Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2025 15:00 Jón Gunnarsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og félagar í Sjálfstæðisflokknum hafa farið mikinn í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ræður tengdar frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum verða eins margar og til þurfi þar til málið verði tekið af dagskrá. Því verði ekki hleypt óbreyttu í gegn. Hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi, ekki sérhagsmunir. Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. „Virðulegur forseti. Það er talað um hér að það sé búið að halda hér mörg hundruð, ég man ekki 1400 ræður, háttvirtur þingmaður Sigmar Guðmundsson er upptekin við að telja og það er ágætt. Þær geta alveg eins verið 2.800. Þær verða eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er,“ sagði Jón í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann sagði Hönnu Katrín Friðriksson ekki fara með rétt mál um að atvinnuveganefnd Alþingis hafi starfað af samviskusemi og aflað góðra gagn í málinu. Hið rétta væri að stjórnarandstaðan hefði þurft að gera ítrekaðar breytingar á frumvarpinu. „Það liggur fyrir að ef málið hefði veirð afgreitt eins og ráðherra kom með það í þingið, og sagði að það væri fullkomið, að allir útreikningar stæðust, þá væri stórslys í uppsiglingu, stórslys í óvandaðri lagasetningu.“ Hanna Katrín sagði í sömu umræðum að málið hefði farið í eðlilegan farveg þingsins þar sem brugðist hefði verið við athugasemdum úr samráðsgátt stjórnvalda og tekið breytingum í störfum nefndarinnar. Jón var fastur fyrir í afstöðu sinni og sagði eðilegan farveg að taka málið af dagskrá og vinna betur. Ella yrði umræðum um málið ekki hætt. „Því við erum að ræða hagsmuni, ekki sérhagsmuni heldur hagsmuni þjóðarinnar.“ Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu samningaviðræður þingflokkanna á Alþingi í fréttum Sýnar í gær. Samningsvilji væri hjá öllum en nokkur mál flæktu stöðuna. Sigmar sagði veiðigjöldin erfiðasta hnútinn að leysa. Minnihluti á Alþingi ætti ekki að geta komið í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu mála. Hildur sagði verkefni stjórnarandstöðunnar að miðla málum og sum mál væru hreinlega ekki tæk til afgreiðslu. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15 Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. „Virðulegur forseti. Það er talað um hér að það sé búið að halda hér mörg hundruð, ég man ekki 1400 ræður, háttvirtur þingmaður Sigmar Guðmundsson er upptekin við að telja og það er ágætt. Þær geta alveg eins verið 2.800. Þær verða eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er,“ sagði Jón í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann sagði Hönnu Katrín Friðriksson ekki fara með rétt mál um að atvinnuveganefnd Alþingis hafi starfað af samviskusemi og aflað góðra gagn í málinu. Hið rétta væri að stjórnarandstaðan hefði þurft að gera ítrekaðar breytingar á frumvarpinu. „Það liggur fyrir að ef málið hefði veirð afgreitt eins og ráðherra kom með það í þingið, og sagði að það væri fullkomið, að allir útreikningar stæðust, þá væri stórslys í uppsiglingu, stórslys í óvandaðri lagasetningu.“ Hanna Katrín sagði í sömu umræðum að málið hefði farið í eðlilegan farveg þingsins þar sem brugðist hefði verið við athugasemdum úr samráðsgátt stjórnvalda og tekið breytingum í störfum nefndarinnar. Jón var fastur fyrir í afstöðu sinni og sagði eðilegan farveg að taka málið af dagskrá og vinna betur. Ella yrði umræðum um málið ekki hætt. „Því við erum að ræða hagsmuni, ekki sérhagsmuni heldur hagsmuni þjóðarinnar.“ Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu samningaviðræður þingflokkanna á Alþingi í fréttum Sýnar í gær. Samningsvilji væri hjá öllum en nokkur mál flæktu stöðuna. Sigmar sagði veiðigjöldin erfiðasta hnútinn að leysa. Minnihluti á Alþingi ætti ekki að geta komið í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu mála. Hildur sagði verkefni stjórnarandstöðunnar að miðla málum og sum mál væru hreinlega ekki tæk til afgreiðslu.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15 Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15
Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32