Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2025 06:42 Útfarir margra þeirra sem létust í árásum Ísraela fóru fram á laugardag. AP/Vahid Salemi Aðstoðarutanríkisráðherra Íran segir Írani hafa fengið skilaboð frá Bandaríkjastjórn um að Bandaríkjamenn vilji setjast að samningaborðinu á ný. Það komi hins vegar ekki til greina fyrr en frekari árásir á innviði Íran hafa verið útilokaðar. Majid Takht-Ravanchi sagði í samtali við BBC að afstaða stjórnvalda vestanhafs gagnvart mögulegum frekari árásum lægi ekki fyrir. Hann sagði Írani myndu krefjast þess að fá að halda áfram að auðga úran í friðsamlegum tilgangi og neitaði að þeir ynnu að því að eignast kjarnorkuvopn. „Það má ræða að hvaða marki við gerum þetta, í hvaða magni, en að segja að við eigum ekki að auðga úran, að úranauðgunin eigi að vera núll, og ef þið samþykkir það ekki þá vörpum við sprengjum á ykkur; það er frumskógarlögmál,“ segir Takht-Ravanchi. Hann sagði Írani vilja fá skýr svör við því hvort þeir mættu eiga von á frekari árásum á meðan setið væri við samningaborðið. Spurður að því hvort Íranir myndu endurskoða kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana og fjárfestingu í landinu svaraði hann: „Af hverju ættum við að samþykkja slíka tillögu?“ og ítrekaði að Íranir hefðu verið að auðga úran í friðsamlegum tilgangi. Amir-Saeid Iravani, sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar, sagði í gær að Íranir myndu aldrei falla frá því að auðga úran, eins og þeir ættu rétt á. Hann sagði stjórnvöld í Íran tilbúin til að eiga viðræður við Bandaríkjamenn en þeir myndu ekki beygja sig undir boðvald Bandaríkjanna og kröfur Donald Trump Bandaríkjaforseta um „algjöra uppgjöf“. Íran Bandaríkin Kjarnorka Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Majid Takht-Ravanchi sagði í samtali við BBC að afstaða stjórnvalda vestanhafs gagnvart mögulegum frekari árásum lægi ekki fyrir. Hann sagði Írani myndu krefjast þess að fá að halda áfram að auðga úran í friðsamlegum tilgangi og neitaði að þeir ynnu að því að eignast kjarnorkuvopn. „Það má ræða að hvaða marki við gerum þetta, í hvaða magni, en að segja að við eigum ekki að auðga úran, að úranauðgunin eigi að vera núll, og ef þið samþykkir það ekki þá vörpum við sprengjum á ykkur; það er frumskógarlögmál,“ segir Takht-Ravanchi. Hann sagði Írani vilja fá skýr svör við því hvort þeir mættu eiga von á frekari árásum á meðan setið væri við samningaborðið. Spurður að því hvort Íranir myndu endurskoða kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana og fjárfestingu í landinu svaraði hann: „Af hverju ættum við að samþykkja slíka tillögu?“ og ítrekaði að Íranir hefðu verið að auðga úran í friðsamlegum tilgangi. Amir-Saeid Iravani, sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar, sagði í gær að Íranir myndu aldrei falla frá því að auðga úran, eins og þeir ættu rétt á. Hann sagði stjórnvöld í Íran tilbúin til að eiga viðræður við Bandaríkjamenn en þeir myndu ekki beygja sig undir boðvald Bandaríkjanna og kröfur Donald Trump Bandaríkjaforseta um „algjöra uppgjöf“.
Íran Bandaríkin Kjarnorka Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira