Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Oddur Ævar Gunnarsson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. júní 2025 22:02 París Anna Bergmann fulltrúi í Ungmennaráði Akureyrar segir ungmenni gáttuð á samráðsleysi bæjarins. Vísir/Sigurjón Ungmenni á Akureyri eru gáttuð á samráðsleysi bæjarstjórnar vegna breytinga á starfsemi félagsmiðstöðva í bænum. Fulltrúi ungmennaráðs Akureyrar segir breytingunum fylgja mikil óvissa og óttast um afdrif félagsmiðstöðva í bænum. Þann 3. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að færa starfsemi félagsmiðstöðva bæjarins alfarið undir stjórn grunnskóla bæjarins en starfsemin hafði áður verið rekin sérstaklega undir merkjum félagsstöðvanna. Þrettán starfsmönnum var sagt upp en tíu boðin störf undir nýju fyrirkomulagi. Fulltrúi Ungmennaráðs Akureyrarbæjar segir barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þverbrotinn í málinu, ekkert samráð hafi verið haft við ungmenni sem óttist að starfsemi félagsstöðva muni rýrast mikið. „Það er gríðarleg óvissa þegar þetta sjálfstæða starf er fellt niður og sett undir skólana sjálfa. Hvað verður um Ungmennahúsið sem er fyrir þau sem eru sextán til tuttugu og eitthvað ára, hvað verður um það? Hvað verður um hinsegin félagsmiðstöðina? Því hún fellur ekki undir skólana. Hvað verður um Virkið og Ungmennahúsið með þessum breytingum? Það er svo mikil óvissa og fólk óttast að þetta verði lagt niður, af því það veit enginn hvað gerist.“ Það skjóti skökku við að Akureyrarbær sem fyrst allra sveitarfélaga hafi fengið viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag hafi raddir barna í málinu að engu. „Það að vera barnvænt sveitarfélag þýðir að börn eiga rétt á að tjá sig um þau mál sem þau varðar og það var ekki gert í þessu. Það var ekki haft neitt samráð við okkur, við fengum ekki einu sinni málið til umsagnar og við sjálf fréttum bara af þessu í fréttunum,“ segir París. „Félagsmiðstöðvar eru til dæmis svo mikilvægar fyrir börn sem finna sig ekki í skólanum, finna sig ekki í íþróttum, líður illa heima og það að þetta sé staðurinn sem þau geta leitað til og það að það eigi að taka það í burtu frá þeim og fella það líka undir skólann, það getur verið áfall fyrir mörg börn.“ Ungmennaráð fari fram á að bærinn endurskoði málið og eigi í raunverulegu samráði. „Þetta er náttúrulega bara alvarlegt brot á barnasáttmálanum sjálfum sem Ísland er búið að lögfesta og það að það sé ekki einu sinni hægt að virða það að leyfa börnum að tjá sínar skoðanir og hvað þeim finnst um málið er mjög sárt og mjög leiðinlegt.“ Rætt var við Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs í kvöldfréttum. Hún segist skilja gagnrýni tengt skorti á samráði. „Breytingar eru erfiðar á stundum. Við þessar tilteknu breytingar var erfitt að hafa samráð þar sem þær varða störf og hagsmuni einstaklinga. Við viljum gjarnan eiga samráð við ungmennaráð þegar við þróum breytingarnar áfram og vinnum að farsælli lausn.“ Kristín segir tilgang breytinganna að færa þjónustu fagfólksins nær nemendum og börnum í sveitarfélaginu, styðja við forvarnarstarf, félagsmiðstöðvar og þátttöku barna á fyrsta stigi. Þá segist hún ekki deila áhyggjum ungmennanna á að börn upplifi ekki jafn mikið traust í garð fagfólksins og ungra starfsmanna, líkt og ungmennin hafa lýst yfir. „Við erum að ráða inn tvo starfsmenn í hvern skóla með þessa fagþekkingu og þetta sérsvið og við höfum skýr verkefni og verklag í kringum það. Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna verði skýr verkaskipting milli fólks og að við náum farsælli lausn í þessu.“ Akureyri Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27. maí 2020 17:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Þann 3. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að færa starfsemi félagsmiðstöðva bæjarins alfarið undir stjórn grunnskóla bæjarins en starfsemin hafði áður verið rekin sérstaklega undir merkjum félagsstöðvanna. Þrettán starfsmönnum var sagt upp en tíu boðin störf undir nýju fyrirkomulagi. Fulltrúi Ungmennaráðs Akureyrarbæjar segir barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þverbrotinn í málinu, ekkert samráð hafi verið haft við ungmenni sem óttist að starfsemi félagsstöðva muni rýrast mikið. „Það er gríðarleg óvissa þegar þetta sjálfstæða starf er fellt niður og sett undir skólana sjálfa. Hvað verður um Ungmennahúsið sem er fyrir þau sem eru sextán til tuttugu og eitthvað ára, hvað verður um það? Hvað verður um hinsegin félagsmiðstöðina? Því hún fellur ekki undir skólana. Hvað verður um Virkið og Ungmennahúsið með þessum breytingum? Það er svo mikil óvissa og fólk óttast að þetta verði lagt niður, af því það veit enginn hvað gerist.“ Það skjóti skökku við að Akureyrarbær sem fyrst allra sveitarfélaga hafi fengið viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag hafi raddir barna í málinu að engu. „Það að vera barnvænt sveitarfélag þýðir að börn eiga rétt á að tjá sig um þau mál sem þau varðar og það var ekki gert í þessu. Það var ekki haft neitt samráð við okkur, við fengum ekki einu sinni málið til umsagnar og við sjálf fréttum bara af þessu í fréttunum,“ segir París. „Félagsmiðstöðvar eru til dæmis svo mikilvægar fyrir börn sem finna sig ekki í skólanum, finna sig ekki í íþróttum, líður illa heima og það að þetta sé staðurinn sem þau geta leitað til og það að það eigi að taka það í burtu frá þeim og fella það líka undir skólann, það getur verið áfall fyrir mörg börn.“ Ungmennaráð fari fram á að bærinn endurskoði málið og eigi í raunverulegu samráði. „Þetta er náttúrulega bara alvarlegt brot á barnasáttmálanum sjálfum sem Ísland er búið að lögfesta og það að það sé ekki einu sinni hægt að virða það að leyfa börnum að tjá sínar skoðanir og hvað þeim finnst um málið er mjög sárt og mjög leiðinlegt.“ Rætt var við Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs í kvöldfréttum. Hún segist skilja gagnrýni tengt skorti á samráði. „Breytingar eru erfiðar á stundum. Við þessar tilteknu breytingar var erfitt að hafa samráð þar sem þær varða störf og hagsmuni einstaklinga. Við viljum gjarnan eiga samráð við ungmennaráð þegar við þróum breytingarnar áfram og vinnum að farsælli lausn.“ Kristín segir tilgang breytinganna að færa þjónustu fagfólksins nær nemendum og börnum í sveitarfélaginu, styðja við forvarnarstarf, félagsmiðstöðvar og þátttöku barna á fyrsta stigi. Þá segist hún ekki deila áhyggjum ungmennanna á að börn upplifi ekki jafn mikið traust í garð fagfólksins og ungra starfsmanna, líkt og ungmennin hafa lýst yfir. „Við erum að ráða inn tvo starfsmenn í hvern skóla með þessa fagþekkingu og þetta sérsvið og við höfum skýr verkefni og verklag í kringum það. Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna verði skýr verkaskipting milli fólks og að við náum farsælli lausn í þessu.“
Akureyri Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27. maí 2020 17:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Akureyri orðið fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins Akureyrarbær varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta viðurkenningu Barnvænna sveitarfélaga. 27. maí 2020 17:10