Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2025 14:52 Halldór Árnason segir Daniel Obbekjær ekki hafa hentað leikstíl Breiðabliks og hann sé of góður til að sitja á bekknum. vísir Daniel Obbekjær hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og heldur nú aftur til Færeyja, þaðan sem hann kom fyrir ári síðan. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikstíl liðsins ekki hafa hentað honum og Daniel sé of góður miðvörður til að sitja bara á bekknum. Áhugaverður kostur sem bauðst óvænt Halldór segir Daniel hafa komið óvænt til liðsins rétt fyrir tímabilið í fyrra og leyst miðvarðarstöðuna óaðfinnanlega í leikjunum sem hann spilaði, en liðið þurfti að aðlaga leikstílinn að honum í þeim leikjum. „Daniel kemur til okkar í fyrra til að auka breiddina og ýta aðeins við Damir og Viktori. Kemur óvænt stuttu fyrir tímabilið og var áhugaverður kostur. Strákur sem hafði spilað tíu yngri landsleiki fyrir Dani, spilaði í dönsku úrvalsdeildinni sautján ára og hafði verið allra besti hafsentinn í Færeyjum árið áður [en hann kom til Breiðabliks.] Ekki alveg þessi týpiski Breiðabliksleikmaður en hafði samt mjög margt sem við töldum okkar getað nýtt og hann var frábær fyrir okkur í fyrra. Ekki í stóru hlutverki framan af en leysir leikina þegar Damir rófubeinsbrotnaði og gerði það bara óaðfinnanlega, en vissulega þurftum við aðeins að aðlaga liðið til að fá það besta út úr honum. Gerðum það í fjórum, fimm leikjum og hann átti ristastóran þátt í þessum Íslandsmeistaratitli“ sagði Halldór um danska miðvörðinn sem hefur nú skrifað undir hjá RSÍ Runavík. View this post on Instagram A post shared by NSÍ Runavík FC (@nsirunavikfc) Hentar ekki leikstílnum Daniel hefur lítið komið við sögu á þessu tímabili. Halldór segir hans eiginlega ekki hafa hentað leikstílnum sem liðið hefur lagt upp með á þessu tímabili. „Það er bara þannig að við erum orðnir töluvert öfgafyllri í því hversu hátt við erum með liðið og í maður á mann pressunni. Það er kannski ekki alveg hans leikur. Hann hefur verið mjög dýrmætur liðsfélagi og fagmaður frá því hann kom, en alltof góður leikmaður til að sitja bara á bekknum og spila ekki. Þannig að ég held að þetta sé bara fín lausn fyrir hann.“ Vel mannaðir í miðvarðastöðunum Breiðablik mun ekki koma til með að sakna Daniels mikið, enda miðjumenn frekar verið settir í miðvarðarstöðurnar fram yfir Daniel. „Við höfum spilað með Viktor Örn, Ásgeir Orra, Arnór Gauta og Anton Loga í hafsent og Daniel hefur verið á bekknum. Svo styttist í að Damir fái leikheimild… Leiðinlegt að missa Daniel sem liðsmann en hlutverkið var þannig að við komum kannski ekki til með að finna mikið fyrir því á vellinum“ sagði Halldór. Breiðablik heimsækir Stjörnuna í Garðabæ klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Áhugaverður kostur sem bauðst óvænt Halldór segir Daniel hafa komið óvænt til liðsins rétt fyrir tímabilið í fyrra og leyst miðvarðarstöðuna óaðfinnanlega í leikjunum sem hann spilaði, en liðið þurfti að aðlaga leikstílinn að honum í þeim leikjum. „Daniel kemur til okkar í fyrra til að auka breiddina og ýta aðeins við Damir og Viktori. Kemur óvænt stuttu fyrir tímabilið og var áhugaverður kostur. Strákur sem hafði spilað tíu yngri landsleiki fyrir Dani, spilaði í dönsku úrvalsdeildinni sautján ára og hafði verið allra besti hafsentinn í Færeyjum árið áður [en hann kom til Breiðabliks.] Ekki alveg þessi týpiski Breiðabliksleikmaður en hafði samt mjög margt sem við töldum okkar getað nýtt og hann var frábær fyrir okkur í fyrra. Ekki í stóru hlutverki framan af en leysir leikina þegar Damir rófubeinsbrotnaði og gerði það bara óaðfinnanlega, en vissulega þurftum við aðeins að aðlaga liðið til að fá það besta út úr honum. Gerðum það í fjórum, fimm leikjum og hann átti ristastóran þátt í þessum Íslandsmeistaratitli“ sagði Halldór um danska miðvörðinn sem hefur nú skrifað undir hjá RSÍ Runavík. View this post on Instagram A post shared by NSÍ Runavík FC (@nsirunavikfc) Hentar ekki leikstílnum Daniel hefur lítið komið við sögu á þessu tímabili. Halldór segir hans eiginlega ekki hafa hentað leikstílnum sem liðið hefur lagt upp með á þessu tímabili. „Það er bara þannig að við erum orðnir töluvert öfgafyllri í því hversu hátt við erum með liðið og í maður á mann pressunni. Það er kannski ekki alveg hans leikur. Hann hefur verið mjög dýrmætur liðsfélagi og fagmaður frá því hann kom, en alltof góður leikmaður til að sitja bara á bekknum og spila ekki. Þannig að ég held að þetta sé bara fín lausn fyrir hann.“ Vel mannaðir í miðvarðastöðunum Breiðablik mun ekki koma til með að sakna Daniels mikið, enda miðjumenn frekar verið settir í miðvarðarstöðurnar fram yfir Daniel. „Við höfum spilað með Viktor Örn, Ásgeir Orra, Arnór Gauta og Anton Loga í hafsent og Daniel hefur verið á bekknum. Svo styttist í að Damir fái leikheimild… Leiðinlegt að missa Daniel sem liðsmann en hlutverkið var þannig að við komum kannski ekki til með að finna mikið fyrir því á vellinum“ sagði Halldór. Breiðablik heimsækir Stjörnuna í Garðabæ klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira