City vann riðilinn og sleppur líklega við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 20:57 Jeremy Doku fagnar hér laglegu marki sínu fyrir Manchester City í Flórída í kvöld. Getty/Dan Mullan Manchester City varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum á heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. City vann 5-2 sigur á Juventus í lokaleik riðilsins og tryggði sér efsta sætið. Ítalska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn eftir tvo stórsigra fyrr í mótinu. Þrátt fyrir tapið þá komst Juventus einnig áfram í sextán liða úrslitin. City sleppur líklega við það að mæta Real Madrid í sextán liða úrslitunum því sigurvegari G-riðilsins (City) mætir liðinu sem endar í öðru sæti í H-riðli. Úrslitin í H-riðli ráðast ekki fyrr en í kvöld. Real Madrid mætir þá Red Bull Salzburg en bæði lið eru í efsta sæti riðilsins með fjögur stig. Al-Hilal er með tvö stig og ætti að tryggja sig áfram með sigri á Pachuca á sama tíma. Manchester City sleppur líka við þann hluta útsláttarkeppninnar þar sem eru Paris Saint Germain og Bayern München. Jérémy Doku kom City yfir strax á níundu umferð með laglegri afgreiðslu eftir sendingu frá Rayan Ait Nouri. Juventus jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar þegar Teun Koopmeiners komst inn í spyrnu markvarðarins Ederson frá marki City. Matheus Nunes átti mikinn þátt í að City komst yfir þegar hann sendi boltann fyrir markið á 26. mínútu og Pierre Kalulu sendi hann í eigið mark á klaufalegan hátt. City var með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en samt bara 2-1 yfir. Erling Braut Haaland kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom City í 3-1 á 52. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Nunes. Þetta var þrjú hundruðasta mark Norðmannsins á ferlinum fyrir bæði félagslið og landslið. Haaland átti líka mikinn þátt í fjórða markinu sem varamaðurinn Phil Foden skoraði af stuttu færi á 69. mínútu en stoðsendingin var frá Savinho. Foden var þarna nýkominn inn á völlinn. Savinho skoraði fimmta markið á 75. mínútu með þrumuskoti í slá og inn eftir stórsókn City liðsins. Úrslitin löngu ráðin. Juventus lagði stöðuna í 5-2 á 84. mínútu með marki Dusan Vlahovic sem slapp í gegn um vörn City eftir stoðsendingu frá Kenan Yildiz. HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
City vann 5-2 sigur á Juventus í lokaleik riðilsins og tryggði sér efsta sætið. Ítalska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn eftir tvo stórsigra fyrr í mótinu. Þrátt fyrir tapið þá komst Juventus einnig áfram í sextán liða úrslitin. City sleppur líklega við það að mæta Real Madrid í sextán liða úrslitunum því sigurvegari G-riðilsins (City) mætir liðinu sem endar í öðru sæti í H-riðli. Úrslitin í H-riðli ráðast ekki fyrr en í kvöld. Real Madrid mætir þá Red Bull Salzburg en bæði lið eru í efsta sæti riðilsins með fjögur stig. Al-Hilal er með tvö stig og ætti að tryggja sig áfram með sigri á Pachuca á sama tíma. Manchester City sleppur líka við þann hluta útsláttarkeppninnar þar sem eru Paris Saint Germain og Bayern München. Jérémy Doku kom City yfir strax á níundu umferð með laglegri afgreiðslu eftir sendingu frá Rayan Ait Nouri. Juventus jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar þegar Teun Koopmeiners komst inn í spyrnu markvarðarins Ederson frá marki City. Matheus Nunes átti mikinn þátt í að City komst yfir þegar hann sendi boltann fyrir markið á 26. mínútu og Pierre Kalulu sendi hann í eigið mark á klaufalegan hátt. City var með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en samt bara 2-1 yfir. Erling Braut Haaland kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom City í 3-1 á 52. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Nunes. Þetta var þrjú hundruðasta mark Norðmannsins á ferlinum fyrir bæði félagslið og landslið. Haaland átti líka mikinn þátt í fjórða markinu sem varamaðurinn Phil Foden skoraði af stuttu færi á 69. mínútu en stoðsendingin var frá Savinho. Foden var þarna nýkominn inn á völlinn. Savinho skoraði fimmta markið á 75. mínútu með þrumuskoti í slá og inn eftir stórsókn City liðsins. Úrslitin löngu ráðin. Juventus lagði stöðuna í 5-2 á 84. mínútu með marki Dusan Vlahovic sem slapp í gegn um vörn City eftir stoðsendingu frá Kenan Yildiz.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira