Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar 26. júní 2025 12:32 Í nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júní 2025 fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, kemur skýrt í ljós að þjóðin treystir sjúkraliðum. Yfir 96% landsmanna hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til starfa þeirra og 98% telja þau mikilvægan hluta af heilbrigðiskerfinu. Slíkt traust er ekki gefið, það er áunnið, dag eftir dag í raunverulegu samneyti við fólk í viðkvæmri stöðu. Það er engu líkara en fólk viti í hjarta sínu hverjir halda kerfinu gangandi, þó það sé sjaldan sagt upphátt. Því má spyrja, af hverju speglast þetta traust ekki í stefnumótun, fjárveitingum og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana? Þjónusta sem fer þögult fram Fólk tengir sjúkraliða fyrst og fremst við sjúkrahús og hjúkrunarheimili, og það er rétt. En veruleikinn er sá að þeir starfa einnig í heimahjúkrun, í geðþjónustu, á göngudeildum og í samfélagsþjónustu. Þar sinna þeir fólki sem þarfnast stuðnings, rútínu, fagmennsku og nærveru, hvort sem um er að ræða fólk sem eldast heima, býr við langvinn veikindi eða glímir við andlega vanlíðan. Á sjúkrahúsum sinna sjúkraliðar fjölbreyttum hjúkrunarverkum. Þeir vinna á bráðadeildum, lyflækninga-, endurhæfinga-, göngu- og geðdeildum. Þeir aðstoða við lyfjagjafir, hreyfingu, hreinlæti og næringu, skrá breytingar á líðan, fylgja meðferðum eftir, taka þátt í teymisvinnu, af öryggi sem byggir á fagþekkingu og reynslu. Sjúkraliðar eru oft fyrsta tenging sjúklings við heilbrigðiskerfið. Það eru þeir sem spyrja hvernig nóttin var, og hlusta á svarið. Þeir eru rútínan sem halda starfseminni gangandi. Á hjúkrunarheimilum eru sjúkraliðar hluti af daglegu lífi fólks. Þeir styðja íbúa við að halda færni, sjálfstæði og reisn. Þeir sjá um máltíðir, hreinlæti, lyfjagjafir og hreyfingu, en líka samveru. Sjúkraliðar þekkja venjur íbúanna, vita hvenær þarf að ræða málin og hvenær nóg er að setjast þegjandi hjá, ef sá tími væri til. Þeir tala við aðstandendur, hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fagfólk, og þekkja óskráðar tungur heimilanna. Hjúkrunarheimilin virka einfaldlega ekki án sjúkraliða. Heima hjá fólki Það sem sjaldan sést, en skiptir öllu, er hversu víðtæk og ábyrg heimahjúkrun sjúkraliða er í dag. Þeir bera faglega ábyrgð og meta heilsufar fólks, skrá, greina og taka ákvarðanir um næstu skref. Þeir eru oft eina fagstéttin sem kemur heim til fólks sem býr við flókin veikindi, skerta getu, félagslega einangrun og fá enga aðra þjónustu. Þeir sinna fólki með alvarleg veikindi faglega og yfirvegað, heima. Og sjá þannig um þjónustu sem áður fór fram inni á hjúkrunarheimilum, en nú eru þeir einir í húsi. Ábyrgðin er raunveruleg. Velferð, öryggi og lífsgæði fólks ráðast af mati sjúkraliða og ákvörðunum sem teknar eru á staðnum. Það sem áður var kallað aðstoð er í dag fagleg og sjálfstæð hjúkrun sem krefst dómgreindar, ábyrgðar og ákvarðana og hefur raunveruleg áhrif á líf fólks. Það sem þjóðin veit þarf kerfið að viðurkenna Ef stjórnvöld og stjórnendur vilja virkilega vita hvar grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar liggja, þurfa þau aðeins að horfa á dagskrá sjúkraliða, hvort sem það er á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili eða í heimahúsi. Þar er fagmennska, sjálfstæði og traust.En sérstaklega í heimahjúkrun þarf að upplýsa betur. En þar er ábyrgðin mest og sýnileikinn minnstur. Niðurstöður Gallup sýna að þjóðin skilur mikilvægi starfs sjúkraliða. Fólk ber traust til þeirra sem sinna starfinu. Nú þarf kerfið sjálft, stjórnsýslan, sveitarfélögin og stjórnendur, að endurspegla þetta traust í aðgerðum, í fjárveitingum, í starfsumhverfi og í launastefnu. Traust þjóðarinnar er til staðar, nú þurfum við að tala um það sem sjúkraliðar gera í raun, sérstaklega heima hjá fólki, þar sem enginn sér nema sá sem mætir. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júní 2025 fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, kemur skýrt í ljós að þjóðin treystir sjúkraliðum. Yfir 96% landsmanna hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til starfa þeirra og 98% telja þau mikilvægan hluta af heilbrigðiskerfinu. Slíkt traust er ekki gefið, það er áunnið, dag eftir dag í raunverulegu samneyti við fólk í viðkvæmri stöðu. Það er engu líkara en fólk viti í hjarta sínu hverjir halda kerfinu gangandi, þó það sé sjaldan sagt upphátt. Því má spyrja, af hverju speglast þetta traust ekki í stefnumótun, fjárveitingum og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana? Þjónusta sem fer þögult fram Fólk tengir sjúkraliða fyrst og fremst við sjúkrahús og hjúkrunarheimili, og það er rétt. En veruleikinn er sá að þeir starfa einnig í heimahjúkrun, í geðþjónustu, á göngudeildum og í samfélagsþjónustu. Þar sinna þeir fólki sem þarfnast stuðnings, rútínu, fagmennsku og nærveru, hvort sem um er að ræða fólk sem eldast heima, býr við langvinn veikindi eða glímir við andlega vanlíðan. Á sjúkrahúsum sinna sjúkraliðar fjölbreyttum hjúkrunarverkum. Þeir vinna á bráðadeildum, lyflækninga-, endurhæfinga-, göngu- og geðdeildum. Þeir aðstoða við lyfjagjafir, hreyfingu, hreinlæti og næringu, skrá breytingar á líðan, fylgja meðferðum eftir, taka þátt í teymisvinnu, af öryggi sem byggir á fagþekkingu og reynslu. Sjúkraliðar eru oft fyrsta tenging sjúklings við heilbrigðiskerfið. Það eru þeir sem spyrja hvernig nóttin var, og hlusta á svarið. Þeir eru rútínan sem halda starfseminni gangandi. Á hjúkrunarheimilum eru sjúkraliðar hluti af daglegu lífi fólks. Þeir styðja íbúa við að halda færni, sjálfstæði og reisn. Þeir sjá um máltíðir, hreinlæti, lyfjagjafir og hreyfingu, en líka samveru. Sjúkraliðar þekkja venjur íbúanna, vita hvenær þarf að ræða málin og hvenær nóg er að setjast þegjandi hjá, ef sá tími væri til. Þeir tala við aðstandendur, hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fagfólk, og þekkja óskráðar tungur heimilanna. Hjúkrunarheimilin virka einfaldlega ekki án sjúkraliða. Heima hjá fólki Það sem sjaldan sést, en skiptir öllu, er hversu víðtæk og ábyrg heimahjúkrun sjúkraliða er í dag. Þeir bera faglega ábyrgð og meta heilsufar fólks, skrá, greina og taka ákvarðanir um næstu skref. Þeir eru oft eina fagstéttin sem kemur heim til fólks sem býr við flókin veikindi, skerta getu, félagslega einangrun og fá enga aðra þjónustu. Þeir sinna fólki með alvarleg veikindi faglega og yfirvegað, heima. Og sjá þannig um þjónustu sem áður fór fram inni á hjúkrunarheimilum, en nú eru þeir einir í húsi. Ábyrgðin er raunveruleg. Velferð, öryggi og lífsgæði fólks ráðast af mati sjúkraliða og ákvörðunum sem teknar eru á staðnum. Það sem áður var kallað aðstoð er í dag fagleg og sjálfstæð hjúkrun sem krefst dómgreindar, ábyrgðar og ákvarðana og hefur raunveruleg áhrif á líf fólks. Það sem þjóðin veit þarf kerfið að viðurkenna Ef stjórnvöld og stjórnendur vilja virkilega vita hvar grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar liggja, þurfa þau aðeins að horfa á dagskrá sjúkraliða, hvort sem það er á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili eða í heimahúsi. Þar er fagmennska, sjálfstæði og traust.En sérstaklega í heimahjúkrun þarf að upplýsa betur. En þar er ábyrgðin mest og sýnileikinn minnstur. Niðurstöður Gallup sýna að þjóðin skilur mikilvægi starfs sjúkraliða. Fólk ber traust til þeirra sem sinna starfinu. Nú þarf kerfið sjálft, stjórnsýslan, sveitarfélögin og stjórnendur, að endurspegla þetta traust í aðgerðum, í fjárveitingum, í starfsumhverfi og í launastefnu. Traust þjóðarinnar er til staðar, nú þurfum við að tala um það sem sjúkraliðar gera í raun, sérstaklega heima hjá fólki, þar sem enginn sér nema sá sem mætir. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun