Áfram frestað meðan formenn funda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2025 15:37 Þingmenn bíða þess að komast í sumarfrí eins og fleiri landsmenn. vísir/Anton Brink Þingflokksformenn hafa fundað eftir hádegi í dag í viðræðum stjórnarflokkanna við stjórnarandstöðuna um þinglok. Þingfundi var frestað um klukkustund á þriðja tímanum og svo aftur um eina og hálfa klukkustund. Önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hélt áfram í gærkvöldi milli þess sem gert var hlé fyrir þingflokksformenn sem funduðu um þinglok. Ekkert samkomulag náðist um þinglokin í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þingflokksformenn fundað áfram eftir hádegi í dag. Fundi var frestað til 15:10 vegna fundarins og aftur til 16:45. Næst á dagskrá þingfundar er framhald á annarri umræðu um breytingu á veiðigjöldunum sem stjórnarflokkarnir vilja síður að frestist fram á haust. Fleiri mál er undir og má þar nefna bókun 35 við EES-samninginn sem Miðflokkurinn, einn flokka, leggst alfarið gegn. Þá má nefna almannatryggingafrumvarpið, baráttumál Flokks fólksins, um að laun elli- og örorkulífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu sem ætlað er að stöðva kjaragliðnun. Stjórnarandstaðan leggst alfarið gegn samþykkt frumvarpsins. „Þingfundum í gærkvöldi var frestað vegna þess að þingflokksformenn sátu og funduðu í allt gærkvöld og það verður framhald af fundarhöldum forsvarsmanna í dag,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það eru örugglega einhverjir tugir þingmála sem að bíða afgreiðslu. Sem að hafa verið afgreidd úr nefndum og hægt er að ljúka á þessu þingi ef vilji er til.“ Enn væri ekkert hægt að segja um hvenær þingstörfum lyki. „Umræðan hefur vissulega verið mjög löng en við erum á þeim stað í þingstörfunum að öll eru meðvituð um það að það þarf að komast samningum og samkomulagi um þinglokin og það er vonandi það sem að gerist núna bráðlega. Samtölin eru í gangi og það er verið að funda og því lýkur þegar því líkur.“ Uppfært klukkan 16:45: Þingfundi hefur aftur verið frestað, nú til 17:30. Alþingi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hélt áfram í gærkvöldi milli þess sem gert var hlé fyrir þingflokksformenn sem funduðu um þinglok. Ekkert samkomulag náðist um þinglokin í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þingflokksformenn fundað áfram eftir hádegi í dag. Fundi var frestað til 15:10 vegna fundarins og aftur til 16:45. Næst á dagskrá þingfundar er framhald á annarri umræðu um breytingu á veiðigjöldunum sem stjórnarflokkarnir vilja síður að frestist fram á haust. Fleiri mál er undir og má þar nefna bókun 35 við EES-samninginn sem Miðflokkurinn, einn flokka, leggst alfarið gegn. Þá má nefna almannatryggingafrumvarpið, baráttumál Flokks fólksins, um að laun elli- og örorkulífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu sem ætlað er að stöðva kjaragliðnun. Stjórnarandstaðan leggst alfarið gegn samþykkt frumvarpsins. „Þingfundum í gærkvöldi var frestað vegna þess að þingflokksformenn sátu og funduðu í allt gærkvöld og það verður framhald af fundarhöldum forsvarsmanna í dag,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það eru örugglega einhverjir tugir þingmála sem að bíða afgreiðslu. Sem að hafa verið afgreidd úr nefndum og hægt er að ljúka á þessu þingi ef vilji er til.“ Enn væri ekkert hægt að segja um hvenær þingstörfum lyki. „Umræðan hefur vissulega verið mjög löng en við erum á þeim stað í þingstörfunum að öll eru meðvituð um það að það þarf að komast samningum og samkomulagi um þinglokin og það er vonandi það sem að gerist núna bráðlega. Samtölin eru í gangi og það er verið að funda og því lýkur þegar því líkur.“ Uppfært klukkan 16:45: Þingfundi hefur aftur verið frestað, nú til 17:30.
Alþingi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira