Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2025 07:10 Kennedy er þekktur efasemdamaður þegar kemur að bólusetningum. AP/Jacquelyn Martin Fram kom á fyrsta fundi nýrrar ráðgjafarnefndar Bandaríkjanna um bólusetningar í gær að nefndin hyggist endurskoða bólusetningar barna og unglinga, sem hafa tíðkast um árabil. Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar Robert F. Kennedy Jr., heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Donald Trump, rak alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndarinnar fyrr í mánuðinum og skipaði átta nýja í þeirra stað. Af þeim afþakkaði einn skipunina skömmu fyrir fyrsta fundinn í gær, þannig að sjö voru viðstaddir. Ákvörðun Kennedy um nýja skipan nefndarinnar var harðlega gagnrýnd en í henni eiga sæti þekktir efasemdamenn um bólusetningar. Formaður nefndarinnar er Martin Kulldorff, sem sagði við upphaf fundarins í gær að hann hefði misst stöðu sína sem prófessor við Harvard háskóla þegar hann neitaði að þiggja bólusetningu við Covid-19. Kulldorff sagði nefndina hafa í hyggju að setja á laggirnar vinnuhópa til að endurskoða bólusetningar barna og bóluefni sem hefðu verið samþykkt fyrir meira en sjö árum. Þá sagði hann í bígerð að endurskoða sérstaklega bólusetningar nýbura gegn lifrarbólgu B og bólusetningar gegn mislingum. BBC hefur eftir Bill Hanage, prófessor í faraldsfræðum við TH Chan School of Public Health við Harvard háskóla, segir enga rökrétta ástæðu fyrir því að endurskoða notkun bóluefna sem hafa verið í notkun í mörg ár. Það sé aðeins til þess að vekja efasemdir um þá ákvörðun að leyfa bóluefnin á sínum tíma. Þá hefur sú ákvörðun nefndarinnar að fjalla sérstaklega um notkun thimerosal í bóluefnum á fundi í dag vakið nokkra athygli en um er að ræða rotvarnarefni sem hefur ekki verið notað í flestum bóluefnum í marga áratugi. Mun nefndin hlýða á tölu Lyn Redwood um notkun timerosal en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri Children´s Health Defence, samtaka sem berjast gegn bólusetningum og Kennedy fór fyrir. Bill Cassidy, sem er læknir, öldungadeildarþingmaður og flokksbróðir Kennedy, hefur gagnrýnt skipan ráðgjafarnefndarinnar og segir hópinn bæði of fámennan og skorta ýmsa sérfræðiþekkingu. Cassidy hafði uppi efasemdir um skipun Kennedy sem heilbrigðisráðherra, vegna afstöðu síðarnefnda til bólusetninga. Bandaríkin Bólusetningar Heilbrigðismál Donald Trump Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar Robert F. Kennedy Jr., heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Donald Trump, rak alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndarinnar fyrr í mánuðinum og skipaði átta nýja í þeirra stað. Af þeim afþakkaði einn skipunina skömmu fyrir fyrsta fundinn í gær, þannig að sjö voru viðstaddir. Ákvörðun Kennedy um nýja skipan nefndarinnar var harðlega gagnrýnd en í henni eiga sæti þekktir efasemdamenn um bólusetningar. Formaður nefndarinnar er Martin Kulldorff, sem sagði við upphaf fundarins í gær að hann hefði misst stöðu sína sem prófessor við Harvard háskóla þegar hann neitaði að þiggja bólusetningu við Covid-19. Kulldorff sagði nefndina hafa í hyggju að setja á laggirnar vinnuhópa til að endurskoða bólusetningar barna og bóluefni sem hefðu verið samþykkt fyrir meira en sjö árum. Þá sagði hann í bígerð að endurskoða sérstaklega bólusetningar nýbura gegn lifrarbólgu B og bólusetningar gegn mislingum. BBC hefur eftir Bill Hanage, prófessor í faraldsfræðum við TH Chan School of Public Health við Harvard háskóla, segir enga rökrétta ástæðu fyrir því að endurskoða notkun bóluefna sem hafa verið í notkun í mörg ár. Það sé aðeins til þess að vekja efasemdir um þá ákvörðun að leyfa bóluefnin á sínum tíma. Þá hefur sú ákvörðun nefndarinnar að fjalla sérstaklega um notkun thimerosal í bóluefnum á fundi í dag vakið nokkra athygli en um er að ræða rotvarnarefni sem hefur ekki verið notað í flestum bóluefnum í marga áratugi. Mun nefndin hlýða á tölu Lyn Redwood um notkun timerosal en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri Children´s Health Defence, samtaka sem berjast gegn bólusetningum og Kennedy fór fyrir. Bill Cassidy, sem er læknir, öldungadeildarþingmaður og flokksbróðir Kennedy, hefur gagnrýnt skipan ráðgjafarnefndarinnar og segir hópinn bæði of fámennan og skorta ýmsa sérfræðiþekkingu. Cassidy hafði uppi efasemdir um skipun Kennedy sem heilbrigðisráðherra, vegna afstöðu síðarnefnda til bólusetninga.
Bandaríkin Bólusetningar Heilbrigðismál Donald Trump Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira