Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 14:02 Stelpurnar okkar fengu frábæran stuðning á síðasta Evrópumóti, í Englandi fyrir þremur árum. vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar verða dyggilega studdar á Evrópumótinu í fótbolta sem nú fer að hefjast í Sviss. Fæstir stuðningsmenn verða á fyrsta leik, við Finna á morgun, en þó má búast við á annað þúsund Íslendingum. Tólfan verður að sjálfsögðu á sínum stað. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ seldust 1.375 miðar til Íslendinga í gegnum sambandið, á leikinn við Finnland. Enn fleiri á leik tvö við Sviss á sunnudaginn, eða 2.071, og 1.500 á leikinn við Noreg 10. júlí. Svo gæti vel verið að einhverjir Íslendingar hafi keypt miða með öðrum hætti svo stuðningurinn við stelpurnar verði enn meiri. Hins vegar gæti líka farið svo að einhverjir nýti ekki miðana sína en því fylgir hár kostnaður að dvelja í Sviss og til að mynda fór enska knattspyrnusambandið þá leið að styrkja fjölskyldur leikmanna í að mæta á mótið. „Fan Zone“ í Thun Fyrsti og þriðji leikur Íslands fara fram á Stockhorn Arena í Thun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma. UEFA segir leikvanginn taka 8.100 manns í sæti. Stuðningsmenn geta fyrir leik hist á sérstöku stuðningsmannasvæði í Thun, á Waisenhausplatz. Fyrir leikinn við Sviss á sunnudag er stuðningsmannasvæðið á Bundesplatz í Bern. Tólfan klár í að fara langt á mótinu Stuðningsmannasveitin Tólfan verður með öfluga fulltrúa á hverjum leik. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, segir að minnst 2-3 Tólfumeðlimir mæti á hvern leik í samstarfi við KSÍ. Tólfan hafi einnig selt treyjur til að afla fjár (treyjusalan er hér) en þó að hún hafi gengið ágætlega þá séu sjóðirnir ekki nógu digrir til að tryggja að fleiri mæti á hvern leik. „Við viljum frekar eiga eitthvað inni fyrir 8-liða úrslitunum,“ segir Hilmar Jökull, sannfærður um að Ísland fljúgi upp úr A-riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Tólfan lagði í morgun af stað til Sviss og er klár í slaginn fyrir leikinn við Finna á morgun.Facebook „Við viljum svo endilega koma því á framfæri við allt það fólk sem er á leið til Sviss að hefja upp raust og syngja með og styðja stelpurnar okkar því við erum jú einmitt öll Tólfur á leikdegi!“ segir Hilmar Jökull. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ seldust 1.375 miðar til Íslendinga í gegnum sambandið, á leikinn við Finnland. Enn fleiri á leik tvö við Sviss á sunnudaginn, eða 2.071, og 1.500 á leikinn við Noreg 10. júlí. Svo gæti vel verið að einhverjir Íslendingar hafi keypt miða með öðrum hætti svo stuðningurinn við stelpurnar verði enn meiri. Hins vegar gæti líka farið svo að einhverjir nýti ekki miðana sína en því fylgir hár kostnaður að dvelja í Sviss og til að mynda fór enska knattspyrnusambandið þá leið að styrkja fjölskyldur leikmanna í að mæta á mótið. „Fan Zone“ í Thun Fyrsti og þriðji leikur Íslands fara fram á Stockhorn Arena í Thun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma. UEFA segir leikvanginn taka 8.100 manns í sæti. Stuðningsmenn geta fyrir leik hist á sérstöku stuðningsmannasvæði í Thun, á Waisenhausplatz. Fyrir leikinn við Sviss á sunnudag er stuðningsmannasvæðið á Bundesplatz í Bern. Tólfan klár í að fara langt á mótinu Stuðningsmannasveitin Tólfan verður með öfluga fulltrúa á hverjum leik. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, segir að minnst 2-3 Tólfumeðlimir mæti á hvern leik í samstarfi við KSÍ. Tólfan hafi einnig selt treyjur til að afla fjár (treyjusalan er hér) en þó að hún hafi gengið ágætlega þá séu sjóðirnir ekki nógu digrir til að tryggja að fleiri mæti á hvern leik. „Við viljum frekar eiga eitthvað inni fyrir 8-liða úrslitunum,“ segir Hilmar Jökull, sannfærður um að Ísland fljúgi upp úr A-riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Tólfan lagði í morgun af stað til Sviss og er klár í slaginn fyrir leikinn við Finna á morgun.Facebook „Við viljum svo endilega koma því á framfæri við allt það fólk sem er á leið til Sviss að hefja upp raust og syngja með og styðja stelpurnar okkar því við erum jú einmitt öll Tólfur á leikdegi!“ segir Hilmar Jökull.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira