Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2025 07:57 Hemmett ehf, rekstraraðili Hugur Studio, var sektað um 100 þúsund krónur vegna rangra fullyrðinga félagsins. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur sektað Hemmett ehf, rekstraraðila Hugur Studio, um 100 þúsund krónur vegna rangra fullyrðinga félagsins um virkni sveppadropa og sveppadufts sem það hafði til sölu. Stofnunin hafði áður óskað eftir sönnunum fyrir fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins þar sem því var meðal annars haldið fram að vörurnar „framkölluðu ró, bættu svefngæði, lækki kortisól og þar með streitustig, styðji við ónæmiskerfið og frumur líkamans með andoxunarefnum og dragi jafnvel úr áhrifum ADHD og lyfjaþörf“. Á vef Neytendastofu segir að félagið hafi dregið úr fullyrðingunum undir meðferð málsins. Ekki hafi þó verið veitt fullnægjandi sönnunargögn fyrir fullyrðingunum sem stofnunin taldi afdráttarlausar varðandi virkni varanna og þann árangur sem vænta mætti af notkun þeirra. „Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna sem væru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi tæki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Fullyrðingarnar væru því líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytanda. Þá taldi Neytendastofa að með birtingu fullyrðinga um virkni sveppadropa og -dufts hafi félagið haldið því ranglega fram að vörurnar geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna,“ segir á vef Neytendastofu. Neytendur Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Stofnunin hafði áður óskað eftir sönnunum fyrir fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins þar sem því var meðal annars haldið fram að vörurnar „framkölluðu ró, bættu svefngæði, lækki kortisól og þar með streitustig, styðji við ónæmiskerfið og frumur líkamans með andoxunarefnum og dragi jafnvel úr áhrifum ADHD og lyfjaþörf“. Á vef Neytendastofu segir að félagið hafi dregið úr fullyrðingunum undir meðferð málsins. Ekki hafi þó verið veitt fullnægjandi sönnunargögn fyrir fullyrðingunum sem stofnunin taldi afdráttarlausar varðandi virkni varanna og þann árangur sem vænta mætti af notkun þeirra. „Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna sem væru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi tæki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Fullyrðingarnar væru því líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytanda. Þá taldi Neytendastofa að með birtingu fullyrðinga um virkni sveppadropa og -dufts hafi félagið haldið því ranglega fram að vörurnar geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna,“ segir á vef Neytendastofu.
Neytendur Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira