Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 19:21 Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að endurskoða þurfi kennaranámið og að skortur sé á kennurum með sérþekkingu. Hún segir þó gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti. Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar var kynnt í vikunni. Stofnunin segir stöðu Íslands í menntamálum sérstakt áhyggjuefni og að slakari árangur íslenskra nemenda í PISA-prófinu gæti dregið úr framleiðni á Íslandi um 5-10% til lengri tíma. Þá þurfi að bæta grunnmenntun nemenda. Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir skorta kennara með sérhæfða þekkingu og að lengd kennaranámsins fæli frá. „Það eru sumir sem klára ákveðið nám, það er engin lestrarfræði þar á bakvið og útskrifast með leyfisbréf sem kennari. Lesturinn er grunnurinn að öllu og þar tel ég að aðeins þurfi að endurskoða námið,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri Hörðuvallaskóla í viðtali í Kvöldfréttum Sýnar. Í skýrslunni segir einnig að hægt væri að bæta gæði kennslu með því að hækka laun eða veita þóknanir í krefjandi aðstæðum gegn því að kennarar gangist undir frammistöðumat. Sigrún segir erfitt að meta frammistöðu kennara en að góður kennari nái vel til barnanna og hafi góðri bekkjarstjórn. Háar einkunnir nemenda segi ekki til um hæfni kennara. Hún segir íslenska skóla vera á annrri leið en margir aðrir. „Þessi OECD skýrsla og PISA prófin og allt þetta. Mér finnst það ekkert alveg mæla það sem við erum að gera. Við erum að leggja meira upp úr því að það sé meiri samvinna, hópaverkefni og skapandi skil. Það mælist ekki í PISA. Þar er meira verið að einblína á þekkingu og þú getur fundið það með því að opna gervigreindina og netið í dag.“ „Voru ekki að mæla það sem þurfti að mæla“ Í haust verður svokallaður Matsferill tekinn í notkun þar sem námsmat verður samræmt á milli skóla. Sigrún segir jákvætt að skólarnir fái slíkt mælitæki sem hafi vantað. „Ég fagna þessu miðað við hvernig samræmdu prófin gömlu voru því þau fannst mér ekkert mæla það sem þurfti að mæla. Þau voru meira kvíðavaldandi og mældu ákveðna þekkingu eins og íslenskuprófið var, það var bara mest lesskilningspróf og ekkert annað.“ „Mér finnst þetta vera tækifæri fyrir okkur og gott verkfæri að fá inn í skólana. Þá getum við bæði rýnt í kennsluna okkar, kennararnir skoðað stöðu barnanna og aðstoðað þau á þeim stað sem þeir eru.“ Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar var kynnt í vikunni. Stofnunin segir stöðu Íslands í menntamálum sérstakt áhyggjuefni og að slakari árangur íslenskra nemenda í PISA-prófinu gæti dregið úr framleiðni á Íslandi um 5-10% til lengri tíma. Þá þurfi að bæta grunnmenntun nemenda. Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir skorta kennara með sérhæfða þekkingu og að lengd kennaranámsins fæli frá. „Það eru sumir sem klára ákveðið nám, það er engin lestrarfræði þar á bakvið og útskrifast með leyfisbréf sem kennari. Lesturinn er grunnurinn að öllu og þar tel ég að aðeins þurfi að endurskoða námið,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri Hörðuvallaskóla í viðtali í Kvöldfréttum Sýnar. Í skýrslunni segir einnig að hægt væri að bæta gæði kennslu með því að hækka laun eða veita þóknanir í krefjandi aðstæðum gegn því að kennarar gangist undir frammistöðumat. Sigrún segir erfitt að meta frammistöðu kennara en að góður kennari nái vel til barnanna og hafi góðri bekkjarstjórn. Háar einkunnir nemenda segi ekki til um hæfni kennara. Hún segir íslenska skóla vera á annrri leið en margir aðrir. „Þessi OECD skýrsla og PISA prófin og allt þetta. Mér finnst það ekkert alveg mæla það sem við erum að gera. Við erum að leggja meira upp úr því að það sé meiri samvinna, hópaverkefni og skapandi skil. Það mælist ekki í PISA. Þar er meira verið að einblína á þekkingu og þú getur fundið það með því að opna gervigreindina og netið í dag.“ „Voru ekki að mæla það sem þurfti að mæla“ Í haust verður svokallaður Matsferill tekinn í notkun þar sem námsmat verður samræmt á milli skóla. Sigrún segir jákvætt að skólarnir fái slíkt mælitæki sem hafi vantað. „Ég fagna þessu miðað við hvernig samræmdu prófin gömlu voru því þau fannst mér ekkert mæla það sem þurfti að mæla. Þau voru meira kvíðavaldandi og mældu ákveðna þekkingu eins og íslenskuprófið var, það var bara mest lesskilningspróf og ekkert annað.“ „Mér finnst þetta vera tækifæri fyrir okkur og gott verkfæri að fá inn í skólana. Þá getum við bæði rýnt í kennsluna okkar, kennararnir skoðað stöðu barnanna og aðstoðað þau á þeim stað sem þeir eru.“
Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira