Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2025 06:42 Útfarir margra þeirra sem létust í árásum Ísraela fóru fram á laugardag. AP/Vahid Salemi Aðstoðarutanríkisráðherra Íran segir Írani hafa fengið skilaboð frá Bandaríkjastjórn um að Bandaríkjamenn vilji setjast að samningaborðinu á ný. Það komi hins vegar ekki til greina fyrr en frekari árásir á innviði Íran hafa verið útilokaðar. Majid Takht-Ravanchi sagði í samtali við BBC að afstaða stjórnvalda vestanhafs gagnvart mögulegum frekari árásum lægi ekki fyrir. Hann sagði Írani myndu krefjast þess að fá að halda áfram að auðga úran í friðsamlegum tilgangi og neitaði að þeir ynnu að því að eignast kjarnorkuvopn. „Það má ræða að hvaða marki við gerum þetta, í hvaða magni, en að segja að við eigum ekki að auðga úran, að úranauðgunin eigi að vera núll, og ef þið samþykkir það ekki þá vörpum við sprengjum á ykkur; það er frumskógarlögmál,“ segir Takht-Ravanchi. Hann sagði Írani vilja fá skýr svör við því hvort þeir mættu eiga von á frekari árásum á meðan setið væri við samningaborðið. Spurður að því hvort Íranir myndu endurskoða kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana og fjárfestingu í landinu svaraði hann: „Af hverju ættum við að samþykkja slíka tillögu?“ og ítrekaði að Íranir hefðu verið að auðga úran í friðsamlegum tilgangi. Amir-Saeid Iravani, sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar, sagði í gær að Íranir myndu aldrei falla frá því að auðga úran, eins og þeir ættu rétt á. Hann sagði stjórnvöld í Íran tilbúin til að eiga viðræður við Bandaríkjamenn en þeir myndu ekki beygja sig undir boðvald Bandaríkjanna og kröfur Donald Trump Bandaríkjaforseta um „algjöra uppgjöf“. Íran Bandaríkin Kjarnorka Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Majid Takht-Ravanchi sagði í samtali við BBC að afstaða stjórnvalda vestanhafs gagnvart mögulegum frekari árásum lægi ekki fyrir. Hann sagði Írani myndu krefjast þess að fá að halda áfram að auðga úran í friðsamlegum tilgangi og neitaði að þeir ynnu að því að eignast kjarnorkuvopn. „Það má ræða að hvaða marki við gerum þetta, í hvaða magni, en að segja að við eigum ekki að auðga úran, að úranauðgunin eigi að vera núll, og ef þið samþykkir það ekki þá vörpum við sprengjum á ykkur; það er frumskógarlögmál,“ segir Takht-Ravanchi. Hann sagði Írani vilja fá skýr svör við því hvort þeir mættu eiga von á frekari árásum á meðan setið væri við samningaborðið. Spurður að því hvort Íranir myndu endurskoða kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana og fjárfestingu í landinu svaraði hann: „Af hverju ættum við að samþykkja slíka tillögu?“ og ítrekaði að Íranir hefðu verið að auðga úran í friðsamlegum tilgangi. Amir-Saeid Iravani, sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar, sagði í gær að Íranir myndu aldrei falla frá því að auðga úran, eins og þeir ættu rétt á. Hann sagði stjórnvöld í Íran tilbúin til að eiga viðræður við Bandaríkjamenn en þeir myndu ekki beygja sig undir boðvald Bandaríkjanna og kröfur Donald Trump Bandaríkjaforseta um „algjöra uppgjöf“.
Íran Bandaríkin Kjarnorka Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira