Mbappé lagðist stuttlega inn á spítala fyrir sex dögum síðan, gekkst undir rannsóknir og hefur eytt síðustu dögum í að jafna sig á maga- og garnabólgu.
Maga- og garnabólgu fylgja töluverðir verkir, auk mögulega niðurgangs og uppkasta. Spænski miðillinn Marca greinir frá því að Mbappé hafi misst um fjögur til fimm kíló í veikundunum, vanalega sé hann um 75 kíló að þyngd.

Mbappé mun ekki spila með Real Madrid í kvöld gegn RB Salzburg í síðasta riðlakeppnisleik liðsins en verður væntanlega orðinn klár fyrir sextán liða úrslitin, þar sem Manchester City eru mögulegir mótherjar.
„Þetta var fyrsti dagurinn sem hann klæðir sig aftur í takkaskó, fyrsti dagurinn sem hann hleypur eitthvað af viti, hann stóð sig vel en hefur ekki jafnað sig að fullu“ sagði þjálfarinn Xabi Alonso eftir æfingu Real Madrid í gær.
„Það er slæm hugmynd að reikna úrslit fyrirfram“ sagði hann svo, spurður um að mæta mögulega Manchester City í sextán liða úrslitum.