Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2025 07:36 Rúta í miðbænum að sækja ferðamenn. Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefnin gærkvöldsins og næturinnar frá 17 í gær til 5 í morgun. Lögreglu barst tilkynning um að bíl hefði verið stolið úr bílasölu í Árbænum. Bíllinn fannst skömmu síðar þar sem þjófurinn ók á honum um miðborgina. Þjófurinn var stöðvaður, handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fleira var um að vera í Árbænum en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fundust fíkniefni í meira magni en telst sem neysluskammtur og auk þess var töluvert af reiðufé á manninum. Auk þess að vera grunaður um fíkniefnasölu gat maðurinn ekki framvísað gildum ferðaskilríkjum og því mögulega hér á landi í ólöglegri dvöl.Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hraðakstur, árekstur og stútar Lögreglan þurfti einnig að eiga við þónokkra ökumenn sem óku of hratt en alls voru fjórtán kærðir fyrir hraðakstur, sem náði allt frá 118 km/klst upp í 161 km/klst, bæði á Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók fór á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, 185 km/klst, á Reykjanesbraut og var hann sviptur ökuréttindum og sektaður. Annar ók á 163 km/klst á Suðurlandsvegi, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan. Hann gaf sig þó að lokum og stöðvaði bílinnn eftir stutta eftirför. Auk hraðakstursins er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Þá barst lögreglunni tilkynning um bíl sem hafði verið ekið á skilti og annað ökutæki í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ökumaðurinn virtist ekki í ökuhæfu ástandi og var handtekinn. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fimm ökumenn til viðbótar voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Allir voru þeir handteknir og mál þeirra unnin eftir venjubundnu ferli. „Ásamt ofangreindu sinnti lögreglan ýmis konar verkefnum á tímabilinu þar sem óskað var eftir aðstoð lögreglu meðal annars vegna skemmdarverka, þjófnaðar, heimilisófriðs, einstaklings sem hafði læst sig úti, sprautunála á víðavangi, slysa, hópamyndun ungmenna, ölvaðra einstaklinga, vísa aðilum úr húsnæði, umferðaóhappa, hávaðakvartana og fleira,“ segir í dagbók lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefnin gærkvöldsins og næturinnar frá 17 í gær til 5 í morgun. Lögreglu barst tilkynning um að bíl hefði verið stolið úr bílasölu í Árbænum. Bíllinn fannst skömmu síðar þar sem þjófurinn ók á honum um miðborgina. Þjófurinn var stöðvaður, handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fleira var um að vera í Árbænum en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fundust fíkniefni í meira magni en telst sem neysluskammtur og auk þess var töluvert af reiðufé á manninum. Auk þess að vera grunaður um fíkniefnasölu gat maðurinn ekki framvísað gildum ferðaskilríkjum og því mögulega hér á landi í ólöglegri dvöl.Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hraðakstur, árekstur og stútar Lögreglan þurfti einnig að eiga við þónokkra ökumenn sem óku of hratt en alls voru fjórtán kærðir fyrir hraðakstur, sem náði allt frá 118 km/klst upp í 161 km/klst, bæði á Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók fór á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, 185 km/klst, á Reykjanesbraut og var hann sviptur ökuréttindum og sektaður. Annar ók á 163 km/klst á Suðurlandsvegi, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan. Hann gaf sig þó að lokum og stöðvaði bílinnn eftir stutta eftirför. Auk hraðakstursins er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Þá barst lögreglunni tilkynning um bíl sem hafði verið ekið á skilti og annað ökutæki í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ökumaðurinn virtist ekki í ökuhæfu ástandi og var handtekinn. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fimm ökumenn til viðbótar voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Allir voru þeir handteknir og mál þeirra unnin eftir venjubundnu ferli. „Ásamt ofangreindu sinnti lögreglan ýmis konar verkefnum á tímabilinu þar sem óskað var eftir aðstoð lögreglu meðal annars vegna skemmdarverka, þjófnaðar, heimilisófriðs, einstaklings sem hafði læst sig úti, sprautunála á víðavangi, slysa, hópamyndun ungmenna, ölvaðra einstaklinga, vísa aðilum úr húsnæði, umferðaóhappa, hávaðakvartana og fleira,“ segir í dagbók lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira