykja í húsakynnum slíkra stofnana og í og við anddyri þeirra. Semsagt, það er bannað að reykja í anddyri þessara stofnana og það er bannað að reykja nálægt anddyri þeirra. Þetta er mikilvæg og góð regla. Því er miður að henni er ekki fylgt eftir. Það er siður margra sem sækja þjónustu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi að reykja beint fyrir utan innganginn. Reykurinn verður mikill og sterkur þar fyrir utan og getur borist inn um dyrnar. Ég hef farið til stuðnings vinkonu með henni á bráðamóttökuna og fékk astmakast á leiðinni inn um dyrnar vegna þessa. Var snarlega dregin inn fyrir, skellt á mig armbandi og meðhöndluð.Ég fékk ofnæmisviðbrögð í gær sem voru þannig að ég velti fyrir mér hvort ég þyrfti að nota EpiPennann. Ég tók sénsinn að gera það ekki. Sem betur fer slapp það til, en jafnvel þó upp komi tilvik þar sem það sleppur ekki til, verð ég samt að hika við að nota EpiPennann og fara á bráðamóttöku. Því ef ég fer á bráðamóttöku, þá er hætta á að ég verði látin sitja í biðstofunni. Í biðstofunni eru harðir plaststólar og áverkinn í rófubeininu er þess eðlis að ég get ekki setið á slíkum stólum án þess að fá mikla verki, sársauka, náladofa niður í fótleggi og erfiðleika með að ganga. Ég er of slösuð til að þola biðstofuna. Ef ég fer á bráðamóttöku, þá eru miklar líkur á að fólk sé að reykja fyrir utan innganginn og komi síðan beint inn á biðstofuna. Þá lendi ég í astmakasti. Ef ég lendi í astmakasti er líklegt að það verði ekki hægt að bjóða mér að færa mig annað vegna skorts á herbergjum. Þá get ég ekki farið úr aðstæðum sem leiðir til versnunar. Ef ég er nú þegar í ofnæmiskasti er hætta á að ég þoli reykinn enn verr. Ef ég slasast, veikist illa, fæ slæmt ofnæmiskast eða astmakast, þá er kannski bara betra fyrir mig að leggja mig heima og vona það besta frekar en að sækja bráðaþjónustu á Landspítala. Kannski dey ég einhvern tíma vegna veikindanna en hey, kannski ekki, vona það besta. Hinsvegar óttast ég að bráðamóttaka Landsðítala drepi mig frekar og þá töluvert hraðar. Höfundur er með B.S. í sálfræði frá Háskóla Íslands Heimildir: American Lung Association, What’s In a Cigarette? (uppfært 2024, 12. nóvember). https://www.lung.org/quit-smoking/smoking-facts/whats-in-a-cigarette Lög um tóbaksvarnir, yfirfarnar 2023: https://www.althingi.is/altext/stjt/2023.110.html Reglugerð Heilbrigðisráðuneytis um takmarkanir á tóbaksreykingum (326/2007) https://island.is/reglugerdir/nr/0326-2007 World Health Organization, 6. Maí 2025 - https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1121683946657661&set=pb.100064481988528.-2207520000&type=3
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun