Inter endaði í efsta sæti E-riðilsins með sigrinum. Leikurinn var rólegur framan af en mjög fjörugur þegar líða fór á.
Um miðjan seinni hálfleik fékk Lucas Quarta að líta rautt spjald þegar Inter var að sleppa í gegn. Skömmu síðar tók Inter svo forystuna með marki Francesco Esposito, sem fékk boltann í vítateignum, sneri vel og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið.
Alessandro Bastoni bætti svo öðru marki Inter við í uppbótartíma með góðum spretti upp úr miðvarðarstöðunni og fínni afgreiðslu. Bæði mörk Inter má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tveimur mínútum síðar missti River Plate annan mann af velli þegar Gonzalo Montiel fékk að fjúka fyrir rifrildi.
TWO excellent Inter finishes, analysed by @LyesBouzidi10 🗣️👌
— DAZN Football (@DAZNFootball) June 26, 2025
Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/6xWICYj4te
Eftir þennan mikla hitaleik brutust svo út slagsmál. Marcus Acuna hjá River Plate ætlaði að ráðast á Denzel Dumfries hjá Inter. Fleiri blönduðu sér í málið og mikil rifrildi urðu, sem héldu áfram alla leið niður í leikmannagöngin.
Acuna and Dumfries try to fight by going to the tunnel
— Professor Hamza Ballon Dor (@mancityhardcore) June 26, 2025
Players had to intervene pic.twitter.com/JbFsGyyUT0
Acuna wanted to kill Dumfries after the final whistle😭😭😭 pic.twitter.com/h3h0oNvOxc
— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) June 26, 2025
Borussia Dortmund tryggði sér fyrr um kvöldið efsta sæti F-riðilsins og sæti í sextán liða úrslitum þar sem þýska liðið mætir Monterrey frá Mexíkó, sem endaði í öðru sæti E-riðilsins, þann 1. júlí í Atalanta.
Brasilíska liðið Fluminense endaði svo í öðru sæti F-riðilsins og mætar þar af leiðandi Inter í sextán liða úrslitum í Charlotte mánudaginn 30. júní.
The #FIFACWC Round of 16 bracket is nearly complete... pic.twitter.com/XopT6ldY0K
— FIFA Club World Cup (@FIFACWC) June 26, 2025