Tilkynningum fjölgaði um nærri tíu prósent á landinu öllu (LUS) en á síðasta ári bárust nærri sjö þúsund tilkynningar um vanrækslu, rúmlega fjögur þúsund um ofbeldi og hátt í sex þúsund um áhættuhegðun barna. Mest er fjölgunin er varðar neyslu barna á vímuefnum.
Tilkynningunum fjölgaði hlutfallslega mest í Reykjavík eða um þrettán prósent. Þar er um að ræða um 6.100 tilkynninga sem varða 2.600 börn, að sögn barnaverndar.
Þyrí Halla Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Sýnar að skýringin á þessari fjölgun væri margþætt, en aðallega fjölgun íbúa. Auk þess hefði samfélagsgerðin í Reykjavík tekið breytingum; nú búi þar fjölbeyttari hópur með flóknari félagslegar þarfir. Þá benti hún einnig á húsnæðisskort.
„Hvað ofbeldi varðar þá auðvitað hefur beiting ofbeldis aukist þvert yfir samfélagið,“ segir hún og bendir á að vandi ungemenna með fjölþættan vanda hafi aukist mjög mikið.
„Áskorunin er úrræðaleysið,“ segir hún og nefnir að fjöldi úrræða hafi ekki aukist í takt við þá fjölgunina.„Fjöldi og fjölbreytni þeirra úrræða sem barnaverndarkerfið hefur yfir að ráða hefur ekki haldist í hendur við þessa aukningu.“

Henni segist hafa brugðið þegar Guðmundur Ingi Kristinsson barnamálaráðherra hafi lýst því í samtali við mbl.is í lok maí að málaflokkurinn væri „góðum málum“.
„Sem það er sannarlega ekki og barnaverndarstarfsmenn súpa hveljur yfir þessari yfirlýsingu,“ bætir hún við.
„Úrræðaleysið er mjög mikið og það er vandi sem við kljáumst við á hverjum degi.“