„Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júní 2025 12:02 Baldvin og Erna eru fyrirliðar Íslands. Íslenska frjálsíþróttalandsliðið er komið upp í 2. deild Evrópubikarsins eftir tvo magnaða daga í Maribor í Slóveníu í vikunni. Fyrirliðarnir eru einstaklega stoltir af hópnum. Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Hópurinn setti fjögur Íslandsmet og var íslenska frjálsíþróttafólkið meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Búið að vera æðislegt „Við erum ofboðslega stolt af þessu, þetta er bara búið að vera æðislegt. Þetta voru svo mikið af Íslandsmetum og persónulegum bætingum og við gætum bara ekki verið meira stolt af öllu íþróttafólkinu okkar,“ segir Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari og fyrirliði landsliðsins í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur hópur og mikið stuð í stúkunni. Það gerir það svo skemmtilegt þegar maður er að keppa í svona liðsmóti að hafa góðan liðsanda. Markmiðið var að komast upp um deild og við unnum öll saman að því að ná því,“ segir Baldvin Þór Magnússon, hlaupari og einnig fyrirliði liðsins. „Það hefur staðið upp úr að við fáum ekki oft að keppa á svona liðsmóti í frjálsum og það er því búið að vera geggjað að vera partur af liðinu,“ segir Erna. „Það er bara búið að vera gaman hvað við erum búin að vera örugg með þennan sigur. Þetta hafa verið mjög skemmtilegir tveir dagar og þetta hefur aldrei verið nein spurning. Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Hópurinn setti fjögur Íslandsmet og var íslenska frjálsíþróttafólkið meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Búið að vera æðislegt „Við erum ofboðslega stolt af þessu, þetta er bara búið að vera æðislegt. Þetta voru svo mikið af Íslandsmetum og persónulegum bætingum og við gætum bara ekki verið meira stolt af öllu íþróttafólkinu okkar,“ segir Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari og fyrirliði landsliðsins í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur hópur og mikið stuð í stúkunni. Það gerir það svo skemmtilegt þegar maður er að keppa í svona liðsmóti að hafa góðan liðsanda. Markmiðið var að komast upp um deild og við unnum öll saman að því að ná því,“ segir Baldvin Þór Magnússon, hlaupari og einnig fyrirliði liðsins. „Það hefur staðið upp úr að við fáum ekki oft að keppa á svona liðsmóti í frjálsum og það er því búið að vera geggjað að vera partur af liðinu,“ segir Erna. „Það er bara búið að vera gaman hvað við erum búin að vera örugg með þennan sigur. Þetta hafa verið mjög skemmtilegir tveir dagar og þetta hefur aldrei verið nein spurning. Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn