„Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júní 2025 20:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/einar Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Miðflokkurinn er hástökkvari nýjustu könnunar Maskínu og bætir við sig rúmlega þremur prósentustigum. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og hefur aldrei mælst með hærra fylgi í Maskínukönnun. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala og er nú 17,3 prósent. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi og fylgi Viðreisnar dalar einnig. Lítil sem engin breyting er á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Ekki verið að ræða málin til gamans Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir innihaldsríka umræðu á þingi vera að skila sér. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt þó að maður passi sig að gleyma sér ekki í könnunum. Þetta er sterk vísbending um það sem við höfum fundið mjög sterkt. Það er aukinn meðbyr með okkur.“ Umræður langt fram á nótt og málflutningurinn hefur verið að borga sig? „Hugsanlega en það er vegna þess að fólk gerir sér grein fyrir að við erum ekki að ræða málin af gamni okkar. Þetta eru stórmál sem við höfum sterkar skoðanir á og mál sem varða til dæmis fullveldi landsins.“ Vísar orðum Ólafs til föðurhúsanna Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur minnihlutanum gjörsamlega hafa mistekist að bæta við sig fylgi heilt yfir og sakaði flokkana um tafarleika og málþóf. Sigmundur vísar því til föðurhúsanna. „Ólafur Þ. Harðarson er farinn að hafa mjög mikið fyrir því að gefa þær skýringar sem hann telur best henta sínum skjólstæðingum. Hann er farinn að teygja sig mjög langt eins og hann gerði í áhugaverðu viðtali á Bylgjunni í dag. Hann segir meira hvað honum langar að sjá en það sem blasir við.“ „Hann vill reyndar líka bera í bætiflokka fyrir Flokk fólksins. Segja þeim að vera rólegir, hafið ekki áhyggjur. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fólk er farið að sjá hvað það er lítið á bak við allar fullyrðingarnar. Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli sýnist mér,“ bætir Sigmundur við. Fólk sem er ánægt með málþóf laðist að Miðflokki Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir könnuna merki um að ríkisstjórnin standi styrkum fótum þrátt fyrir slæmt gengi Flokk fólksins. „Ég tel þetta vera mikla stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina, mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti frá hruni sem að ríkisstjórn mælist svona sterk sjö mánuðum eftir kosningar. Ef maður rýnir í gögn Maskínu þá hefur Flokkur fólksins oft mælst undir kjörfylgi og Samfylkingin reyndar oft mælst yfir kjörfylgi svo það eru oft alls konar hreyfingar í þessum könnunum.“ Spurður hvort það sé ástæða fyrir stjórnarflokkanna til að hafa áhyggjur af fylgisaukningu Miðflokksins svarar Guðmundur því neitandi. „Þetta er frekar tilfærsla á fylgi innan stjórnarandstöðunnar. Það virðist vera að Miðflokkurinn hafi verið í forystu þegar það kemur að þeim vinnubrögðum sem stjórnarandstaðan er í. Það er kannski eðlilegt að fólk sem er ánægt með málþóf og annað gefi sig upp á flokk sem hefur leitt þau vinnubrögð í þinginu. Fólk sem er kannski óánægt með ríkisstjórnina eða ánægt með stjórnarandstöðuna eru að gefa sig upp á flokk sem hefur tekið mesta forystu í stjórnarandstöðunni.“ Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Miðflokkurinn er hástökkvari nýjustu könnunar Maskínu og bætir við sig rúmlega þremur prósentustigum. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og hefur aldrei mælst með hærra fylgi í Maskínukönnun. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala og er nú 17,3 prósent. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi og fylgi Viðreisnar dalar einnig. Lítil sem engin breyting er á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Ekki verið að ræða málin til gamans Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir innihaldsríka umræðu á þingi vera að skila sér. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt þó að maður passi sig að gleyma sér ekki í könnunum. Þetta er sterk vísbending um það sem við höfum fundið mjög sterkt. Það er aukinn meðbyr með okkur.“ Umræður langt fram á nótt og málflutningurinn hefur verið að borga sig? „Hugsanlega en það er vegna þess að fólk gerir sér grein fyrir að við erum ekki að ræða málin af gamni okkar. Þetta eru stórmál sem við höfum sterkar skoðanir á og mál sem varða til dæmis fullveldi landsins.“ Vísar orðum Ólafs til föðurhúsanna Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur minnihlutanum gjörsamlega hafa mistekist að bæta við sig fylgi heilt yfir og sakaði flokkana um tafarleika og málþóf. Sigmundur vísar því til föðurhúsanna. „Ólafur Þ. Harðarson er farinn að hafa mjög mikið fyrir því að gefa þær skýringar sem hann telur best henta sínum skjólstæðingum. Hann er farinn að teygja sig mjög langt eins og hann gerði í áhugaverðu viðtali á Bylgjunni í dag. Hann segir meira hvað honum langar að sjá en það sem blasir við.“ „Hann vill reyndar líka bera í bætiflokka fyrir Flokk fólksins. Segja þeim að vera rólegir, hafið ekki áhyggjur. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fólk er farið að sjá hvað það er lítið á bak við allar fullyrðingarnar. Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli sýnist mér,“ bætir Sigmundur við. Fólk sem er ánægt með málþóf laðist að Miðflokki Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir könnuna merki um að ríkisstjórnin standi styrkum fótum þrátt fyrir slæmt gengi Flokk fólksins. „Ég tel þetta vera mikla stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina, mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti frá hruni sem að ríkisstjórn mælist svona sterk sjö mánuðum eftir kosningar. Ef maður rýnir í gögn Maskínu þá hefur Flokkur fólksins oft mælst undir kjörfylgi og Samfylkingin reyndar oft mælst yfir kjörfylgi svo það eru oft alls konar hreyfingar í þessum könnunum.“ Spurður hvort það sé ástæða fyrir stjórnarflokkanna til að hafa áhyggjur af fylgisaukningu Miðflokksins svarar Guðmundur því neitandi. „Þetta er frekar tilfærsla á fylgi innan stjórnarandstöðunnar. Það virðist vera að Miðflokkurinn hafi verið í forystu þegar það kemur að þeim vinnubrögðum sem stjórnarandstaðan er í. Það er kannski eðlilegt að fólk sem er ánægt með málþóf og annað gefi sig upp á flokk sem hefur leitt þau vinnubrögð í þinginu. Fólk sem er kannski óánægt með ríkisstjórnina eða ánægt með stjórnarandstöðuna eru að gefa sig upp á flokk sem hefur tekið mesta forystu í stjórnarandstöðunni.“
Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira