Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2025 15:31 Eva Nyström og Danielle van de Donk í baráttu í vítateignum, þegar ótrúlegur klaufaskapur Finna hófst í aðdraganda seinna marks Hollands. Getty/Roy Lazet Finnar hafa nú spilað sinn síðasta æfingaleik áður en að þeir mæta Íslandi í fyrsta leik á EM kvenna í fótbolta næsta miðvikudag. Þær finnsku fengu á sig tvö afar klaufaleg mörk í Hollandi í gær og var það seinna alveg sérstaklega slysalegt. Það er engin skömm að því að tapa 2-1 gegn einu besta liði Evrópu, Hollendingum, og það á útivelli. Vivianne Miedema skoraði bæði mörk Hollands og er greinilega klár í slaginn fyrir EM. En mörkin sem Miedema skoraði eru einhver þau auðveldustu sem hún hefur gert á ferlinum enda fengin á silfurfati frá Finnum. Þau má sjá hér að neðan. Fyrra markið kemur eftir 30 sekúndur og það seinna eftir 2:10 mínútur. Hin 23 ára gamla Anna Koivunen, markvörður Djurgården í Svíþjóð, stóð í marki Finnlands í gær. Í fyrra markinu sem Holland skoraði hafði hún reynt stutta sendingu frá marki sem gerði Hollendingum kleyft að komast í boltann og skora auðveldlega. Seinna markið kom svo eftir ótrúlegan misskilning á milli Koivunen og varnarmanna finnska liðsins. Danielle van de Donk féll við í teignum og meiddist, sem gæti hafa truflað Finnana, en að minnsta kosti tók enginn boltann fyrr en að Miedema áttaði sig á aðstæðum og potaði boltanum í markið. Markið minnir óneitanlega á það þegar Ívar Ingimarsson og félagar í vörn íslenska karlalandsliðsins töldu að dómarinn í leik gegn Svíum árið 2007 hefði blásið í flautuna og hættu að spila, svo að Svíar skoruðu auðvelt mark. Finnar náðu að minnka muninn á lokamínútunni gegn Hollandi í gær þegar Oona Siren komst einhvern veginn í gegnum miðjan vítateig Hollands og skoraði. Mikið hefur verið um meiðsli hjá finnska liðinu síðustu mánuði en nú vonast Finnar til þess að liðið nái að smella saman áður en Evrópumótið hefst næsta miðvikudag. Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma þann dag. Fyrst spilar Ísland hins vegar vináttulandsleik við Serbíu sem hefst klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Það er engin skömm að því að tapa 2-1 gegn einu besta liði Evrópu, Hollendingum, og það á útivelli. Vivianne Miedema skoraði bæði mörk Hollands og er greinilega klár í slaginn fyrir EM. En mörkin sem Miedema skoraði eru einhver þau auðveldustu sem hún hefur gert á ferlinum enda fengin á silfurfati frá Finnum. Þau má sjá hér að neðan. Fyrra markið kemur eftir 30 sekúndur og það seinna eftir 2:10 mínútur. Hin 23 ára gamla Anna Koivunen, markvörður Djurgården í Svíþjóð, stóð í marki Finnlands í gær. Í fyrra markinu sem Holland skoraði hafði hún reynt stutta sendingu frá marki sem gerði Hollendingum kleyft að komast í boltann og skora auðveldlega. Seinna markið kom svo eftir ótrúlegan misskilning á milli Koivunen og varnarmanna finnska liðsins. Danielle van de Donk féll við í teignum og meiddist, sem gæti hafa truflað Finnana, en að minnsta kosti tók enginn boltann fyrr en að Miedema áttaði sig á aðstæðum og potaði boltanum í markið. Markið minnir óneitanlega á það þegar Ívar Ingimarsson og félagar í vörn íslenska karlalandsliðsins töldu að dómarinn í leik gegn Svíum árið 2007 hefði blásið í flautuna og hættu að spila, svo að Svíar skoruðu auðvelt mark. Finnar náðu að minnka muninn á lokamínútunni gegn Hollandi í gær þegar Oona Siren komst einhvern veginn í gegnum miðjan vítateig Hollands og skoraði. Mikið hefur verið um meiðsli hjá finnska liðinu síðustu mánuði en nú vonast Finnar til þess að liðið nái að smella saman áður en Evrópumótið hefst næsta miðvikudag. Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma þann dag. Fyrst spilar Ísland hins vegar vináttulandsleik við Serbíu sem hefst klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira