Hilmir Rafn Mikaelsson og félagar í Viking unnu þá nauman 1-0 útisigur á B-deildarliði Aalesund.
Hilmar Rafn sat allan tímann á varamannabekknum en þeir Davíð Snær Jóhannesson og Ólafur Guðmundsson voru báðir í byrjunarliði Aalesund.
Sigurmark Viking kom ekki fyrr en á 82. mínútu og það skoraði Peter Christiansen með laglegri hælspyrnu.
Viking er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað 37 mörk í 13 leikjum. Þeim gekk hins vegar illa að brjóta ísinn á móti Aalesund sem er bara í sjöunda sæti í B-deildinni.
Aalesund náði að skapa fleiri færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki að skora.
Víking gerði lítið sem ekkert fram eftir leik en sótti svo í sig veðrið og sigurmarkið kom síðan ekki fyrr en átta mínútum fyrir leikslok.