„Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júlí 2025 09:32 Bjarni Jóhannsson fagnar komu Jóns Daða. Vísir/Sigurjón Það kom ýmsum á óvart að Jón Daði Böðvarsson skildi fara í næst efstu deild hér heima er hann samdi við lið Selfoss í gær. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér að spila fyrir annað félag hérlendis. Þjálfari liðsins segir reisn yfir skiptunum. Jón Daði bindur enda á 13 ára atvinnumannaferil sem hefur dregið hann frá Noregi til Þýskalands og víðsvegar um Bretland, auk þess sem hann spilaði 64 landsleiki á leiðinni. Kominn er hins vegar tími fyrir þennan 33 ára gamla leikmann að koma heim. „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim. Dóttir mín er orðin sex ára gömul og maður vill að hún fari að finna fyrir smá stöðugleika í sínu lífi. Ég vildi líka koma heim á meðan ég er með eitthvað eftir á tanknum, vonandi,“ segir Jón Daði í samtali við Sýn. Jón Daði hafði möguleika á að spila fyrir fremstu lið landsins, enda enginn aukvisi þar á ferð. Það kom því einhverjum á óvart að hann hafi ákveðið að fara í botnbaráttu í næst efstu deild. En hann var aldrei í vafa. „Með fullri virðingu fyrir hinum liðunum, tilhugsunin um að spila fyrir annað félag en Selfoss sat bara ekki rétt í mér.“ Margur klórar sér eflaust í hausnum yfir því að fyrrum landsliðsmaður á besta aldri fari ekki í Bestu deild landsins. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, segir virðingarvert af hans hálfu að sýna hollustu og koma í heimahagana. „Mér finnst alltaf reisn yfir því þegar svona leikmenn, sem hafa átt farsælan atvinnumannaferil og landsliðsferil, snúi heim í heimahagana og gefi af sér það sem þeir eiga eftir. Það er mikil reisn yfir þessum félagaskiptum,“ segir Bjarni. Frétt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Viðtölin við Jón Daða og Bjarna í heild að neðan. Klippa: Bjarni Jó: Reisn yfir þessu Klippa: Gaf stóru liðunum langt nef: „Með fullri virðingu“ UMF Selfoss Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Jón Daði bindur enda á 13 ára atvinnumannaferil sem hefur dregið hann frá Noregi til Þýskalands og víðsvegar um Bretland, auk þess sem hann spilaði 64 landsleiki á leiðinni. Kominn er hins vegar tími fyrir þennan 33 ára gamla leikmann að koma heim. „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim. Dóttir mín er orðin sex ára gömul og maður vill að hún fari að finna fyrir smá stöðugleika í sínu lífi. Ég vildi líka koma heim á meðan ég er með eitthvað eftir á tanknum, vonandi,“ segir Jón Daði í samtali við Sýn. Jón Daði hafði möguleika á að spila fyrir fremstu lið landsins, enda enginn aukvisi þar á ferð. Það kom því einhverjum á óvart að hann hafi ákveðið að fara í botnbaráttu í næst efstu deild. En hann var aldrei í vafa. „Með fullri virðingu fyrir hinum liðunum, tilhugsunin um að spila fyrir annað félag en Selfoss sat bara ekki rétt í mér.“ Margur klórar sér eflaust í hausnum yfir því að fyrrum landsliðsmaður á besta aldri fari ekki í Bestu deild landsins. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, segir virðingarvert af hans hálfu að sýna hollustu og koma í heimahagana. „Mér finnst alltaf reisn yfir því þegar svona leikmenn, sem hafa átt farsælan atvinnumannaferil og landsliðsferil, snúi heim í heimahagana og gefi af sér það sem þeir eiga eftir. Það er mikil reisn yfir þessum félagaskiptum,“ segir Bjarni. Frétt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Viðtölin við Jón Daða og Bjarna í heild að neðan. Klippa: Bjarni Jó: Reisn yfir þessu Klippa: Gaf stóru liðunum langt nef: „Með fullri virðingu“
UMF Selfoss Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira