„Engar svakalegar reglur hér“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 22:32 Guðný Árnadóttir er frá Hornafirði en bjó einnig tæp tvö ár í Vík í Mýrdal, áður en hún flutti á höfuðborgarsvæðið. Síðan þá hefur hún leikið sem atvinnumaður á Ítalíu og nú í Svíþjóð, og er mætt á sitt annað stórmót. vísir/Anton Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. Stelpurnar hafa verið duglegar að deila efni á sínum eigin samfélagsmiðlum og þannig gefið stuðningsmönnum innsýn í lífið á EM. Þær eru að sjálfsögðu líka áberandi á samfélagsmiðlum KSÍ. En hvernig er best að nýta þessa miðla? „Við erum ekki beint með reglur en við höfum aðeins farið yfir þetta. Þær sem eru með reynslu af þessum stórmótum hafa verið að fara yfir hvað þeim finnst best en svo verður bara hver og einn að finna hvað þeim finnst best að gera. Eins hvort þær vilji fylgjast með fréttum eða ekki, reyna helst bara að gera það ekki, og á samfélagsmiðlum gerir hver og einn bara sitt,“ segir Guðný en hún ræddi við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í gær, akkúrat í regnskúr sem gaf falska mynd af veðrinu í Thun þessa dagana. Klippa: Reyna helst að fylgjast ekki með fréttum Aðspurð hvort leikmenn þurfi að fara eftir einhverjum reglum að öðru leyti svarar Guðný hlæjandi: „Nú gæti ég verið að gleyma… Það eru engar svakalegar reglur hér. Þetta er bara þægilegt. Hver og einn verður bara að passa sig og gera það sem er gott fyrir hann.“ Guðný segir leikmenn gera ýmislegt til að stytta sér stundir en að dagskráin sé þó nokkuð þétt varðandi æfingar, fundi og annað. Á meðan sumir leikmenn vilja til dæmis púsla eða eitthvað slíkt þá vill Guðný frekar: „drekka kaffi og horfa á útsýnið. Ég er aðallega í því,“ segir hún létt. Hljómar ítalskt enda lék Guðný með AC Milan og hún segir það hjálpa sér nú þegar spáð er yfir 30 stiga hita í fyrsta leik EM, gegn Finnlandi á morgun. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú og hálft ár og er ágætlega vön þessum hita. Mér finnst hann bara æðislegur. Svo á ekkert að vera það svakalega heitt í þessum leikjum og það er kannski gott fyrir okkur sem lið. Við höfum ekki áhyggjur af þessu.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor Sjá meira
Stelpurnar hafa verið duglegar að deila efni á sínum eigin samfélagsmiðlum og þannig gefið stuðningsmönnum innsýn í lífið á EM. Þær eru að sjálfsögðu líka áberandi á samfélagsmiðlum KSÍ. En hvernig er best að nýta þessa miðla? „Við erum ekki beint með reglur en við höfum aðeins farið yfir þetta. Þær sem eru með reynslu af þessum stórmótum hafa verið að fara yfir hvað þeim finnst best en svo verður bara hver og einn að finna hvað þeim finnst best að gera. Eins hvort þær vilji fylgjast með fréttum eða ekki, reyna helst bara að gera það ekki, og á samfélagsmiðlum gerir hver og einn bara sitt,“ segir Guðný en hún ræddi við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í gær, akkúrat í regnskúr sem gaf falska mynd af veðrinu í Thun þessa dagana. Klippa: Reyna helst að fylgjast ekki með fréttum Aðspurð hvort leikmenn þurfi að fara eftir einhverjum reglum að öðru leyti svarar Guðný hlæjandi: „Nú gæti ég verið að gleyma… Það eru engar svakalegar reglur hér. Þetta er bara þægilegt. Hver og einn verður bara að passa sig og gera það sem er gott fyrir hann.“ Guðný segir leikmenn gera ýmislegt til að stytta sér stundir en að dagskráin sé þó nokkuð þétt varðandi æfingar, fundi og annað. Á meðan sumir leikmenn vilja til dæmis púsla eða eitthvað slíkt þá vill Guðný frekar: „drekka kaffi og horfa á útsýnið. Ég er aðallega í því,“ segir hún létt. Hljómar ítalskt enda lék Guðný með AC Milan og hún segir það hjálpa sér nú þegar spáð er yfir 30 stiga hita í fyrsta leik EM, gegn Finnlandi á morgun. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú og hálft ár og er ágætlega vön þessum hita. Mér finnst hann bara æðislegur. Svo á ekkert að vera það svakalega heitt í þessum leikjum og það er kannski gott fyrir okkur sem lið. Við höfum ekki áhyggjur af þessu.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor Sjá meira